„Raunveruleikinn blasir við okkur og hann er ekki skemmtilegur“ Aron Ingi Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2017 10:11 Gunnlaugur Grettisson. vísir/óskar p. friðriksson Gunnlaugur Grettisson framkvæmdastjóri Sæferða segir að miklar líkur séu á að ferjan Baldur muni ekki sigla meira á þessu ári. Hann segir að ekki sé inni í myndinni að fá aðra ferju til að þjónusta þessa siglingaleið. Bæði sé verkefnið svo lítið og að aðrar ferjur liggi einfaldlega ekki lausar. „Þegar svona óvænt tjón kemur upp, þá er í fá hús að vernda. Áætlaður viðgerðartími hefur breyst svolítið að undanförnu, miðað við bjartsýnustu spár þá leit þetta út fyrir að geta verið þrjár til fjórar vikur, svo kom í ljós að það gæti tekið lengri tíma, eða sex til átta vikur. Nú lítur þetta út fyrir að verða ekki fyrr en í byrjun janúar," segir Gunnlaugur.Erfitt við að eiga í jólafríi „Þetta liggur þó ekki alveg fyrir og þetta er háð ákveðnum breytum. En til þess að fólk sé ekki með óraunhæfar væntingar þá gefum við út að við munum ekki sigla meira á þessu ári. Það eru fimm vikur fram að áramótum og það er erfitt við þetta að eiga þegar það er jólafrí.“ Gunnlaugur segir að unnið sé af miklum þunga og ekkert hik sé á því að koma skipinu aftur í þjónustu. „Núna verður vélin tekin úr skipinu og farið með hana inn á verkstæðið hjá Framtak sem eru okkar sérfræðingar og þekkja vel til málanna. Þar verður hún tekin upp og ráðgert er að hún verði sett saman aftur um miðjan desember mánuð. Svo þarf að koma í ljós hvað það tekur langan tíma að setja hana í og stilla hana aftur, þannig vinna tekur alltaf einhvern tíma. Það er alveg skelfilegt að þetta gerist núna eins og komið hefur fram. Við vorum að vona að færð yrði betri, það er það sem er erfiðast fyrir okkur að geta ekki þjónustað okkur bestu viðskiptavini, einstaklinga og flutningafyrirtæki. En það eru engar aðrar lausnir en að gera við og vonast til að koma skipinu sem fyrst út aftur.“Endurnýjun á teikniborðinu Gunnlaugur segir að tíminn nú sé einnig notaður í að huga að öðrum þáttum í skipinu. „Allir starfsmenn eru að huga að öðru viðhaldi og laga það sem hægt er að laga, það eru allar hendur á fullu í þessu. Um leið og við vitum meira um viðgerðartímann munum við senda út tilkynningu, en þetta lítur ekki vel út. Raunveruleikinn blasir við okkur og hann er ekki skemmtilegur.“ Aðspurður um hvort komið hafi til tals að undanförnu að endurnýja ferjuna Baldur segir Gunnlaugur að það verði skoðað fljótlega. „Verkefnið okkar er alltaf að reyna að sjá hvernig við getum þjónustað þetta sem best og með hvaða skipakosti, en það eru ekki nema þrjú ár síðan þetta skip kom inn í þennan rekstur. En við skoðum alltaf hvernig getum við gert þetta með hagkvæmari hætti, við munum skoða hvort það þurfi að endurnýja skipið fljótlega eftir að það er komið aftur í þjónustu.“ Tengdar fréttir Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52 Hugsanlegt að Baldur sigli ekki meira á árinu Sérfræðingar telja nauðsynlegt að taka vélina úr Baldri og flytja hana á verkstæði Framtaks. 27. nóvember 2017 09:46 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Gunnlaugur Grettisson framkvæmdastjóri Sæferða segir að miklar líkur séu á að ferjan Baldur muni ekki sigla meira á þessu ári. Hann segir að ekki sé inni í myndinni að fá aðra ferju til að þjónusta þessa siglingaleið. Bæði sé verkefnið svo lítið og að aðrar ferjur liggi einfaldlega ekki lausar. „Þegar svona óvænt tjón kemur upp, þá er í fá hús að vernda. Áætlaður viðgerðartími hefur breyst svolítið að undanförnu, miðað við bjartsýnustu spár þá leit þetta út fyrir að geta verið þrjár til fjórar vikur, svo kom í ljós að það gæti tekið lengri tíma, eða sex til átta vikur. Nú lítur þetta út fyrir að verða ekki fyrr en í byrjun janúar," segir Gunnlaugur.Erfitt við að eiga í jólafríi „Þetta liggur þó ekki alveg fyrir og þetta er háð ákveðnum breytum. En til þess að fólk sé ekki með óraunhæfar væntingar þá gefum við út að við munum ekki sigla meira á þessu ári. Það eru fimm vikur fram að áramótum og það er erfitt við þetta að eiga þegar það er jólafrí.“ Gunnlaugur segir að unnið sé af miklum þunga og ekkert hik sé á því að koma skipinu aftur í þjónustu. „Núna verður vélin tekin úr skipinu og farið með hana inn á verkstæðið hjá Framtak sem eru okkar sérfræðingar og þekkja vel til málanna. Þar verður hún tekin upp og ráðgert er að hún verði sett saman aftur um miðjan desember mánuð. Svo þarf að koma í ljós hvað það tekur langan tíma að setja hana í og stilla hana aftur, þannig vinna tekur alltaf einhvern tíma. Það er alveg skelfilegt að þetta gerist núna eins og komið hefur fram. Við vorum að vona að færð yrði betri, það er það sem er erfiðast fyrir okkur að geta ekki þjónustað okkur bestu viðskiptavini, einstaklinga og flutningafyrirtæki. En það eru engar aðrar lausnir en að gera við og vonast til að koma skipinu sem fyrst út aftur.“Endurnýjun á teikniborðinu Gunnlaugur segir að tíminn nú sé einnig notaður í að huga að öðrum þáttum í skipinu. „Allir starfsmenn eru að huga að öðru viðhaldi og laga það sem hægt er að laga, það eru allar hendur á fullu í þessu. Um leið og við vitum meira um viðgerðartímann munum við senda út tilkynningu, en þetta lítur ekki vel út. Raunveruleikinn blasir við okkur og hann er ekki skemmtilegur.“ Aðspurður um hvort komið hafi til tals að undanförnu að endurnýja ferjuna Baldur segir Gunnlaugur að það verði skoðað fljótlega. „Verkefnið okkar er alltaf að reyna að sjá hvernig við getum þjónustað þetta sem best og með hvaða skipakosti, en það eru ekki nema þrjú ár síðan þetta skip kom inn í þennan rekstur. En við skoðum alltaf hvernig getum við gert þetta með hagkvæmari hætti, við munum skoða hvort það þurfi að endurnýja skipið fljótlega eftir að það er komið aftur í þjónustu.“
Tengdar fréttir Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52 Hugsanlegt að Baldur sigli ekki meira á árinu Sérfræðingar telja nauðsynlegt að taka vélina úr Baldri og flytja hana á verkstæði Framtaks. 27. nóvember 2017 09:46 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52
Hugsanlegt að Baldur sigli ekki meira á árinu Sérfræðingar telja nauðsynlegt að taka vélina úr Baldri og flytja hana á verkstæði Framtaks. 27. nóvember 2017 09:46