Bregðast þurfi strax við vaxandi fjölda banaslysa Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 12. apríl 2017 20:00 Árið 2016 var mjög slæmt ár í umferðinni hvað alvarleg slys og banaslys varðar og árið í ár lítur ekki vel út. Þetta segir sérfræðingur Samgöngustofu. Áhugaleysi á umferðaröryggismálum í samfélaginu og farsímanotkun skýri mikla fjölgun slysa. Samgöngustofa gaf í morgun út slysaskýrslu fyrir árið 2016. Þar kemur fram að 18 einstaklingar létu lífið í umferðinni í fyrra og hafa ekki svo margir látist í umferðinni frá árinu 2006. Þá fjölgaði alvarlega slösuðum í umferðinni í fyrra um 37, en þetta er aukning upp á 21 prósent á milli ára. Samandregin niðurstaða Samgöngustofu er skýr – árið 2016 var mjög slæmt ár í umferðinni.Aukin farsímanotkun við akstur Hvað skýrir þessa aukningu? „Það er ekkert einhlítt svar í rauninni við því. En það má segja að það hafi verið svona á undanförnum árum ákveðið áhugaleysi í samfélaginu varðandi umferðaröryggismál. Það er nú reyndar sem betur fer að verða ákveðin breyting þar á,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu. Þá sé hluti af skýringunni aukin notkun farsíma við akstur, eða að keyra undir áhrifum farsíma eins og Einar orðar það. „Það eru fjöldi rannsókna sem að sýna fram á það að það verða sambærileg áhrif við þessa truflun sem verður á athygli þinni sökum farsímanotkunar, eins og það að þú sért undir áhrifum vímuefna,“ segir Einar.Bregðast þurfi strax við Samgöngustofa telur að bregðast þurfi strax við vaxandi fjölda banaslysa og undirbýr nú sérstakt átak þar sem sérstök áhersla verður lögð á notkun farsíma í umferðinni og öryggi erlendra ferðamanna. Samkvæmt skýrslunni eru langstærstur hluti þeirra sem láta lífið eða slasast í umferðinni Íslendingar – eða 70 til 78 prósent. Erlendir ferðamenn á bilinu 11 til 22 prósent. „Og við sjáum þetta líka bara í annarri tölfræði varðandi slysin, það eru í flestum tilvikum Íslendingar. Og það er ekki hægt að koma sök á aðra en okkur sjálf í þessum efnum,“ segir Einar. 2017 lítur illa út Hvernig hefur árið 2017 farið af stað hvað alvarleg slys og banaslys varðar? „Ég get ekki látið uppi tölfræði í þeim efnum. En það lítur ekki vel út. Það er alveg óhætt að segja það.“ Áframhald af því sem við sáum árið 2016? „Já, að minnsta kosti,“ segir Einar. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Árið 2016 var mjög slæmt ár í umferðinni hvað alvarleg slys og banaslys varðar og árið í ár lítur ekki vel út. Þetta segir sérfræðingur Samgöngustofu. Áhugaleysi á umferðaröryggismálum í samfélaginu og farsímanotkun skýri mikla fjölgun slysa. Samgöngustofa gaf í morgun út slysaskýrslu fyrir árið 2016. Þar kemur fram að 18 einstaklingar létu lífið í umferðinni í fyrra og hafa ekki svo margir látist í umferðinni frá árinu 2006. Þá fjölgaði alvarlega slösuðum í umferðinni í fyrra um 37, en þetta er aukning upp á 21 prósent á milli ára. Samandregin niðurstaða Samgöngustofu er skýr – árið 2016 var mjög slæmt ár í umferðinni.Aukin farsímanotkun við akstur Hvað skýrir þessa aukningu? „Það er ekkert einhlítt svar í rauninni við því. En það má segja að það hafi verið svona á undanförnum árum ákveðið áhugaleysi í samfélaginu varðandi umferðaröryggismál. Það er nú reyndar sem betur fer að verða ákveðin breyting þar á,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu. Þá sé hluti af skýringunni aukin notkun farsíma við akstur, eða að keyra undir áhrifum farsíma eins og Einar orðar það. „Það eru fjöldi rannsókna sem að sýna fram á það að það verða sambærileg áhrif við þessa truflun sem verður á athygli þinni sökum farsímanotkunar, eins og það að þú sért undir áhrifum vímuefna,“ segir Einar.Bregðast þurfi strax við Samgöngustofa telur að bregðast þurfi strax við vaxandi fjölda banaslysa og undirbýr nú sérstakt átak þar sem sérstök áhersla verður lögð á notkun farsíma í umferðinni og öryggi erlendra ferðamanna. Samkvæmt skýrslunni eru langstærstur hluti þeirra sem láta lífið eða slasast í umferðinni Íslendingar – eða 70 til 78 prósent. Erlendir ferðamenn á bilinu 11 til 22 prósent. „Og við sjáum þetta líka bara í annarri tölfræði varðandi slysin, það eru í flestum tilvikum Íslendingar. Og það er ekki hægt að koma sök á aðra en okkur sjálf í þessum efnum,“ segir Einar. 2017 lítur illa út Hvernig hefur árið 2017 farið af stað hvað alvarleg slys og banaslys varðar? „Ég get ekki látið uppi tölfræði í þeim efnum. En það lítur ekki vel út. Það er alveg óhætt að segja það.“ Áframhald af því sem við sáum árið 2016? „Já, að minnsta kosti,“ segir Einar.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira