Ósætti með takmörkun hópferðabifreiða í miðborginni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júlí 2017 18:45 Vísir Frá og með morgundeginum verður akstur hópferðabifreiða bannaður í miðborginni. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar er ósáttur við ákvörðun Reykjavíkurborgar og segir að samráð við hagsmunaaðila hafi verið sýndarsamráð. Reykjavíkurborg hefur sett upp tólf safnsvæði í og við miðborgina þar sem ferðamenn eiga að koma saman ætli þeir sér að taka rútu. Það verður því mun algengari sjón að sjá ferðamenn með ferðatöksur fótgangandi í miðbænum. Takmörkun hópferðabifreiða í miðborginni er ekki ný af nálinni því haustið 2015 setti Reykjavíkurborg reglur um að rútur yfir átta metrar mættu ekki keyra á tilteknum svæðum í borginni og var gert ráð fyrir að þessar reglur yrðu endurskoðaðar sem nú hefur verið gert. Nýju reglurnar eru tillaga stýrihóps sem mótaði þær eftir samráð við íbúasamtök miðborgarinnar, Samtök ferðaþjónustunnar og fleiri hagsmunaaðila. Stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar er ósáttur og segir að það sem borgin kallar samráð við hagsmunaaðila hafi verið sýndarsamráð. „Mér finnst borgaryfirvöld ganga alltof langt í þessu máli. Rúta er ekki bara rúta. Það eru ekki allar rútur tólf til fimmtán metrar. Margar rútur eru minni en margur leigubílinn. Það virðist eitt yfir alla ganga. Ef hann er skráður hópferðabíll þá er hann hataður af Reykjavíkurborg,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarmaður hjá Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Með því vísar Þórir í að hópferðarfyrirtækjunum er ekki gert kleift að sækja farþegar sína á minni rútum sem eru í sama stærðarflokki og stærstu leigubílarnir. Ef bifreiðin er með hópferðaleyfi fær hún ekki að aka um miðborgina. „Þetta er orðin einhverskonar hatursumræða og þegar að Hjálmar Sveinsson (aðalmaður á umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar innsk.blm) talar um rútufargan í svon niðrandi orðum að þá veltir maður fyrir sér hvað eru þessir menn að hugsa?,“ segir Þórir. Þórir segir hinsvegar að stórar rútu hafi ekkert í miðborgina að gera og að það séu menn sammála um. Fimm stórar rútur stóðu við söfnunarsvæðið við Hallgrímskirkju þegar fréttastofu bar að garði í dag og eins og sjá má á þessum myndum þarf ekki mikið til að öngþveiti skapist á staðnum. „Það versta er að upplifun ferðamanna að þurfa að labba um þar sem allra veðra er von, roki og rigningu og ég tala nú ekki um jafvel um miðja nótt frá Aðalstræinu og í gegnum skemmtanalíf miðborgarinnar út að tollhúsinu með töskurnar sínar til þess að fara í flug. Það er ekki góð minning um Reykjavíkurborg þegar þeir eru komnir heim,“ segir Þórir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira
Frá og með morgundeginum verður akstur hópferðabifreiða bannaður í miðborginni. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar er ósáttur við ákvörðun Reykjavíkurborgar og segir að samráð við hagsmunaaðila hafi verið sýndarsamráð. Reykjavíkurborg hefur sett upp tólf safnsvæði í og við miðborgina þar sem ferðamenn eiga að koma saman ætli þeir sér að taka rútu. Það verður því mun algengari sjón að sjá ferðamenn með ferðatöksur fótgangandi í miðbænum. Takmörkun hópferðabifreiða í miðborginni er ekki ný af nálinni því haustið 2015 setti Reykjavíkurborg reglur um að rútur yfir átta metrar mættu ekki keyra á tilteknum svæðum í borginni og var gert ráð fyrir að þessar reglur yrðu endurskoðaðar sem nú hefur verið gert. Nýju reglurnar eru tillaga stýrihóps sem mótaði þær eftir samráð við íbúasamtök miðborgarinnar, Samtök ferðaþjónustunnar og fleiri hagsmunaaðila. Stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar er ósáttur og segir að það sem borgin kallar samráð við hagsmunaaðila hafi verið sýndarsamráð. „Mér finnst borgaryfirvöld ganga alltof langt í þessu máli. Rúta er ekki bara rúta. Það eru ekki allar rútur tólf til fimmtán metrar. Margar rútur eru minni en margur leigubílinn. Það virðist eitt yfir alla ganga. Ef hann er skráður hópferðabíll þá er hann hataður af Reykjavíkurborg,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarmaður hjá Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Með því vísar Þórir í að hópferðarfyrirtækjunum er ekki gert kleift að sækja farþegar sína á minni rútum sem eru í sama stærðarflokki og stærstu leigubílarnir. Ef bifreiðin er með hópferðaleyfi fær hún ekki að aka um miðborgina. „Þetta er orðin einhverskonar hatursumræða og þegar að Hjálmar Sveinsson (aðalmaður á umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar innsk.blm) talar um rútufargan í svon niðrandi orðum að þá veltir maður fyrir sér hvað eru þessir menn að hugsa?,“ segir Þórir. Þórir segir hinsvegar að stórar rútu hafi ekkert í miðborgina að gera og að það séu menn sammála um. Fimm stórar rútur stóðu við söfnunarsvæðið við Hallgrímskirkju þegar fréttastofu bar að garði í dag og eins og sjá má á þessum myndum þarf ekki mikið til að öngþveiti skapist á staðnum. „Það versta er að upplifun ferðamanna að þurfa að labba um þar sem allra veðra er von, roki og rigningu og ég tala nú ekki um jafvel um miðja nótt frá Aðalstræinu og í gegnum skemmtanalíf miðborgarinnar út að tollhúsinu með töskurnar sínar til þess að fara í flug. Það er ekki góð minning um Reykjavíkurborg þegar þeir eru komnir heim,“ segir Þórir
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira