Rússar auka eftirlit með þorsklifur frá Akranesi Haraldur Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Hjá Akraborg starfa tæplega 40 manns og nemur heildarframleiðslan um ellefu milljónum dósa á ári. MAST mun nú greina niðurstöður frá Rússlandi. Rússneska matvælastofnunin hefur aukið eftirlit sitt með innflutningi á framleiðsluvörum niðursuðuverksmiðjunnar Akraborgar á Akranesi. Ástæðan er sú að eitraði þungmálmurinn kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í niðursoðinni íslenskri þorsklifur sem fyrirtækið seldi til Rússlands. Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, er vinstra megin á myndinni.Eftirlit með vörum Akraborgar var aukið þann 18. júlí síðastliðinn. Samkvæmt tilkynningu á vef rússnesku stofnunarinnar voru þrjú sýni tekin. Fyrirtækið, sem er í eigu Lýsis og er stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum, megi enn flytja vörur til Rússlands en með því skilyrði að sýni séu tekin úr öllum sendingum. Um tíu prósent af framleiðslu Akraborgar, rúmlega milljón dósir af lifur á ári, fara til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans og sér matvælastofnunin rússneska um eftirlit fyrir ríkin þrjú. „Samkvæmt því sem ég hef séð hefur þetta eitthvað með magn kadmíums að gera. Við erum að bíða eftir frekari upplýsingum,“ segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, í samtali við Fréttablaðið. „Hér eru sumarfrí og við höfum því ekki náð að skoða þetta neitt frekar. Þetta er að öllum líkindum vegna einhverra snefilmælinga en það er misjafnt hvernig þetta er mælt á milli landa og hvaða útkoma kemur út úr því,“ segir Rolf. Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri markaðsstofu Matvælastofnunar (MAST), staðfestir að stofnuninni hafi borist erindi frá Rússlandi vegna Akraborgar. Í því komi ekkert nýtt fram umfram tilkynninguna á vef rússnesku systurstofnunarinnar. „Þetta snýst um að þeir greina kadmíum í afurðum frá þeim. Það eru ákveðin mörk fyrir því og þetta mál er til skoðunar hjá okkur og við reynum að meta hvernig þetta lítur út,“ segir Þorvaldur. Aðspurður segir hann ekki ákveðið hvort starfsmenn Matvælastofnunar verði sendir í eftirlitsferð og sýni tekin úr vörum Akraborgar hér á landi. „Við munum greina niðurstöður rannsóknanna frá Rússlandi og miða þær við þau mörk sem við vinnum eftir. Svo munum við bregðast við eftir því hvernig niðurstaðan verður úr þeirri skoðun okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Rússneska matvælastofnunin hefur aukið eftirlit sitt með innflutningi á framleiðsluvörum niðursuðuverksmiðjunnar Akraborgar á Akranesi. Ástæðan er sú að eitraði þungmálmurinn kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í niðursoðinni íslenskri þorsklifur sem fyrirtækið seldi til Rússlands. Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, er vinstra megin á myndinni.Eftirlit með vörum Akraborgar var aukið þann 18. júlí síðastliðinn. Samkvæmt tilkynningu á vef rússnesku stofnunarinnar voru þrjú sýni tekin. Fyrirtækið, sem er í eigu Lýsis og er stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum, megi enn flytja vörur til Rússlands en með því skilyrði að sýni séu tekin úr öllum sendingum. Um tíu prósent af framleiðslu Akraborgar, rúmlega milljón dósir af lifur á ári, fara til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans og sér matvælastofnunin rússneska um eftirlit fyrir ríkin þrjú. „Samkvæmt því sem ég hef séð hefur þetta eitthvað með magn kadmíums að gera. Við erum að bíða eftir frekari upplýsingum,“ segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, í samtali við Fréttablaðið. „Hér eru sumarfrí og við höfum því ekki náð að skoða þetta neitt frekar. Þetta er að öllum líkindum vegna einhverra snefilmælinga en það er misjafnt hvernig þetta er mælt á milli landa og hvaða útkoma kemur út úr því,“ segir Rolf. Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri markaðsstofu Matvælastofnunar (MAST), staðfestir að stofnuninni hafi borist erindi frá Rússlandi vegna Akraborgar. Í því komi ekkert nýtt fram umfram tilkynninguna á vef rússnesku systurstofnunarinnar. „Þetta snýst um að þeir greina kadmíum í afurðum frá þeim. Það eru ákveðin mörk fyrir því og þetta mál er til skoðunar hjá okkur og við reynum að meta hvernig þetta lítur út,“ segir Þorvaldur. Aðspurður segir hann ekki ákveðið hvort starfsmenn Matvælastofnunar verði sendir í eftirlitsferð og sýni tekin úr vörum Akraborgar hér á landi. „Við munum greina niðurstöður rannsóknanna frá Rússlandi og miða þær við þau mörk sem við vinnum eftir. Svo munum við bregðast við eftir því hvernig niðurstaðan verður úr þeirri skoðun okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira