Ósætti með takmörkun hópferðabifreiða í miðborginni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júlí 2017 18:45 Vísir Frá og með morgundeginum verður akstur hópferðabifreiða bannaður í miðborginni. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar er ósáttur við ákvörðun Reykjavíkurborgar og segir að samráð við hagsmunaaðila hafi verið sýndarsamráð. Reykjavíkurborg hefur sett upp tólf safnsvæði í og við miðborgina þar sem ferðamenn eiga að koma saman ætli þeir sér að taka rútu. Það verður því mun algengari sjón að sjá ferðamenn með ferðatöksur fótgangandi í miðbænum. Takmörkun hópferðabifreiða í miðborginni er ekki ný af nálinni því haustið 2015 setti Reykjavíkurborg reglur um að rútur yfir átta metrar mættu ekki keyra á tilteknum svæðum í borginni og var gert ráð fyrir að þessar reglur yrðu endurskoðaðar sem nú hefur verið gert. Nýju reglurnar eru tillaga stýrihóps sem mótaði þær eftir samráð við íbúasamtök miðborgarinnar, Samtök ferðaþjónustunnar og fleiri hagsmunaaðila. Stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar er ósáttur og segir að það sem borgin kallar samráð við hagsmunaaðila hafi verið sýndarsamráð. „Mér finnst borgaryfirvöld ganga alltof langt í þessu máli. Rúta er ekki bara rúta. Það eru ekki allar rútur tólf til fimmtán metrar. Margar rútur eru minni en margur leigubílinn. Það virðist eitt yfir alla ganga. Ef hann er skráður hópferðabíll þá er hann hataður af Reykjavíkurborg,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarmaður hjá Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Með því vísar Þórir í að hópferðarfyrirtækjunum er ekki gert kleift að sækja farþegar sína á minni rútum sem eru í sama stærðarflokki og stærstu leigubílarnir. Ef bifreiðin er með hópferðaleyfi fær hún ekki að aka um miðborgina. „Þetta er orðin einhverskonar hatursumræða og þegar að Hjálmar Sveinsson (aðalmaður á umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar innsk.blm) talar um rútufargan í svon niðrandi orðum að þá veltir maður fyrir sér hvað eru þessir menn að hugsa?,“ segir Þórir. Þórir segir hinsvegar að stórar rútu hafi ekkert í miðborgina að gera og að það séu menn sammála um. Fimm stórar rútur stóðu við söfnunarsvæðið við Hallgrímskirkju þegar fréttastofu bar að garði í dag og eins og sjá má á þessum myndum þarf ekki mikið til að öngþveiti skapist á staðnum. „Það versta er að upplifun ferðamanna að þurfa að labba um þar sem allra veðra er von, roki og rigningu og ég tala nú ekki um jafvel um miðja nótt frá Aðalstræinu og í gegnum skemmtanalíf miðborgarinnar út að tollhúsinu með töskurnar sínar til þess að fara í flug. Það er ekki góð minning um Reykjavíkurborg þegar þeir eru komnir heim,“ segir Þórir Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Frá og með morgundeginum verður akstur hópferðabifreiða bannaður í miðborginni. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar er ósáttur við ákvörðun Reykjavíkurborgar og segir að samráð við hagsmunaaðila hafi verið sýndarsamráð. Reykjavíkurborg hefur sett upp tólf safnsvæði í og við miðborgina þar sem ferðamenn eiga að koma saman ætli þeir sér að taka rútu. Það verður því mun algengari sjón að sjá ferðamenn með ferðatöksur fótgangandi í miðbænum. Takmörkun hópferðabifreiða í miðborginni er ekki ný af nálinni því haustið 2015 setti Reykjavíkurborg reglur um að rútur yfir átta metrar mættu ekki keyra á tilteknum svæðum í borginni og var gert ráð fyrir að þessar reglur yrðu endurskoðaðar sem nú hefur verið gert. Nýju reglurnar eru tillaga stýrihóps sem mótaði þær eftir samráð við íbúasamtök miðborgarinnar, Samtök ferðaþjónustunnar og fleiri hagsmunaaðila. Stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar er ósáttur og segir að það sem borgin kallar samráð við hagsmunaaðila hafi verið sýndarsamráð. „Mér finnst borgaryfirvöld ganga alltof langt í þessu máli. Rúta er ekki bara rúta. Það eru ekki allar rútur tólf til fimmtán metrar. Margar rútur eru minni en margur leigubílinn. Það virðist eitt yfir alla ganga. Ef hann er skráður hópferðabíll þá er hann hataður af Reykjavíkurborg,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarmaður hjá Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Með því vísar Þórir í að hópferðarfyrirtækjunum er ekki gert kleift að sækja farþegar sína á minni rútum sem eru í sama stærðarflokki og stærstu leigubílarnir. Ef bifreiðin er með hópferðaleyfi fær hún ekki að aka um miðborgina. „Þetta er orðin einhverskonar hatursumræða og þegar að Hjálmar Sveinsson (aðalmaður á umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar innsk.blm) talar um rútufargan í svon niðrandi orðum að þá veltir maður fyrir sér hvað eru þessir menn að hugsa?,“ segir Þórir. Þórir segir hinsvegar að stórar rútu hafi ekkert í miðborgina að gera og að það séu menn sammála um. Fimm stórar rútur stóðu við söfnunarsvæðið við Hallgrímskirkju þegar fréttastofu bar að garði í dag og eins og sjá má á þessum myndum þarf ekki mikið til að öngþveiti skapist á staðnum. „Það versta er að upplifun ferðamanna að þurfa að labba um þar sem allra veðra er von, roki og rigningu og ég tala nú ekki um jafvel um miðja nótt frá Aðalstræinu og í gegnum skemmtanalíf miðborgarinnar út að tollhúsinu með töskurnar sínar til þess að fara í flug. Það er ekki góð minning um Reykjavíkurborg þegar þeir eru komnir heim,“ segir Þórir
Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira