Tveir kaffibollar á dag gætu komið í veg fyrir lifrarkrabbamein Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2017 11:50 Niðurstöður rannsóknarinnar eru gleðitíðindi fyrir þá sem eru hrifnir af kaffi. Vísir/Getty Fólk sem drekkur kaffi er í töluvert minni hættu á að fá krabbamein í lifur en fólk sem drekkur ekkert kaffi. Þetta kemur fram í greiningu á gögnum úr 26 rannsóknum en samanlagður fjöldi þátttakenda er rúmar 2 milljónir. Sérfræðingar úr Háskólanum í Southampton og Edinborgarháskóla sáu um túlkun gagnanna. The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni eru þeir sem drekka einn kaffibolla á dag 20 prósent ólíklegri til að þróa með sér HCC, algengustu gerð lifrarkrabbameins, en þeir sem drekka ekkert kaffi. Þá voru þeir sem drekka tvo kaffibolla á dag 35 prósent ólíklegri til að fá krabbameinið og þeir sem drekka fimm bolla eru 50 prósent ólíklegri. Koffínlaust kaffi hafði sambærileg áhrif, þó þau hafi verið öllu vægari en í tilfelli þeirra sem drekka kaffi með koffíni. Túlkun gagnanna leið þó fyrir það að „nákvæm skilgreining á „kaffi“ er ekki til.“ „Kaffi er talið hafa fjölbreyt og jákvæð áhrif á heilsufar og þessar niðurstöður benda til þess að það gæti haft töluverð áhrif á þá áhættuþætti er koma að lifrarkrabbameini,“ sagði Oliver Kennedy, sem fór fyrir rannsóknarteyminu í Háskólanum í Southampton. Hann varaði þó við því að fólk hæfi óhóflega kaffidrykkju og segir að betur þurfi að rannsaka mögulegan skaða sem mikil neysla koffíns hefur í för með sér. Niðurstöður þessarar nýju rannsóknar eru þó gleðifréttir fyrir þá sem þykir morgunbollinn góður. „Rannsóknir okkar renna stoðum undir það að kaffi getur verið dásamlegt náttúrulegt lyf – í hófi.“ Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Fólk sem drekkur kaffi er í töluvert minni hættu á að fá krabbamein í lifur en fólk sem drekkur ekkert kaffi. Þetta kemur fram í greiningu á gögnum úr 26 rannsóknum en samanlagður fjöldi þátttakenda er rúmar 2 milljónir. Sérfræðingar úr Háskólanum í Southampton og Edinborgarháskóla sáu um túlkun gagnanna. The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni eru þeir sem drekka einn kaffibolla á dag 20 prósent ólíklegri til að þróa með sér HCC, algengustu gerð lifrarkrabbameins, en þeir sem drekka ekkert kaffi. Þá voru þeir sem drekka tvo kaffibolla á dag 35 prósent ólíklegri til að fá krabbameinið og þeir sem drekka fimm bolla eru 50 prósent ólíklegri. Koffínlaust kaffi hafði sambærileg áhrif, þó þau hafi verið öllu vægari en í tilfelli þeirra sem drekka kaffi með koffíni. Túlkun gagnanna leið þó fyrir það að „nákvæm skilgreining á „kaffi“ er ekki til.“ „Kaffi er talið hafa fjölbreyt og jákvæð áhrif á heilsufar og þessar niðurstöður benda til þess að það gæti haft töluverð áhrif á þá áhættuþætti er koma að lifrarkrabbameini,“ sagði Oliver Kennedy, sem fór fyrir rannsóknarteyminu í Háskólanum í Southampton. Hann varaði þó við því að fólk hæfi óhóflega kaffidrykkju og segir að betur þurfi að rannsaka mögulegan skaða sem mikil neysla koffíns hefur í för með sér. Niðurstöður þessarar nýju rannsóknar eru þó gleðifréttir fyrir þá sem þykir morgunbollinn góður. „Rannsóknir okkar renna stoðum undir það að kaffi getur verið dásamlegt náttúrulegt lyf – í hófi.“
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira