Lífið

Hönnunarsafnið hlaut íslenska leirmuni að gjöf

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Gjöfin gerir leirmunasafnið að einu stærsta söfnunarsviðinu sem Hönnunarsafnið varðveitir í dag, að sögn Hörpu Þórsdóttur.
Gjöfin gerir leirmunasafnið að einu stærsta söfnunarsviðinu sem Hönnunarsafnið varðveitir í dag, að sögn Hörpu Þórsdóttur.
Íslenskt leirmunasafn var nýlega fært Hönnunarsafni Íslands að gjöf frá Bláa lóninu.  Leirmunasafnið samanstendur af fjölbreyttu úrvali muna eftir nánast alla íslenska og erlenda leirlistamenn sem starfað hafa hér á landi.

Safnið sem var í eigu einkaaðila inniheldur um 1.500 muni frá upphafi leirlistar og leirmunagerðar á Íslandi á 4. áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Meðal þeirra eru verk eftir Guðmund frá Miðdal og Listvinahúsið, Ragnar Kjartansson, Funa, Hauk Dór, Steinunni Marteinsdóttur, Koggu, Kristínu Ísleifsdóttur, Dieter Roth og fleiri listamenn. Þannig að segja má að sögu íslenskrar leirlistar megi lesa í gegnum safnið.

Harpa Þórsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands veitti mununum móttöku og var það eitt af síðustu embættisverkum hennar áður en hún hóf störf sem safnstjóri Listasafns Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.