Bjargaði fingri með tonnataki en missti annan Anton Egilsson skrifar 3. júní 2017 13:53 Hafsteinn var mættur á traktorinn einungis nokkrum dögum eftir slysið. Mynd: Hafsteinn Davíðsson Hafsteinn Davíðsson lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu á miðvikudaginn að klemmast í vél við vinnu sína með þeim afleiðingum að hluti af litla fingri og baugfingri fór af. Ekki tókst að bjarga litla puttanum en með hjálp tonnataks tókst Hafsteini að bjarga baugfingrinum. „Klemmdist í vél í gær sem olli því að hálfur litli putti fór af og ekki var hægt að koma bitanum á. En tonnatakið sem ég límdi baugfingurinn saman með bjargaði honum svo ég næ að gifta mig eins og læknirinn sagði. Svo nú taka við einhverjir rólegir dagar,“ sagði Hafsteinn í færslu á Facebook síðu sinni í kjölfar atviksins umrædda. Í samtali við Vísi segist Hafsteinn, sem starfar hjá Kjörís í Hverargerði, hafa klemmt sig á ammoníakspressu en fingur hans klemmdust á milli reimar og trissu. Hann segist að vonum feginn að baugfingurinn hafi bjargast. „Ég klemmist í vél hjá okkur hérna í Kjörís og það klippist af litla putta og það fór nú ekki af baugfingrinum en hann skemmdist svolítið.”Eins og sjá má missti Hafsteinn töluvert framan af litla fingri.Hafsteinn DavíðssonLætur fingramissinn ekki á sig fáÞað er þó ljóst að Hafsteinn lætur ekki bilbug á sér finna þrátt fyrir fingramissinn en þegar blaðamaður náði af honum tali var hann staddur úti á traktor. „Ég er bara að slá hérna á traktornum með aðra höndina uppi. Það þýðir ekkert að stoppa.” Aðspurður um hvernig honum hafi dottið í hug að bregða á það ráð að grípa til tonnataks til að halda puttanum á segir hann það einfaldlega gamalt þjóðráð. „Ég var í Slysavarnarskóla sjómanna á námskeiði og þeir töluðu um þetta þar. Þetta væri oft notað ef að það væri ekki til saumur eða annað. Ég setti nú bara smá dropa af tonnataki og ýtti puttanum upp og þá hélst hann þarna uppi.” Hafsteinn segir það hins vegar ekki þýða neitt að láta fingramissinn á sig fá en að hann gæti þó þurft að ganga í önnur störf hjá fyrirtækinu á næstu misserum. „Ætli ég verði ekki bara símadama næstu vikurnar,” segir Hafsteinn kíminn. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Hafsteinn Davíðsson lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu á miðvikudaginn að klemmast í vél við vinnu sína með þeim afleiðingum að hluti af litla fingri og baugfingri fór af. Ekki tókst að bjarga litla puttanum en með hjálp tonnataks tókst Hafsteini að bjarga baugfingrinum. „Klemmdist í vél í gær sem olli því að hálfur litli putti fór af og ekki var hægt að koma bitanum á. En tonnatakið sem ég límdi baugfingurinn saman með bjargaði honum svo ég næ að gifta mig eins og læknirinn sagði. Svo nú taka við einhverjir rólegir dagar,“ sagði Hafsteinn í færslu á Facebook síðu sinni í kjölfar atviksins umrædda. Í samtali við Vísi segist Hafsteinn, sem starfar hjá Kjörís í Hverargerði, hafa klemmt sig á ammoníakspressu en fingur hans klemmdust á milli reimar og trissu. Hann segist að vonum feginn að baugfingurinn hafi bjargast. „Ég klemmist í vél hjá okkur hérna í Kjörís og það klippist af litla putta og það fór nú ekki af baugfingrinum en hann skemmdist svolítið.”Eins og sjá má missti Hafsteinn töluvert framan af litla fingri.Hafsteinn DavíðssonLætur fingramissinn ekki á sig fáÞað er þó ljóst að Hafsteinn lætur ekki bilbug á sér finna þrátt fyrir fingramissinn en þegar blaðamaður náði af honum tali var hann staddur úti á traktor. „Ég er bara að slá hérna á traktornum með aðra höndina uppi. Það þýðir ekkert að stoppa.” Aðspurður um hvernig honum hafi dottið í hug að bregða á það ráð að grípa til tonnataks til að halda puttanum á segir hann það einfaldlega gamalt þjóðráð. „Ég var í Slysavarnarskóla sjómanna á námskeiði og þeir töluðu um þetta þar. Þetta væri oft notað ef að það væri ekki til saumur eða annað. Ég setti nú bara smá dropa af tonnataki og ýtti puttanum upp og þá hélst hann þarna uppi.” Hafsteinn segir það hins vegar ekki þýða neitt að láta fingramissinn á sig fá en að hann gæti þó þurft að ganga í önnur störf hjá fyrirtækinu á næstu misserum. „Ætli ég verði ekki bara símadama næstu vikurnar,” segir Hafsteinn kíminn.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira