„Þetta er tekið bráðalvarlega“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. apríl 2017 19:30 Tilkynningum um mál, þar sem læknum yfirsést alvarleg veikindi barna, hefur fjölgað hjá embætti landlæknis undanfarin ár. Starfandi landlæknir segir slík tilfelli alltaf tekin alvarlega.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að ungt par hefði nýlega þurft að berjast fyrir læknisþjónustu fyrir dóttur sína, sem svo reyndist vera með heilahimnubólgu. Þeim hafði verið ráðlagt af nokkrum læknum að gefa barninu stíl, en hún endaði á gjörgæslu sökum þess hve seint heilahimnubólgan var greind. „Það kemur auðvitað alltaf illa við okkur þegar svona er. Og auðvitað dapurt að þegar þannig er að það er kannski ekki hlustað nægilega vel á foreldra. Því miður þá er hættan auðvitað miklu meiri þegar óreynt fólk er í framlínunni. Þetta er ekki algengt en þetta kemur fyrir, því miður, og þetta á helst ekki að koma fyrir,“ segir Leifur Bárðarson starfandi landlæknir. Tilkynningum um mál af þessum toga hefur fjölgað hjá Embætti landlæknis, sem Leifur segir jákvætt. Þannig sé tekið á málunum og þau sett í ákveðið ferli. „Það hefur farið mjög vaxandi núna síðustu ár. Menn eru orðnir mjög meðvitaðir um að það sé gott að skrá þetta og vinna úr þessu. Þetta er tekið bráðalvarlega og það er ekkert verið að sópa einu eða neinu undir teppið. Spítalarnir og stöðvarnar tilkynna til okkar alveg hreint hægri vinstri ef maður segir svo,“ segir Leifur. Hann hvetur foreldra til að veigra sér ekki við því að leita til læknis með veik börn. Oft sé ekki nóg að hringja. „Það er gríðarlega erfitt og vandasamt að greina eitthvað í gegnum síma og hættan er auðvitað alltaf sú að það komi ekki alveg fram í símtalinu það sem foreldrarnir eru að reyna að koma til skila. Þá er nú ágætt að hafa þessa einföldu reglu í huga að mestu sérfræðingarnir í börnum eru yfirleitt alltaf foreldrarnir. Það er að minnsta kosti mín reynsla sem gamall barnaskurðlæknir.“ Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Tilkynningum um mál, þar sem læknum yfirsést alvarleg veikindi barna, hefur fjölgað hjá embætti landlæknis undanfarin ár. Starfandi landlæknir segir slík tilfelli alltaf tekin alvarlega.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að ungt par hefði nýlega þurft að berjast fyrir læknisþjónustu fyrir dóttur sína, sem svo reyndist vera með heilahimnubólgu. Þeim hafði verið ráðlagt af nokkrum læknum að gefa barninu stíl, en hún endaði á gjörgæslu sökum þess hve seint heilahimnubólgan var greind. „Það kemur auðvitað alltaf illa við okkur þegar svona er. Og auðvitað dapurt að þegar þannig er að það er kannski ekki hlustað nægilega vel á foreldra. Því miður þá er hættan auðvitað miklu meiri þegar óreynt fólk er í framlínunni. Þetta er ekki algengt en þetta kemur fyrir, því miður, og þetta á helst ekki að koma fyrir,“ segir Leifur Bárðarson starfandi landlæknir. Tilkynningum um mál af þessum toga hefur fjölgað hjá Embætti landlæknis, sem Leifur segir jákvætt. Þannig sé tekið á málunum og þau sett í ákveðið ferli. „Það hefur farið mjög vaxandi núna síðustu ár. Menn eru orðnir mjög meðvitaðir um að það sé gott að skrá þetta og vinna úr þessu. Þetta er tekið bráðalvarlega og það er ekkert verið að sópa einu eða neinu undir teppið. Spítalarnir og stöðvarnar tilkynna til okkar alveg hreint hægri vinstri ef maður segir svo,“ segir Leifur. Hann hvetur foreldra til að veigra sér ekki við því að leita til læknis með veik börn. Oft sé ekki nóg að hringja. „Það er gríðarlega erfitt og vandasamt að greina eitthvað í gegnum síma og hættan er auðvitað alltaf sú að það komi ekki alveg fram í símtalinu það sem foreldrarnir eru að reyna að koma til skila. Þá er nú ágætt að hafa þessa einföldu reglu í huga að mestu sérfræðingarnir í börnum eru yfirleitt alltaf foreldrarnir. Það er að minnsta kosti mín reynsla sem gamall barnaskurðlæknir.“
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira