Segir að innganga Bretlands í EFTA myndi gerbreyta samtökunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. júlí 2017 13:30 Eiríkur segir að Bretland myndi taka alla forystu í EFTA ef það gengi inn í samtökin. Mynd/Eyþór Breska dagblaðið The Telegraph greindi frá því um helgina að Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra hefur viðrað þá skoðun við breska kollega sinn, Boris Johnson, að Bretland gæti gengið í Fríverslunarsamtök Evrópu - EFTA eftir útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Guðlaugur telur að samtökin geti styrkt stöðu sínu á hinu hnattræna sviði ef að Bretland gengi í samtökin. „Það er mín skoðun að Ísland gæti einnig nýtt sér þá fríverslunarsamninga sem Bretland mun semja um í náinni framtíð þar sem það er nokkuð augljóst að önnur ríki munu vilja landa viðskiptasamningi við Bretland verandi eitt af stærstu efnahagskerfum heims,“ segir Guðlaugur í samtali við The Telegraph. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti samtal við Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands um hugsanlega inngöngu Bretlands í EFTA.Vísir/StefánEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að tæknilega sé það mögulegt fyrir Bretland að ganga inn í EFTA en hinsvegar er ekki á dagskrá breskra stjórnvalda að sækja um aðild að innri markaði Evrópusambansins líkt og þrjú af fjórum EFTA ríkjum hafa í gegn um EES samninginn og Sviss í gegn um tvíhliða samning við ESB. „Þetta gæti alveg verið raunhæft,“ segir hann. „Það fer samt alveg eftir því hver nálgunin væri. Það þarf auðvitað að hafa það í huga að það var Bretland sem hafði forystu um það að EFTA var stofnað árið 1960 og fékk hinar þjóðirnar með sér þangað inn. Þannig að þeir þekkja þá stofnun alveg ágætlega.“ Hann segir að þó svo að aðeins þrjú af fjórum EFTA ríkjum séu í EES hefur meginþunginn í starfsemi EFTA farið í að halda úti EES samningnum. „Starfsemi EFTA hefur gengið út á að halda þessum tengslum gangandi,“ segir Eiríkur. „Bretar hafa hinsvegar lýst því yfir að þeir vilji alls ekki vera í innri markaðnum. Allavega fylgja því mjög stórir þættir sem þeir vilja ekki taka þátt í. Það myndi þá auðvitað breyta eðlisfræðinni í starfsemi EFTA ef að Bretar myndu koma þar inn og svo þarf auðvitað að huga að því að þeir myndu taka þar alla forystu í krafti stærðar sinnar samanborið við ríkin sem eru þar fyrir.“ Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Breska dagblaðið The Telegraph greindi frá því um helgina að Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra hefur viðrað þá skoðun við breska kollega sinn, Boris Johnson, að Bretland gæti gengið í Fríverslunarsamtök Evrópu - EFTA eftir útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Guðlaugur telur að samtökin geti styrkt stöðu sínu á hinu hnattræna sviði ef að Bretland gengi í samtökin. „Það er mín skoðun að Ísland gæti einnig nýtt sér þá fríverslunarsamninga sem Bretland mun semja um í náinni framtíð þar sem það er nokkuð augljóst að önnur ríki munu vilja landa viðskiptasamningi við Bretland verandi eitt af stærstu efnahagskerfum heims,“ segir Guðlaugur í samtali við The Telegraph. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti samtal við Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands um hugsanlega inngöngu Bretlands í EFTA.Vísir/StefánEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að tæknilega sé það mögulegt fyrir Bretland að ganga inn í EFTA en hinsvegar er ekki á dagskrá breskra stjórnvalda að sækja um aðild að innri markaði Evrópusambansins líkt og þrjú af fjórum EFTA ríkjum hafa í gegn um EES samninginn og Sviss í gegn um tvíhliða samning við ESB. „Þetta gæti alveg verið raunhæft,“ segir hann. „Það fer samt alveg eftir því hver nálgunin væri. Það þarf auðvitað að hafa það í huga að það var Bretland sem hafði forystu um það að EFTA var stofnað árið 1960 og fékk hinar þjóðirnar með sér þangað inn. Þannig að þeir þekkja þá stofnun alveg ágætlega.“ Hann segir að þó svo að aðeins þrjú af fjórum EFTA ríkjum séu í EES hefur meginþunginn í starfsemi EFTA farið í að halda úti EES samningnum. „Starfsemi EFTA hefur gengið út á að halda þessum tengslum gangandi,“ segir Eiríkur. „Bretar hafa hinsvegar lýst því yfir að þeir vilji alls ekki vera í innri markaðnum. Allavega fylgja því mjög stórir þættir sem þeir vilja ekki taka þátt í. Það myndi þá auðvitað breyta eðlisfræðinni í starfsemi EFTA ef að Bretar myndu koma þar inn og svo þarf auðvitað að huga að því að þeir myndu taka þar alla forystu í krafti stærðar sinnar samanborið við ríkin sem eru þar fyrir.“
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira