Svalasta fjölskylda landsins riggar upp rokktónleikum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júní 2017 16:30 Flott fjölskylda hér á ferð. Hjónin Sólný Pálsdóttir og Sveinn Ari Guðjónsson frá Grindavík kynntust í hljómsveit á framhaldsskólaárunum og eiga nú fimm syni. Fjölskyldan, sem er stundum kölluð Mánahraunsrokkararnir, er afar tónelsk og gerir sér lítið fyrir og riggar upp rokktónlistarveislu um komandi helgi í Grindavík, á bæjarhátíðinni Sjóaranum síkáta. Verða bönd eins Pink Floyd, Marillon, Yes og Queen höfð í hávegum en auk þeirra nýrra efni í bland. Er þetta í annað skiptið sem fjölskyldan blæs til slíkra rokktónleika en í fyrra rokkuðu þau í Grindavíkurkirkju við góðan orðstýr. Nú dugir hinsvegar ekkert minna en íþóttahús bæjarins undir herlegheitin. „Hugmyndin að baki þessa framtaks er er dálítið skemmtileg en hún kviknaði í kjölfar útskriftarferðar elsta sonar okkar, Guðjóns, er hann lauk námi við Verslunarskólann. Í stað þess að fara í hefðbundna útskriftarferð með félögunum fann hann siglingu á Facebooksíðu hljómsveitarinnar „Yes“ um Karabískahafið. Hún ber heitið Cruise to the edge og er svona sigling þar sem tónlistin er í hávegum höfð og stór bönd í bland við áhugafólk troða upp,“ útskýrir Sólný. Hún segir þau hafa tekið vel í hugmyndina enda ekki annað hægt. „Guðjón er alinn upp við þessa tónlist og ákvað nú væri kominn tími til að kynna foreldra sína nýjum böndum innan tónlistarstefnunnar og þannig lokaði hann hringnum. Áhugamenn fá tækifæri til að stíga á stokk í prógramminu en þurfa til þess að senda inn prufur. Guðjón sendi strax inn og lét okkur ekki vera fyrr en við sendum líka. Það var því dálítil spenna hér á heimilinu undir lokin og þegar niðurstöður fóru að detta í hús og gleðin ómæld þegar það kom í ljós að við værum öll inni,“ segir hún glaðlega.Vöktu mikla athygli Úr varð að þau fóru utan og vöktu sannarlega athygli meðal samferðamanna og ekki hvað síst umsjónarmannanna, sem vissu ekki um fjölskyldutengslin fyrr en á hólminn var komið. Það þótti býsna óvenjulegt að svo margir úr sömu fjölskyldunni skyldu komast í gegn. „Þetta gekk svo vel og var svo ótrúlega gaman. Ótrúleg upplifun fyrir að fá að spila með frábæru fólki allsstaðar af úr heiminum, þekkta og áhugamenn. Ég tók til dæmis uppáhaldslagið mitt Changes með Yes vitandi af söngvara bandsins í salnum,“ segir hún og skellir uppúr. „Öll ferðin snerist bara um tónlist og fá að spila með ýmiskonar tónlistarfólki að okkur fannst ekki annað koma til greina en að prófa þetta í okkar heimabæ,“ útskýrir Sólný og viðurkennir að þau séu orðin verulega spennt fyrir sunnudeginum. Tónleikarnir, sem slá botninn í hátíðarhöldin á sunnudag, verða uppfullir af flottu tónlistarfólki auk fiðluleikara frá Bandaríkjunum og gítarleikari frá Kanada sem þau einmitt kynntust í siglingunni. Hefjast leikar klukkan 17.00. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Hjónin Sólný Pálsdóttir og Sveinn Ari Guðjónsson frá Grindavík kynntust í hljómsveit á framhaldsskólaárunum og eiga nú fimm syni. Fjölskyldan, sem er stundum kölluð Mánahraunsrokkararnir, er afar tónelsk og gerir sér lítið fyrir og riggar upp rokktónlistarveislu um komandi helgi í Grindavík, á bæjarhátíðinni Sjóaranum síkáta. Verða bönd eins Pink Floyd, Marillon, Yes og Queen höfð í hávegum en auk þeirra nýrra efni í bland. Er þetta í annað skiptið sem fjölskyldan blæs til slíkra rokktónleika en í fyrra rokkuðu þau í Grindavíkurkirkju við góðan orðstýr. Nú dugir hinsvegar ekkert minna en íþóttahús bæjarins undir herlegheitin. „Hugmyndin að baki þessa framtaks er er dálítið skemmtileg en hún kviknaði í kjölfar útskriftarferðar elsta sonar okkar, Guðjóns, er hann lauk námi við Verslunarskólann. Í stað þess að fara í hefðbundna útskriftarferð með félögunum fann hann siglingu á Facebooksíðu hljómsveitarinnar „Yes“ um Karabískahafið. Hún ber heitið Cruise to the edge og er svona sigling þar sem tónlistin er í hávegum höfð og stór bönd í bland við áhugafólk troða upp,“ útskýrir Sólný. Hún segir þau hafa tekið vel í hugmyndina enda ekki annað hægt. „Guðjón er alinn upp við þessa tónlist og ákvað nú væri kominn tími til að kynna foreldra sína nýjum böndum innan tónlistarstefnunnar og þannig lokaði hann hringnum. Áhugamenn fá tækifæri til að stíga á stokk í prógramminu en þurfa til þess að senda inn prufur. Guðjón sendi strax inn og lét okkur ekki vera fyrr en við sendum líka. Það var því dálítil spenna hér á heimilinu undir lokin og þegar niðurstöður fóru að detta í hús og gleðin ómæld þegar það kom í ljós að við værum öll inni,“ segir hún glaðlega.Vöktu mikla athygli Úr varð að þau fóru utan og vöktu sannarlega athygli meðal samferðamanna og ekki hvað síst umsjónarmannanna, sem vissu ekki um fjölskyldutengslin fyrr en á hólminn var komið. Það þótti býsna óvenjulegt að svo margir úr sömu fjölskyldunni skyldu komast í gegn. „Þetta gekk svo vel og var svo ótrúlega gaman. Ótrúleg upplifun fyrir að fá að spila með frábæru fólki allsstaðar af úr heiminum, þekkta og áhugamenn. Ég tók til dæmis uppáhaldslagið mitt Changes með Yes vitandi af söngvara bandsins í salnum,“ segir hún og skellir uppúr. „Öll ferðin snerist bara um tónlist og fá að spila með ýmiskonar tónlistarfólki að okkur fannst ekki annað koma til greina en að prófa þetta í okkar heimabæ,“ útskýrir Sólný og viðurkennir að þau séu orðin verulega spennt fyrir sunnudeginum. Tónleikarnir, sem slá botninn í hátíðarhöldin á sunnudag, verða uppfullir af flottu tónlistarfólki auk fiðluleikara frá Bandaríkjunum og gítarleikari frá Kanada sem þau einmitt kynntust í siglingunni. Hefjast leikar klukkan 17.00.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira