Lögin til skoðunar vegna áforma HB Granda Svavar Hávarðsson skrifar 20. apríl 2017 07:00 Tvær greinar fiskveiðistjórnunarlaganna eru til skoðunar vegna áforma HB Granda á Akranesi. vísir/eyþór Áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrirtækisins vinnuna, hafa orðið til þess að viss ákvæði laga um stjórn fiskveiða eru til skoðunar innan stjórnkerfisins. Undir er fyrsta grein fiskveiðistjórnunarlaganna, en þar segir meðal annars að lögin eigi að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Undir liggur að andi fiskveiðistjórnunarlaganna er byggðafesta og því var einnig sett ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, staðfestir að þetta samtal eigi sér stað þessa dagana. Skagamálið dragi fram mikilvægi þess að allt fyrsta ákvæði laganna sé virkt, en ekki aðeins hluti þess. Það sé ekki óeðlilegt að menn spyrji sig hvenær jafnvægi milli hagræðingar innan greinarinnar og byggðafestu sé komið í uppnám – og áform HB Granda á Akranesi dragi þetta skýrt fram.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherraAðspurð hvort málið sé komið svo langt að lagabreyting sé íhuguð segir hún svo ekki vera. „Það á ekki að vera óþægilegt fyrir neinn að þessi mál séu rædd yfirvegað og opinskátt. Það er alveg ljóst að HB Grandamálið dregur mjög skýrt fram það óöryggi sem fiskvinnslufólk býr við og það á líka við um afleidd störf sem treysta á útgerðina. Ég benti á þetta eftir tíu vikna sjómannaverkfall,“ segir Þorgerður. „Samfélagsleg ábyrgð er rík þegar kemur að öllum atvinnugreinum og ekki síst í sjávarútvegi. Við erum að fylgjast með því sem gerist á Akranesi og ég fagna því að Faxaflóahafnir taka af allan vafa um vilja sinn til að byggja upp hafnaraðstöðuna. Svo verðum við að sjá hvað HB Grandamenn gera.“ Þorgerður segir afar mikilvægt að sjávarútvegurinn fái að blómstra áfram, en taka verði tillit til samfélagslegra sjónarmiða um leið. Það jafnvægi sé á ábyrgð stjórnmálanna en líka þeirra sem reka fyrirtækin. „Ég mun á næstunni skipa þverpólitíska nefnd sem á að finna fyrirkomulag varðandi gjaldtöku í sjávarútvegi. Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónarmiða einnig,“ segir Þorgerður. Heimildir Fréttablaðsins herma að Skagamálið hafi vissulega ýtt við málinu, en rúmlega árs gamall hæstaréttardómur þar sem Vestmannaeyjabær tapaði máli sem ógilda átti samning Síldarvinnslunnar á Neskaupstað um kaup á útgerðarfélaginu Bergi/Hugin í Vestmannaeyjum, þrýsti einnig á. Þá hafi verið ljóst að forkaupsrétturinn er ekki fyrir hendi og lögin haldi ekki eins og þau voru hugsuð á sínum tíma hvað það varðar heldur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrirtækisins vinnuna, hafa orðið til þess að viss ákvæði laga um stjórn fiskveiða eru til skoðunar innan stjórnkerfisins. Undir er fyrsta grein fiskveiðistjórnunarlaganna, en þar segir meðal annars að lögin eigi að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Undir liggur að andi fiskveiðistjórnunarlaganna er byggðafesta og því var einnig sett ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, staðfestir að þetta samtal eigi sér stað þessa dagana. Skagamálið dragi fram mikilvægi þess að allt fyrsta ákvæði laganna sé virkt, en ekki aðeins hluti þess. Það sé ekki óeðlilegt að menn spyrji sig hvenær jafnvægi milli hagræðingar innan greinarinnar og byggðafestu sé komið í uppnám – og áform HB Granda á Akranesi dragi þetta skýrt fram.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherraAðspurð hvort málið sé komið svo langt að lagabreyting sé íhuguð segir hún svo ekki vera. „Það á ekki að vera óþægilegt fyrir neinn að þessi mál séu rædd yfirvegað og opinskátt. Það er alveg ljóst að HB Grandamálið dregur mjög skýrt fram það óöryggi sem fiskvinnslufólk býr við og það á líka við um afleidd störf sem treysta á útgerðina. Ég benti á þetta eftir tíu vikna sjómannaverkfall,“ segir Þorgerður. „Samfélagsleg ábyrgð er rík þegar kemur að öllum atvinnugreinum og ekki síst í sjávarútvegi. Við erum að fylgjast með því sem gerist á Akranesi og ég fagna því að Faxaflóahafnir taka af allan vafa um vilja sinn til að byggja upp hafnaraðstöðuna. Svo verðum við að sjá hvað HB Grandamenn gera.“ Þorgerður segir afar mikilvægt að sjávarútvegurinn fái að blómstra áfram, en taka verði tillit til samfélagslegra sjónarmiða um leið. Það jafnvægi sé á ábyrgð stjórnmálanna en líka þeirra sem reka fyrirtækin. „Ég mun á næstunni skipa þverpólitíska nefnd sem á að finna fyrirkomulag varðandi gjaldtöku í sjávarútvegi. Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónarmiða einnig,“ segir Þorgerður. Heimildir Fréttablaðsins herma að Skagamálið hafi vissulega ýtt við málinu, en rúmlega árs gamall hæstaréttardómur þar sem Vestmannaeyjabær tapaði máli sem ógilda átti samning Síldarvinnslunnar á Neskaupstað um kaup á útgerðarfélaginu Bergi/Hugin í Vestmannaeyjum, þrýsti einnig á. Þá hafi verið ljóst að forkaupsrétturinn er ekki fyrir hendi og lögin haldi ekki eins og þau voru hugsuð á sínum tíma hvað það varðar heldur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira