„Raunveruleikinn blasir við okkur og hann er ekki skemmtilegur“ Aron Ingi Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2017 10:11 Gunnlaugur Grettisson. vísir/óskar p. friðriksson Gunnlaugur Grettisson framkvæmdastjóri Sæferða segir að miklar líkur séu á að ferjan Baldur muni ekki sigla meira á þessu ári. Hann segir að ekki sé inni í myndinni að fá aðra ferju til að þjónusta þessa siglingaleið. Bæði sé verkefnið svo lítið og að aðrar ferjur liggi einfaldlega ekki lausar. „Þegar svona óvænt tjón kemur upp, þá er í fá hús að vernda. Áætlaður viðgerðartími hefur breyst svolítið að undanförnu, miðað við bjartsýnustu spár þá leit þetta út fyrir að geta verið þrjár til fjórar vikur, svo kom í ljós að það gæti tekið lengri tíma, eða sex til átta vikur. Nú lítur þetta út fyrir að verða ekki fyrr en í byrjun janúar," segir Gunnlaugur.Erfitt við að eiga í jólafríi „Þetta liggur þó ekki alveg fyrir og þetta er háð ákveðnum breytum. En til þess að fólk sé ekki með óraunhæfar væntingar þá gefum við út að við munum ekki sigla meira á þessu ári. Það eru fimm vikur fram að áramótum og það er erfitt við þetta að eiga þegar það er jólafrí.“ Gunnlaugur segir að unnið sé af miklum þunga og ekkert hik sé á því að koma skipinu aftur í þjónustu. „Núna verður vélin tekin úr skipinu og farið með hana inn á verkstæðið hjá Framtak sem eru okkar sérfræðingar og þekkja vel til málanna. Þar verður hún tekin upp og ráðgert er að hún verði sett saman aftur um miðjan desember mánuð. Svo þarf að koma í ljós hvað það tekur langan tíma að setja hana í og stilla hana aftur, þannig vinna tekur alltaf einhvern tíma. Það er alveg skelfilegt að þetta gerist núna eins og komið hefur fram. Við vorum að vona að færð yrði betri, það er það sem er erfiðast fyrir okkur að geta ekki þjónustað okkur bestu viðskiptavini, einstaklinga og flutningafyrirtæki. En það eru engar aðrar lausnir en að gera við og vonast til að koma skipinu sem fyrst út aftur.“Endurnýjun á teikniborðinu Gunnlaugur segir að tíminn nú sé einnig notaður í að huga að öðrum þáttum í skipinu. „Allir starfsmenn eru að huga að öðru viðhaldi og laga það sem hægt er að laga, það eru allar hendur á fullu í þessu. Um leið og við vitum meira um viðgerðartímann munum við senda út tilkynningu, en þetta lítur ekki vel út. Raunveruleikinn blasir við okkur og hann er ekki skemmtilegur.“ Aðspurður um hvort komið hafi til tals að undanförnu að endurnýja ferjuna Baldur segir Gunnlaugur að það verði skoðað fljótlega. „Verkefnið okkar er alltaf að reyna að sjá hvernig við getum þjónustað þetta sem best og með hvaða skipakosti, en það eru ekki nema þrjú ár síðan þetta skip kom inn í þennan rekstur. En við skoðum alltaf hvernig getum við gert þetta með hagkvæmari hætti, við munum skoða hvort það þurfi að endurnýja skipið fljótlega eftir að það er komið aftur í þjónustu.“ Tengdar fréttir Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52 Hugsanlegt að Baldur sigli ekki meira á árinu Sérfræðingar telja nauðsynlegt að taka vélina úr Baldri og flytja hana á verkstæði Framtaks. 27. nóvember 2017 09:46 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Gunnlaugur Grettisson framkvæmdastjóri Sæferða segir að miklar líkur séu á að ferjan Baldur muni ekki sigla meira á þessu ári. Hann segir að ekki sé inni í myndinni að fá aðra ferju til að þjónusta þessa siglingaleið. Bæði sé verkefnið svo lítið og að aðrar ferjur liggi einfaldlega ekki lausar. „Þegar svona óvænt tjón kemur upp, þá er í fá hús að vernda. Áætlaður viðgerðartími hefur breyst svolítið að undanförnu, miðað við bjartsýnustu spár þá leit þetta út fyrir að geta verið þrjár til fjórar vikur, svo kom í ljós að það gæti tekið lengri tíma, eða sex til átta vikur. Nú lítur þetta út fyrir að verða ekki fyrr en í byrjun janúar," segir Gunnlaugur.Erfitt við að eiga í jólafríi „Þetta liggur þó ekki alveg fyrir og þetta er háð ákveðnum breytum. En til þess að fólk sé ekki með óraunhæfar væntingar þá gefum við út að við munum ekki sigla meira á þessu ári. Það eru fimm vikur fram að áramótum og það er erfitt við þetta að eiga þegar það er jólafrí.“ Gunnlaugur segir að unnið sé af miklum þunga og ekkert hik sé á því að koma skipinu aftur í þjónustu. „Núna verður vélin tekin úr skipinu og farið með hana inn á verkstæðið hjá Framtak sem eru okkar sérfræðingar og þekkja vel til málanna. Þar verður hún tekin upp og ráðgert er að hún verði sett saman aftur um miðjan desember mánuð. Svo þarf að koma í ljós hvað það tekur langan tíma að setja hana í og stilla hana aftur, þannig vinna tekur alltaf einhvern tíma. Það er alveg skelfilegt að þetta gerist núna eins og komið hefur fram. Við vorum að vona að færð yrði betri, það er það sem er erfiðast fyrir okkur að geta ekki þjónustað okkur bestu viðskiptavini, einstaklinga og flutningafyrirtæki. En það eru engar aðrar lausnir en að gera við og vonast til að koma skipinu sem fyrst út aftur.“Endurnýjun á teikniborðinu Gunnlaugur segir að tíminn nú sé einnig notaður í að huga að öðrum þáttum í skipinu. „Allir starfsmenn eru að huga að öðru viðhaldi og laga það sem hægt er að laga, það eru allar hendur á fullu í þessu. Um leið og við vitum meira um viðgerðartímann munum við senda út tilkynningu, en þetta lítur ekki vel út. Raunveruleikinn blasir við okkur og hann er ekki skemmtilegur.“ Aðspurður um hvort komið hafi til tals að undanförnu að endurnýja ferjuna Baldur segir Gunnlaugur að það verði skoðað fljótlega. „Verkefnið okkar er alltaf að reyna að sjá hvernig við getum þjónustað þetta sem best og með hvaða skipakosti, en það eru ekki nema þrjú ár síðan þetta skip kom inn í þennan rekstur. En við skoðum alltaf hvernig getum við gert þetta með hagkvæmari hætti, við munum skoða hvort það þurfi að endurnýja skipið fljótlega eftir að það er komið aftur í þjónustu.“
Tengdar fréttir Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52 Hugsanlegt að Baldur sigli ekki meira á árinu Sérfræðingar telja nauðsynlegt að taka vélina úr Baldri og flytja hana á verkstæði Framtaks. 27. nóvember 2017 09:46 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52
Hugsanlegt að Baldur sigli ekki meira á árinu Sérfræðingar telja nauðsynlegt að taka vélina úr Baldri og flytja hana á verkstæði Framtaks. 27. nóvember 2017 09:46