Stefnir á að ná 160 kílóum upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2017 06:00 Afrekskona. Fanney hefur náð ótrúlegum árangri og er hvergi nærri hætt. Hún stefnir hærra og að lyfta enn þyngra. fréttablaðið/anton Fanney Hauksdóttir varð um helgina Evrópumeistari í bekkpressu þriðja árið í röð. Mótið fór fram á La Manga á Spáni. „Ég fór út til að reyna að verja titilinn minn og það var markmiðið allt frá byrjun. Og það er æðislegt að það gekk upp,“ sagði Fanney í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún var þá nýkomin heim frá Spáni og gullmedalían góða var enn í töskunni. Fanney hefur sankað að sér verðlaunagripum síðan hún byrjaði að keppa á alþjóðamótum árið 2013. Síðan þá hefur Seltirningurinn unnið til 10 verðlauna á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði. Sigur Fanneyjar á EM um helgina var afar öruggur. Hún lyfti 155 kg í fyrstu tilraun og það dugði henni til sigurs. Sonja-Stefanie Krüger frá Þýskaland varð í 2. sæti en hún lyfti 142,5 kg.Öruggur sigur „Sigurinn var öruggur í þetta skiptið. Það var gaman að tryggja þetta í fyrstu lyftu. Ég get ekki verið annað en glöð með þetta,“ sagði Fanney. En fékk hún meiri samkeppni þegar hún vann hina tvo titlana? „Maður veit aldrei hvernig þetta verður. Það er alltaf samkeppni og maður veit aldrei hvað andstæðingurinn gerir. Þetta er alltaf keppni.“ Fanney reyndi tvisvar sinnum við 160 kg en án árangurs. Hún segist stefna að því að ná lyfta þeirri þyngd. „Ég var nærri því að ná þessu í annarri lyftu en var svo alveg búin í þeirri þriðju. Ég finn að ég á þetta inni. Maður þarf bara að vinna vel og reyna að ná því upp,“ sagði Fanney en hennar besti árangur er 157,5 kg sem er bæði Íslands- og Norðurlandamet. Engin mót eru á dagskránni hjá Fanneyju það sem eftir lifir árs en hún tekur aftur upp þráðinn á árinu 2018.Fínt að fá smá hlé „Þetta hefur verið langt keppnistímabil, mörg mót og mikið að gera. Það er fínt að fá smá hlé til að geta æft almennilega. Maður æfir svolítið öðruvísi þegar það er ekki keppnistímabil,“ sagði Fanney sem mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. Hún stefnir að því að keppa á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði. Aðrar íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Sjá meira
Fanney Hauksdóttir varð um helgina Evrópumeistari í bekkpressu þriðja árið í röð. Mótið fór fram á La Manga á Spáni. „Ég fór út til að reyna að verja titilinn minn og það var markmiðið allt frá byrjun. Og það er æðislegt að það gekk upp,“ sagði Fanney í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún var þá nýkomin heim frá Spáni og gullmedalían góða var enn í töskunni. Fanney hefur sankað að sér verðlaunagripum síðan hún byrjaði að keppa á alþjóðamótum árið 2013. Síðan þá hefur Seltirningurinn unnið til 10 verðlauna á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði. Sigur Fanneyjar á EM um helgina var afar öruggur. Hún lyfti 155 kg í fyrstu tilraun og það dugði henni til sigurs. Sonja-Stefanie Krüger frá Þýskaland varð í 2. sæti en hún lyfti 142,5 kg.Öruggur sigur „Sigurinn var öruggur í þetta skiptið. Það var gaman að tryggja þetta í fyrstu lyftu. Ég get ekki verið annað en glöð með þetta,“ sagði Fanney. En fékk hún meiri samkeppni þegar hún vann hina tvo titlana? „Maður veit aldrei hvernig þetta verður. Það er alltaf samkeppni og maður veit aldrei hvað andstæðingurinn gerir. Þetta er alltaf keppni.“ Fanney reyndi tvisvar sinnum við 160 kg en án árangurs. Hún segist stefna að því að ná lyfta þeirri þyngd. „Ég var nærri því að ná þessu í annarri lyftu en var svo alveg búin í þeirri þriðju. Ég finn að ég á þetta inni. Maður þarf bara að vinna vel og reyna að ná því upp,“ sagði Fanney en hennar besti árangur er 157,5 kg sem er bæði Íslands- og Norðurlandamet. Engin mót eru á dagskránni hjá Fanneyju það sem eftir lifir árs en hún tekur aftur upp þráðinn á árinu 2018.Fínt að fá smá hlé „Þetta hefur verið langt keppnistímabil, mörg mót og mikið að gera. Það er fínt að fá smá hlé til að geta æft almennilega. Maður æfir svolítið öðruvísi þegar það er ekki keppnistímabil,“ sagði Fanney sem mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. Hún stefnir að því að keppa á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Sjá meira