Ópera sem fjallar um dómhörkuna á Twitter Benedikt Bóas skrifar 6. mars 2017 07:00 Ingunn Lára Kristjánsdóttir fékk sjö milljón króna styrk frá Rannís í verkefnið og var verkið eina óperan í ár. vísir/vilhelm „Án þess að gefa of mikið upp um söguna þá er ég að skoða smánun og skömm á netinu sem hefur verið mikil upp á síðkastið þar sem fólk virðist koma saman til að brjóta niður eina manneskju á samfélagsmiðlum,“ segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir sem skrifar nú óperu af nýrri tegund. Gestir geta haft sitt að segja um söguþráðinn og tíst um sýninguna á meðan á henni stendur. Rauði þráðurinn er þó dómharkan á netinu og mun Ingunn Lára birta tíst þar sem náunginn er níddur niður. „Þetta er ekki bara um samfélagsmiðla, þetta er um persónur, sambönd, lífið sjálft og raunveruleikann en í gegnum samfélagsmiðla. Svo fannst mér svolítil andstæða að vera með óperu, sem er yfirleitt svo dramatísk en mér finnst það frábært tónlistarform.“ Ingunn Lára sem er 24 ára hefur engan bakgrunn í óperum. Hún er lærður leikari frá Bretlandi og stundar nú mastersnám í ritlist. Hún hefur verið að finna sig betur á bak við tjöldin og skrifaði þrjú verk sem voru sýnd í fyrra. Hún hefur rætt við lögfræðinga um höfundarlögin, kynnt sér þau sjálf og setið mörg málþing um þau. Niðurstaðan var að hún má taka tíst og nota þau í sýningunni sinni. Og hún er ekki sátt við hvernig umræðan er á netinu. „Fólk virðist elska að misskilja, dæma strax og allir virðast elska að taka þátt í niðurrifinu. Twitter er nánast orðinn eins og ný hegningarlög. Í vikunni fór myndband af fólki að hafa samfarir á skemmtistað af stað á milli fólks. Slíkt er auðvitað svo siðferðislega rangt, bæði að horfa og deila því en það gerist engu að síður. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif þetta hefur á annað fólk því það er með skjá fyrir framan sig.“ Alþýðuóperan mun framleiða verkið og breska nýstirnið Michael Betteridge semur tónlistina. Og þó verkið sé varla komið úr startholunum er áhuginn á því mikill. „Þetta er alltaf að fara lengra og lengra. Það er töluverður áhugi frá Bretlandi, bæði frá Manchester og London. Þá vill Hull, sem verður menningarborg Evrópu á næsta ári setja okkur upp. Þetta er fyrsta óperan af þessu tagi og þó áhuginn sé mikill utan frá verður verkið frumsýnt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
„Án þess að gefa of mikið upp um söguna þá er ég að skoða smánun og skömm á netinu sem hefur verið mikil upp á síðkastið þar sem fólk virðist koma saman til að brjóta niður eina manneskju á samfélagsmiðlum,“ segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir sem skrifar nú óperu af nýrri tegund. Gestir geta haft sitt að segja um söguþráðinn og tíst um sýninguna á meðan á henni stendur. Rauði þráðurinn er þó dómharkan á netinu og mun Ingunn Lára birta tíst þar sem náunginn er níddur niður. „Þetta er ekki bara um samfélagsmiðla, þetta er um persónur, sambönd, lífið sjálft og raunveruleikann en í gegnum samfélagsmiðla. Svo fannst mér svolítil andstæða að vera með óperu, sem er yfirleitt svo dramatísk en mér finnst það frábært tónlistarform.“ Ingunn Lára sem er 24 ára hefur engan bakgrunn í óperum. Hún er lærður leikari frá Bretlandi og stundar nú mastersnám í ritlist. Hún hefur verið að finna sig betur á bak við tjöldin og skrifaði þrjú verk sem voru sýnd í fyrra. Hún hefur rætt við lögfræðinga um höfundarlögin, kynnt sér þau sjálf og setið mörg málþing um þau. Niðurstaðan var að hún má taka tíst og nota þau í sýningunni sinni. Og hún er ekki sátt við hvernig umræðan er á netinu. „Fólk virðist elska að misskilja, dæma strax og allir virðast elska að taka þátt í niðurrifinu. Twitter er nánast orðinn eins og ný hegningarlög. Í vikunni fór myndband af fólki að hafa samfarir á skemmtistað af stað á milli fólks. Slíkt er auðvitað svo siðferðislega rangt, bæði að horfa og deila því en það gerist engu að síður. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif þetta hefur á annað fólk því það er með skjá fyrir framan sig.“ Alþýðuóperan mun framleiða verkið og breska nýstirnið Michael Betteridge semur tónlistina. Og þó verkið sé varla komið úr startholunum er áhuginn á því mikill. „Þetta er alltaf að fara lengra og lengra. Það er töluverður áhugi frá Bretlandi, bæði frá Manchester og London. Þá vill Hull, sem verður menningarborg Evrópu á næsta ári setja okkur upp. Þetta er fyrsta óperan af þessu tagi og þó áhuginn sé mikill utan frá verður verkið frumsýnt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00