Kavanagh: Þetta verður einn stærsti íþróttaviðburður sögunnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júlí 2017 14:00 Kavanagh á æfingu með Conor. Þeir munu taka á því í Las Vegas næstu vikurnar. vísir/getty John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor, er mættur til Glasgow og verður í horninu hjá Gunnari Nelson á sunnudag. Við spurðum Kavanagh út í bardaga Conors og Floyd Mayweather. „Ég held það megi segi að þetta verði einn stærsti íþróttaviðburður sögunnar. Það verður ótrúlegur fjöldi sem mun horfa á þennan bardaga. Það hafa allir skoðun á þessum bardaga burtséð frá því hver muni vinna,“ segir Kavanagh og er augljóslega mjög spenntur. Hann mun halda til Las Vegas á mánudaginn og byrja æfingabúðir þar með Conor. Hann kemur því ekki aftur heim til sín fyrr en í september. Síðustu ár hafa verið ótrúlegur rússibani fyrir bæði Conor og Kavanagh og eðlilega átti hann aldrei von á að svona myndi fara. „Ég hefði átt að henda honum út úr æfingasalnum eftir fyrstu æfingu. Þá hefði lífið orðið auðveldara,“ segir Kavanagh sposkur og hlær við. „Þetta hefur verið mjög gaman og líka með Gunna. Það er alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Írinn efast að sjálfsögðu ekkert um að sinn maður eigi möguleika gegn ósigruðum Mayweather. „Auðvitað á hann möguleika. Hann þáði ekki þennan bardaga bara út af peningunum. Auðvitað er góður bónus að fá alla þessa peninga en hann tók þennan bardaga út af þessari áskorun. Conor veit hvað hann getur gert. Hann mun ekki bara vinna Floyd heldur rota hann.Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Mayweather kastaði seðlum í McGregor | Sjáðu þriðja blaðamannafundinn Það var margt um manninn í Barclays Center í Brooklyn þegar þriðji blaðamannafundurinn fyrir boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram. 13. júlí 2017 23:30 „Hann hefur ekki lengur efni á jakkafötum“ | Sjáðu fyrsta blaðamannafund Mayweather og McGregor Fyrsti blaðamannafundurinn af fjórum fyrir risa boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram í Staples Center í Los Angeles í kvöld. 11. júlí 2017 22:30 Mayweather ögraði Conor með því að taka írska fánann | Sjáðu annan blaðamannafundinn Annar blaðamannafundurinn af fjórum fyrir ofur boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram í Toronto í Kanada í kvöld. 12. júlí 2017 23:45 Faðir Mayweather réðst inn á blaðamannafund Conors | Myndband Það gekk mikið á þegar Conor McGregor hitti Floyd Mayweather í fyrsta skipti í gær og látunum var ekki lokið eftir viðburðinn í Staples Center. 12. júlí 2017 13:45 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor, er mættur til Glasgow og verður í horninu hjá Gunnari Nelson á sunnudag. Við spurðum Kavanagh út í bardaga Conors og Floyd Mayweather. „Ég held það megi segi að þetta verði einn stærsti íþróttaviðburður sögunnar. Það verður ótrúlegur fjöldi sem mun horfa á þennan bardaga. Það hafa allir skoðun á þessum bardaga burtséð frá því hver muni vinna,“ segir Kavanagh og er augljóslega mjög spenntur. Hann mun halda til Las Vegas á mánudaginn og byrja æfingabúðir þar með Conor. Hann kemur því ekki aftur heim til sín fyrr en í september. Síðustu ár hafa verið ótrúlegur rússibani fyrir bæði Conor og Kavanagh og eðlilega átti hann aldrei von á að svona myndi fara. „Ég hefði átt að henda honum út úr æfingasalnum eftir fyrstu æfingu. Þá hefði lífið orðið auðveldara,“ segir Kavanagh sposkur og hlær við. „Þetta hefur verið mjög gaman og líka með Gunna. Það er alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Írinn efast að sjálfsögðu ekkert um að sinn maður eigi möguleika gegn ósigruðum Mayweather. „Auðvitað á hann möguleika. Hann þáði ekki þennan bardaga bara út af peningunum. Auðvitað er góður bónus að fá alla þessa peninga en hann tók þennan bardaga út af þessari áskorun. Conor veit hvað hann getur gert. Hann mun ekki bara vinna Floyd heldur rota hann.Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Mayweather kastaði seðlum í McGregor | Sjáðu þriðja blaðamannafundinn Það var margt um manninn í Barclays Center í Brooklyn þegar þriðji blaðamannafundurinn fyrir boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram. 13. júlí 2017 23:30 „Hann hefur ekki lengur efni á jakkafötum“ | Sjáðu fyrsta blaðamannafund Mayweather og McGregor Fyrsti blaðamannafundurinn af fjórum fyrir risa boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram í Staples Center í Los Angeles í kvöld. 11. júlí 2017 22:30 Mayweather ögraði Conor með því að taka írska fánann | Sjáðu annan blaðamannafundinn Annar blaðamannafundurinn af fjórum fyrir ofur boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram í Toronto í Kanada í kvöld. 12. júlí 2017 23:45 Faðir Mayweather réðst inn á blaðamannafund Conors | Myndband Það gekk mikið á þegar Conor McGregor hitti Floyd Mayweather í fyrsta skipti í gær og látunum var ekki lokið eftir viðburðinn í Staples Center. 12. júlí 2017 13:45 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Mayweather kastaði seðlum í McGregor | Sjáðu þriðja blaðamannafundinn Það var margt um manninn í Barclays Center í Brooklyn þegar þriðji blaðamannafundurinn fyrir boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram. 13. júlí 2017 23:30
„Hann hefur ekki lengur efni á jakkafötum“ | Sjáðu fyrsta blaðamannafund Mayweather og McGregor Fyrsti blaðamannafundurinn af fjórum fyrir risa boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram í Staples Center í Los Angeles í kvöld. 11. júlí 2017 22:30
Mayweather ögraði Conor með því að taka írska fánann | Sjáðu annan blaðamannafundinn Annar blaðamannafundurinn af fjórum fyrir ofur boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram í Toronto í Kanada í kvöld. 12. júlí 2017 23:45
Faðir Mayweather réðst inn á blaðamannafund Conors | Myndband Það gekk mikið á þegar Conor McGregor hitti Floyd Mayweather í fyrsta skipti í gær og látunum var ekki lokið eftir viðburðinn í Staples Center. 12. júlí 2017 13:45