Svona á að ráðleggja túristunum okkar Guðný Hrönn skrifar 9. júní 2017 07:00 Nína Hjördís veit hvernig á að leiðbeina túristum á Íslandi. Mynd/Håkon Broder Lund Markmið vefsins Travelade er að svala ólíkum þörfum túrista og Lífið leitaði til Nínu Hjördísar Þorkelsdóttur, ritstjóra vefsins, og spurði um hvað ætti að ráðleggja ferðamönnum á Íslandi.1. Mæltu með einhverju sem samræmist áhugasviði þeirraFerðafólk er að sjálfsögðu ólíkt innbyrðis, með ólík áhugamál og lífsviðhorf. Ekki draga þá ályktun að allir ferðamenn vilji gera það sama, spurðu þá um áhugamál þeirra áður en þú mælir með einhverju.2. Ekki gleyma að minnast á einbreiðu brýrnarÞað getur verið vandasamt að keyra á Íslandi. Einbreiðar brýr eru þekktar slysagildrur og algengari hér á landi en annars staðar. Erlendir ferðamenn hafa lent í slysum vegna óvarkárni við akstur yfir slíkar brýr. Svo er ekki úr vegi að minnast á að það er stórhættulegt að stoppa bíl á miðjum þjóðveginum, hvort sem það er til þess að ná ljósmynd eða fá sér ferskt loft.3. Segðu þeim leyndarmálOffjölgun ferðamanna hefur verið til umræðu upp á síðkastið og margir helstu ferðamannastaðir landsins eru orðnir yfirfullir. Af hverju ekki að mæla með einhverri lítt þekktri perlu?4. Mæltu með einhverju sem er ókeypisVerðlag á Íslandi er umkvörtunarefni margra túrista. Mín reynsla er sú að ferðafólk fari gjarnan í dýrar skoðunarferðir í staðinn fyrir að gera eitthvað sem kostar ekki neitt. Til dæmis er fullt af heitum náttúrulaugum á Íslandi sem gaman er að baða sig í og fjöllum sem æðislegt er að ganga á – alveg ókeypis.5. Ekki telja ferðafólki trú um að það sé hlýtt á ÍslandiÉg hef stundum heyrt Íslendinga fullyrða, í samtali við ferðamenn, að það sé ekkert rosalega kalt á Íslandi. Þótt það sé rjómablíða í borginni getur verið ískalt annars staðar á landinu, sérstaklega uppi á hálendinu. Það getur verið stórhættulegt að vera illa klæddur á fjöllum, líka á sumrin.6. Bentu þeim á að ganga snyrtilega um náttúrunaSvo má endilega ráða fólki frá því að ganga örna sinna úti í náttúrunni, það er auðvitað óásættanlegt.Það vill enginn enda á djamminu í Gore-Tex jakka!7. Kenndu þeim að klæða sigÉg hef oft lent í því að hitta ungt fólk á ferðalagi um Ísland sem er í algjörum mínus yfir því að hafa bara tekið með sér útivistarföt en engin „venjuleg“ föt. Ég hitti meðal annars stelpu um daginn sem sagði að henni hefði liðið eins og hálfvita þegar hún fór á tónleika í Reykjavík í Gore-Tex jakkanum sínum.8. Blandaðu geðiÞað getur verið mjög forvitnilegt að lenda á kjaftatörn við ferðamenn og kynnast því hvernig þeir upplifa landið. Mörgum þeirra finnst heldur ekki ónýtt að kynnast heimamönnum.9. Segðu þeim að sleppa myndavélinniÞað er allt öðruvísi að njóta náttúrunnar þegar maður er ekki í sífellu að reyna að ná góðum ljósmyndum. Mér finnst sniðugt að ráðleggja ferðamönnum að prófa að sleppa því að taka myndavélina/símann með í heilan dag og upplifa frelsið sem því fylgir.10. Ráðleggðu þeim að drekka kranavatnSumir útlendingar kaupa vatn á flösku á Íslandi og gera sér ekki grein fyrir gæðum hins íslenska kranavatns. Það er um að gera að benda þeim á að kranavatn á Íslandi er tandurhreint og því algjör óþarfi að eyða peningum í vatn á flöskum. Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Markmið vefsins Travelade er að svala ólíkum þörfum túrista og Lífið leitaði til Nínu Hjördísar Þorkelsdóttur, ritstjóra vefsins, og spurði um hvað ætti að ráðleggja ferðamönnum á Íslandi.1. Mæltu með einhverju sem samræmist áhugasviði þeirraFerðafólk er að sjálfsögðu ólíkt innbyrðis, með ólík áhugamál og lífsviðhorf. Ekki draga þá ályktun að allir ferðamenn vilji gera það sama, spurðu þá um áhugamál þeirra áður en þú mælir með einhverju.2. Ekki gleyma að minnast á einbreiðu brýrnarÞað getur verið vandasamt að keyra á Íslandi. Einbreiðar brýr eru þekktar slysagildrur og algengari hér á landi en annars staðar. Erlendir ferðamenn hafa lent í slysum vegna óvarkárni við akstur yfir slíkar brýr. Svo er ekki úr vegi að minnast á að það er stórhættulegt að stoppa bíl á miðjum þjóðveginum, hvort sem það er til þess að ná ljósmynd eða fá sér ferskt loft.3. Segðu þeim leyndarmálOffjölgun ferðamanna hefur verið til umræðu upp á síðkastið og margir helstu ferðamannastaðir landsins eru orðnir yfirfullir. Af hverju ekki að mæla með einhverri lítt þekktri perlu?4. Mæltu með einhverju sem er ókeypisVerðlag á Íslandi er umkvörtunarefni margra túrista. Mín reynsla er sú að ferðafólk fari gjarnan í dýrar skoðunarferðir í staðinn fyrir að gera eitthvað sem kostar ekki neitt. Til dæmis er fullt af heitum náttúrulaugum á Íslandi sem gaman er að baða sig í og fjöllum sem æðislegt er að ganga á – alveg ókeypis.5. Ekki telja ferðafólki trú um að það sé hlýtt á ÍslandiÉg hef stundum heyrt Íslendinga fullyrða, í samtali við ferðamenn, að það sé ekkert rosalega kalt á Íslandi. Þótt það sé rjómablíða í borginni getur verið ískalt annars staðar á landinu, sérstaklega uppi á hálendinu. Það getur verið stórhættulegt að vera illa klæddur á fjöllum, líka á sumrin.6. Bentu þeim á að ganga snyrtilega um náttúrunaSvo má endilega ráða fólki frá því að ganga örna sinna úti í náttúrunni, það er auðvitað óásættanlegt.Það vill enginn enda á djamminu í Gore-Tex jakka!7. Kenndu þeim að klæða sigÉg hef oft lent í því að hitta ungt fólk á ferðalagi um Ísland sem er í algjörum mínus yfir því að hafa bara tekið með sér útivistarföt en engin „venjuleg“ föt. Ég hitti meðal annars stelpu um daginn sem sagði að henni hefði liðið eins og hálfvita þegar hún fór á tónleika í Reykjavík í Gore-Tex jakkanum sínum.8. Blandaðu geðiÞað getur verið mjög forvitnilegt að lenda á kjaftatörn við ferðamenn og kynnast því hvernig þeir upplifa landið. Mörgum þeirra finnst heldur ekki ónýtt að kynnast heimamönnum.9. Segðu þeim að sleppa myndavélinniÞað er allt öðruvísi að njóta náttúrunnar þegar maður er ekki í sífellu að reyna að ná góðum ljósmyndum. Mér finnst sniðugt að ráðleggja ferðamönnum að prófa að sleppa því að taka myndavélina/símann með í heilan dag og upplifa frelsið sem því fylgir.10. Ráðleggðu þeim að drekka kranavatnSumir útlendingar kaupa vatn á flösku á Íslandi og gera sér ekki grein fyrir gæðum hins íslenska kranavatns. Það er um að gera að benda þeim á að kranavatn á Íslandi er tandurhreint og því algjör óþarfi að eyða peningum í vatn á flöskum.
Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“