Rússar auka eftirlit með þorsklifur frá Akranesi Haraldur Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Hjá Akraborg starfa tæplega 40 manns og nemur heildarframleiðslan um ellefu milljónum dósa á ári. MAST mun nú greina niðurstöður frá Rússlandi. Rússneska matvælastofnunin hefur aukið eftirlit sitt með innflutningi á framleiðsluvörum niðursuðuverksmiðjunnar Akraborgar á Akranesi. Ástæðan er sú að eitraði þungmálmurinn kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í niðursoðinni íslenskri þorsklifur sem fyrirtækið seldi til Rússlands. Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, er vinstra megin á myndinni.Eftirlit með vörum Akraborgar var aukið þann 18. júlí síðastliðinn. Samkvæmt tilkynningu á vef rússnesku stofnunarinnar voru þrjú sýni tekin. Fyrirtækið, sem er í eigu Lýsis og er stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum, megi enn flytja vörur til Rússlands en með því skilyrði að sýni séu tekin úr öllum sendingum. Um tíu prósent af framleiðslu Akraborgar, rúmlega milljón dósir af lifur á ári, fara til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans og sér matvælastofnunin rússneska um eftirlit fyrir ríkin þrjú. „Samkvæmt því sem ég hef séð hefur þetta eitthvað með magn kadmíums að gera. Við erum að bíða eftir frekari upplýsingum,“ segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, í samtali við Fréttablaðið. „Hér eru sumarfrí og við höfum því ekki náð að skoða þetta neitt frekar. Þetta er að öllum líkindum vegna einhverra snefilmælinga en það er misjafnt hvernig þetta er mælt á milli landa og hvaða útkoma kemur út úr því,“ segir Rolf. Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri markaðsstofu Matvælastofnunar (MAST), staðfestir að stofnuninni hafi borist erindi frá Rússlandi vegna Akraborgar. Í því komi ekkert nýtt fram umfram tilkynninguna á vef rússnesku systurstofnunarinnar. „Þetta snýst um að þeir greina kadmíum í afurðum frá þeim. Það eru ákveðin mörk fyrir því og þetta mál er til skoðunar hjá okkur og við reynum að meta hvernig þetta lítur út,“ segir Þorvaldur. Aðspurður segir hann ekki ákveðið hvort starfsmenn Matvælastofnunar verði sendir í eftirlitsferð og sýni tekin úr vörum Akraborgar hér á landi. „Við munum greina niðurstöður rannsóknanna frá Rússlandi og miða þær við þau mörk sem við vinnum eftir. Svo munum við bregðast við eftir því hvernig niðurstaðan verður úr þeirri skoðun okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Rússneska matvælastofnunin hefur aukið eftirlit sitt með innflutningi á framleiðsluvörum niðursuðuverksmiðjunnar Akraborgar á Akranesi. Ástæðan er sú að eitraði þungmálmurinn kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í niðursoðinni íslenskri þorsklifur sem fyrirtækið seldi til Rússlands. Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, er vinstra megin á myndinni.Eftirlit með vörum Akraborgar var aukið þann 18. júlí síðastliðinn. Samkvæmt tilkynningu á vef rússnesku stofnunarinnar voru þrjú sýni tekin. Fyrirtækið, sem er í eigu Lýsis og er stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum, megi enn flytja vörur til Rússlands en með því skilyrði að sýni séu tekin úr öllum sendingum. Um tíu prósent af framleiðslu Akraborgar, rúmlega milljón dósir af lifur á ári, fara til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans og sér matvælastofnunin rússneska um eftirlit fyrir ríkin þrjú. „Samkvæmt því sem ég hef séð hefur þetta eitthvað með magn kadmíums að gera. Við erum að bíða eftir frekari upplýsingum,“ segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, í samtali við Fréttablaðið. „Hér eru sumarfrí og við höfum því ekki náð að skoða þetta neitt frekar. Þetta er að öllum líkindum vegna einhverra snefilmælinga en það er misjafnt hvernig þetta er mælt á milli landa og hvaða útkoma kemur út úr því,“ segir Rolf. Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri markaðsstofu Matvælastofnunar (MAST), staðfestir að stofnuninni hafi borist erindi frá Rússlandi vegna Akraborgar. Í því komi ekkert nýtt fram umfram tilkynninguna á vef rússnesku systurstofnunarinnar. „Þetta snýst um að þeir greina kadmíum í afurðum frá þeim. Það eru ákveðin mörk fyrir því og þetta mál er til skoðunar hjá okkur og við reynum að meta hvernig þetta lítur út,“ segir Þorvaldur. Aðspurður segir hann ekki ákveðið hvort starfsmenn Matvælastofnunar verði sendir í eftirlitsferð og sýni tekin úr vörum Akraborgar hér á landi. „Við munum greina niðurstöður rannsóknanna frá Rússlandi og miða þær við þau mörk sem við vinnum eftir. Svo munum við bregðast við eftir því hvernig niðurstaðan verður úr þeirri skoðun okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira