Chaka Khan og SSSól á sérstakri opnunarhátíð Secret Solstice Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2017 13:15 Chaka Khan opnar Secret Solstice ásamt SSSól. myndvinnsla/garðar Drottning fönksins, Chaka Khan mun opna Secret Solstice-tónlistarhátíðina á veglegri opnunarhátíð sem haldin verður fimmtudaginn 15. júní, daginn áður en hátíðin hefst formlega. Verður þetta í fyrsta skipti sem sérstök opnunarhátíð er haldin fyrir hátíðina síðan hún var gangsett árið 2014. Á opnunarkvöldinu munu ásamt henni koma fram hin goðsagnakennda hljómsveit SSSól og stuðboltarnir í Fox Train Safari. „Ég elska Chaka Khan og hef dreymt um að spila með henni alla ævi, það er ótrúlegur heiður að vera að hita upp fyrir hana á opnunarhátíð Secret Solstice,” segir sjálfur forsprakki sveitarinnar SSSÓL, Helgi Björnsson. Bætist þetta kvöld því við dagskrá Secret Solstice sem inniheldur atriði á borð við Foo Fighters, The Prodigy, Rick Ross, Big Sean og fleiri. Einnig mun ameríski indíáninn og listamaðurinn JoaqoPelli blessa hátíðarsvæðið fyrir viðburðinn þannig að hátíðargestir geta skemmt sér á vernduðu svæðinu undir miðnætursólinni. Mikla athygli vakti það þegar Shaman Duran, andlegur leiðtogi frá Bandaríkjunum opnaði hátíðina árið 2015 en hann lagði blessun sína á hátíðarhöldin og uppskar mikinn fögnuð hátíðargesta. Sú hefð hefur tekið sér bólfestu hjá skipuleggjendum Secrte Solstice að tilkynna leynigest ár hvert og verður að sjálfsögðu engin undantekning á því í ár. Í fyrra var það Sister Sledge og árið fyrir það var það Busta Rhymes en atriðið verður ekki tilkynnt fyrr en daginn sem opnunarhátíðin fer fram. Leynigestur hátíðarinnar í ár mun koma fram á þessari opnunarhátíð. Eins og áður hefur komið fram mun opnunarhátíðin fara fram 15. júní og bætist það kvöld því við tónlistarhátíðina sjálfa, hátíðargestum að kostnaðarlausu. Mjög takmarkað upplag verður af miðum sem gilda einungis á opnunarhátíðina. Munu þeir miðar kosta 5.900 krónur á meðan þeir fást en aðeins verða tvö þúsund slíkir miðar verða í boði. Þá verður hægt að kaupa eftir klukkan 11:00 á morgun, 13. apríl í gegnum miðasöluvef tix.is. Miðar á tónlistarhátíðina sjálfa fást á heimasíðunni tix.is og secretsolstice.is. Vertu þú sjálfur með SSSól Tengdar fréttir Sjá um flutninga fyrir Secret Solstice TVG-Zimsen hefur samið um að sjá um alla flutninga fyrir Secret Solstice tónlistarhátíðina sem haldin verður dagana 16. til 18. júní í Reykjavík 17. mars 2017 21:15 Rick Ross, Big Sean og Chaka Khan koma fram á Secret Solstice 52 tónlistarmenn hafa bæst í hóp þeirra sem koma fram í Laugardalnum 16.-18. júní á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 28. febrúar 2017 20:17 Risanöfn úr tónlistarheiminum á Secret Solstice hátíðinni Eins og síðustu ár verða ýmis stór nöfn í boði á Secret Solstice hátíðinni í sumar. Þetta ár verður sérstaklega stórt í rappdeildinni en nokkrir af stærstu listamönnum heimsins munu mæta í Laugardalinn í sumar. Lífið fer hér yfir örlítið brot af þeim. 4. mars 2017 11:00 Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Drottning fönksins, Chaka Khan mun opna Secret Solstice-tónlistarhátíðina á veglegri opnunarhátíð sem haldin verður fimmtudaginn 15. júní, daginn áður en hátíðin hefst formlega. Verður þetta í fyrsta skipti sem sérstök opnunarhátíð er haldin fyrir hátíðina síðan hún var gangsett árið 2014. Á opnunarkvöldinu munu ásamt henni koma fram hin goðsagnakennda hljómsveit SSSól og stuðboltarnir í Fox Train Safari. „Ég elska Chaka Khan og hef dreymt um að spila með henni alla ævi, það er ótrúlegur heiður að vera að hita upp fyrir hana á opnunarhátíð Secret Solstice,” segir sjálfur forsprakki sveitarinnar SSSÓL, Helgi Björnsson. Bætist þetta kvöld því við dagskrá Secret Solstice sem inniheldur atriði á borð við Foo Fighters, The Prodigy, Rick Ross, Big Sean og fleiri. Einnig mun ameríski indíáninn og listamaðurinn JoaqoPelli blessa hátíðarsvæðið fyrir viðburðinn þannig að hátíðargestir geta skemmt sér á vernduðu svæðinu undir miðnætursólinni. Mikla athygli vakti það þegar Shaman Duran, andlegur leiðtogi frá Bandaríkjunum opnaði hátíðina árið 2015 en hann lagði blessun sína á hátíðarhöldin og uppskar mikinn fögnuð hátíðargesta. Sú hefð hefur tekið sér bólfestu hjá skipuleggjendum Secrte Solstice að tilkynna leynigest ár hvert og verður að sjálfsögðu engin undantekning á því í ár. Í fyrra var það Sister Sledge og árið fyrir það var það Busta Rhymes en atriðið verður ekki tilkynnt fyrr en daginn sem opnunarhátíðin fer fram. Leynigestur hátíðarinnar í ár mun koma fram á þessari opnunarhátíð. Eins og áður hefur komið fram mun opnunarhátíðin fara fram 15. júní og bætist það kvöld því við tónlistarhátíðina sjálfa, hátíðargestum að kostnaðarlausu. Mjög takmarkað upplag verður af miðum sem gilda einungis á opnunarhátíðina. Munu þeir miðar kosta 5.900 krónur á meðan þeir fást en aðeins verða tvö þúsund slíkir miðar verða í boði. Þá verður hægt að kaupa eftir klukkan 11:00 á morgun, 13. apríl í gegnum miðasöluvef tix.is. Miðar á tónlistarhátíðina sjálfa fást á heimasíðunni tix.is og secretsolstice.is. Vertu þú sjálfur með SSSól
Tengdar fréttir Sjá um flutninga fyrir Secret Solstice TVG-Zimsen hefur samið um að sjá um alla flutninga fyrir Secret Solstice tónlistarhátíðina sem haldin verður dagana 16. til 18. júní í Reykjavík 17. mars 2017 21:15 Rick Ross, Big Sean og Chaka Khan koma fram á Secret Solstice 52 tónlistarmenn hafa bæst í hóp þeirra sem koma fram í Laugardalnum 16.-18. júní á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 28. febrúar 2017 20:17 Risanöfn úr tónlistarheiminum á Secret Solstice hátíðinni Eins og síðustu ár verða ýmis stór nöfn í boði á Secret Solstice hátíðinni í sumar. Þetta ár verður sérstaklega stórt í rappdeildinni en nokkrir af stærstu listamönnum heimsins munu mæta í Laugardalinn í sumar. Lífið fer hér yfir örlítið brot af þeim. 4. mars 2017 11:00 Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Sjá um flutninga fyrir Secret Solstice TVG-Zimsen hefur samið um að sjá um alla flutninga fyrir Secret Solstice tónlistarhátíðina sem haldin verður dagana 16. til 18. júní í Reykjavík 17. mars 2017 21:15
Rick Ross, Big Sean og Chaka Khan koma fram á Secret Solstice 52 tónlistarmenn hafa bæst í hóp þeirra sem koma fram í Laugardalnum 16.-18. júní á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 28. febrúar 2017 20:17
Risanöfn úr tónlistarheiminum á Secret Solstice hátíðinni Eins og síðustu ár verða ýmis stór nöfn í boði á Secret Solstice hátíðinni í sumar. Þetta ár verður sérstaklega stórt í rappdeildinni en nokkrir af stærstu listamönnum heimsins munu mæta í Laugardalinn í sumar. Lífið fer hér yfir örlítið brot af þeim. 4. mars 2017 11:00