Töfrandi tvífarar: Líkindin eru sláandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 20:30 Tvífarar eru víða Vísir / Samsett mynd Stundum þarf maður bara að hafa gaman í skammdeginu, finna sér krefjandi verkefni sem gleður mann og aðra í kringum sig. Það er alltaf glettilega skemmtilegt að leita að tvíförum í röðum fræga fólksins og förum við yfir nokkra slíka hér að neðan. Lumið þið á sniðugum tvíförum? Elisabeth og Áslaug.Vísir / Samsett myndDásamlegir dugnaðarforkarLeikkonan Elisabeth Moss leikur aðalhlutverkið í einum besta sjónvarpsþætti síðari tíma, The Handmaid’s Tale. Ferilsskrá hennar er orðin ansi löng, þrátt fyrir ungan aldur, og inniheldur meðal annars sjónvarpsþættina Mad Men og The West Wing og kvikmyndirnar Girl, Interrupted og Chuck. Alþingiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka afrekað mikið á stuttri ævi, hefur unnið sem lögregluþjónn, verið formaður Heimdallar og ritari Sjálfstæðisflokksins svo fátt eitt sé nefnt. Þær Elisabeth eiga ekki aðeins dugnaðinn sameiginlegan heldur eru þær einnig fáránlega líkar.Birgitta og Natalie.Vísir / Samsett myndÞær hljóta að vera skyldarÞað er eiginlega ekki hægt að fara í tvífarapælingar nema að minnast á þá staðreynd að söngkonan Birgitta Haukdal og leikkonan Natalie Wood eru nánast alveg eins. Birgitta er að sjálfsögðu ein okkar ástælasta söngkona og gerði fyrst garðinn frægan með hljómsveitinni Írafár. Á síðari árum hefur hún meira einbeitt sér að barnabókaskrifum.Natalie var þekkt fyrir hlutverk sín í Miracle on 34th Street, Rebel Without a Cause og West Side Story en hún lést í nóvember árið 1981. Roald og Conchita.Vísir / Samsett myndFönix og fræðimaðurConchita Wurst kom, sá og sigraði í Eurovision árið 2014 með laginu Rise Like a Phoenix. Conchitu, sem er sviðsnafn listamannsins Thomas Neuwirth, hefur vegnað vel síðan þá og treður reglulega upp út um alla Evrópu.Færri vita það að Conchita á tvífara á Íslandi, nefnilega Roald Viðar Eyvindsson, blaðamann, bókmenntafræðing og ritstjóra, sem er líka afskaplega hæfileikaríkur, þó hann taki kannski seint þátt í Eurovision.Eva María og Jennie.Vísir / Samsett myndNei, hættu nú alveg!Fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir er áberandi á sjónvarpsskjám landsmanna um þessar mundir eftir að hún heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu á vegum UN Women. Tvífari hennar í Ameríku hefur þó lítið sést á sjónvarpsskjánum eftir að hún sló í gegn í goðsagnakenndu sjónvarpsseríunni Beverly Hills 90210. Við erum að tala um Jennie Garth sem brá sér í hlutverk vinsælu stelpunnar Kelly. Sigurður og Per-Mathias.Vísir / Samsett myndBoltar og bankamennFótboltakempan Per-Mathias Hogmo hefur þjálfað bæði kvenna og karla landslið Noregs í fótbolta en ekki er á allra vitorði að hann á ansi þekktan tvífara hér á Íslandi.Við erum að sjálfsögðu að tala um Sigurð Einarsson, einn umdeildasta bankamann Íslands eins og hann hefur stundum verið kallaður. Óvíst er hvort Sigurður kann eitthvað að sparka í tuðru - eitthvað sem tvífari hans gæti vel kennt honum.Sting og Jón.Vísir / Samsett myndAðskildir við fæðingu?Tónlistarmanninn Sting þarf vart að kynna, enda hefur hann heillað heimsbyggðina með ljúfum tónum síðustu áratugina. En getur verið að Sting eigi fjarskyldan ættingja á Íslandi? Nefnilega rithöfundinn Jón Kalman Stefánsson? Það má varla á milli sjá hvor er hvor þegar litið er á þá Sting og Jón. Algjörlega magnaðir tvífarar, svo ekki sé minnst á hve fjölhæfir listamenn þeir eru. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Stundum þarf maður bara að hafa gaman í skammdeginu, finna sér krefjandi verkefni sem gleður mann og aðra í kringum sig. Það er alltaf glettilega skemmtilegt að leita að tvíförum í röðum fræga fólksins og förum við yfir nokkra slíka hér að neðan. Lumið þið á sniðugum tvíförum? Elisabeth og Áslaug.Vísir / Samsett myndDásamlegir dugnaðarforkarLeikkonan Elisabeth Moss leikur aðalhlutverkið í einum besta sjónvarpsþætti síðari tíma, The Handmaid’s Tale. Ferilsskrá hennar er orðin ansi löng, þrátt fyrir ungan aldur, og inniheldur meðal annars sjónvarpsþættina Mad Men og The West Wing og kvikmyndirnar Girl, Interrupted og Chuck. Alþingiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka afrekað mikið á stuttri ævi, hefur unnið sem lögregluþjónn, verið formaður Heimdallar og ritari Sjálfstæðisflokksins svo fátt eitt sé nefnt. Þær Elisabeth eiga ekki aðeins dugnaðinn sameiginlegan heldur eru þær einnig fáránlega líkar.Birgitta og Natalie.Vísir / Samsett myndÞær hljóta að vera skyldarÞað er eiginlega ekki hægt að fara í tvífarapælingar nema að minnast á þá staðreynd að söngkonan Birgitta Haukdal og leikkonan Natalie Wood eru nánast alveg eins. Birgitta er að sjálfsögðu ein okkar ástælasta söngkona og gerði fyrst garðinn frægan með hljómsveitinni Írafár. Á síðari árum hefur hún meira einbeitt sér að barnabókaskrifum.Natalie var þekkt fyrir hlutverk sín í Miracle on 34th Street, Rebel Without a Cause og West Side Story en hún lést í nóvember árið 1981. Roald og Conchita.Vísir / Samsett myndFönix og fræðimaðurConchita Wurst kom, sá og sigraði í Eurovision árið 2014 með laginu Rise Like a Phoenix. Conchitu, sem er sviðsnafn listamannsins Thomas Neuwirth, hefur vegnað vel síðan þá og treður reglulega upp út um alla Evrópu.Færri vita það að Conchita á tvífara á Íslandi, nefnilega Roald Viðar Eyvindsson, blaðamann, bókmenntafræðing og ritstjóra, sem er líka afskaplega hæfileikaríkur, þó hann taki kannski seint þátt í Eurovision.Eva María og Jennie.Vísir / Samsett myndNei, hættu nú alveg!Fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir er áberandi á sjónvarpsskjám landsmanna um þessar mundir eftir að hún heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu á vegum UN Women. Tvífari hennar í Ameríku hefur þó lítið sést á sjónvarpsskjánum eftir að hún sló í gegn í goðsagnakenndu sjónvarpsseríunni Beverly Hills 90210. Við erum að tala um Jennie Garth sem brá sér í hlutverk vinsælu stelpunnar Kelly. Sigurður og Per-Mathias.Vísir / Samsett myndBoltar og bankamennFótboltakempan Per-Mathias Hogmo hefur þjálfað bæði kvenna og karla landslið Noregs í fótbolta en ekki er á allra vitorði að hann á ansi þekktan tvífara hér á Íslandi.Við erum að sjálfsögðu að tala um Sigurð Einarsson, einn umdeildasta bankamann Íslands eins og hann hefur stundum verið kallaður. Óvíst er hvort Sigurður kann eitthvað að sparka í tuðru - eitthvað sem tvífari hans gæti vel kennt honum.Sting og Jón.Vísir / Samsett myndAðskildir við fæðingu?Tónlistarmanninn Sting þarf vart að kynna, enda hefur hann heillað heimsbyggðina með ljúfum tónum síðustu áratugina. En getur verið að Sting eigi fjarskyldan ættingja á Íslandi? Nefnilega rithöfundinn Jón Kalman Stefánsson? Það má varla á milli sjá hvor er hvor þegar litið er á þá Sting og Jón. Algjörlega magnaðir tvífarar, svo ekki sé minnst á hve fjölhæfir listamenn þeir eru.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira