Fyrrverandi leikmaður í NFL-deildinni skipulagði sjálfsmorð vegna kynhneigðar sinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2017 23:07 Ryan O'Callaghan er sjöundi NFL-leikmaðurinn sem kemur út úr skápnum. Vísir/Getty Ryan O‘Callaghan, fyrrverandi leikmaður í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, er kominn út úr skápnum sem samkynhneigður karlmaður. Í viðtali við veftímaritið Outsports í dag sagðist O‘Callaghan alltaf hafa séð fyrir sér að þegar fótboltaferlinum lyki myndi hann fremja sjálfsvíg. O‘Callaghan, sem nú er 33 ára gamall, gegndi stöðu línumanns í bandarísku fótboltaliðunum The New England Patriots árin 2006-2009 og Kansas City Chiefs á árunum 2009-2010. Í viðtali við vefsíðuna Outsports, sem einblínir á málefni hinsegin íþróttafólks, sagðist O‘Callaghan hafa verið í framhaldsskóla þegar hann áttað sig á því að hann væri samkynhneigður.Í frétt BBC segir enn fremur að samkynhneigðin hafi verið O'Callaghan svo þungbær að hann hugðist fremja sjálfsmorð vegna hennar. Til þess hafði hann byggt kofa í grennd við heimili sitt og keypt byssur sem hann notaði blessunarlega aldrei.Fótboltalið fullkominn felustaðurO'Callaghan sagðist jafnframt hafa falið kynhneigð sína af ótta við höfnun og sagði karllæga veröld ameríska fótboltans fullkominn felustað. „Enginn er að fara að gera ráð fyrir því að stóri fótboltamaðurinn sé hommi,“ sagði hann. „Það er þess vegna sem fótboltalið er svona góður felustaður.“ O‘Callaghan glímdi lengi við íþróttameiðsli en hann varð í kjölfarið háður verkjalyfjum. „Þau hjálpuðu til við sársaukann vegna meiðslanna og líka vegna sársaukans sem fylgdi því að vera samkynhneigður,“ tjáði O‘Callaghan blaðamanni Outsports. Mjög fáir íþróttamenn í efstu deildum í Bandaríkjunum koma út úr skápnum. O‘Callaghan er aðeins sá sjöundi í röð fyrrverandi NFL-leikmanna sem opinberar samkynhneigð sína. Enginn þeirra hefur verið opinberlega samkynhneigður á meðan spilamennskunni í deildinni stendur. Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Ryan O‘Callaghan, fyrrverandi leikmaður í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, er kominn út úr skápnum sem samkynhneigður karlmaður. Í viðtali við veftímaritið Outsports í dag sagðist O‘Callaghan alltaf hafa séð fyrir sér að þegar fótboltaferlinum lyki myndi hann fremja sjálfsvíg. O‘Callaghan, sem nú er 33 ára gamall, gegndi stöðu línumanns í bandarísku fótboltaliðunum The New England Patriots árin 2006-2009 og Kansas City Chiefs á árunum 2009-2010. Í viðtali við vefsíðuna Outsports, sem einblínir á málefni hinsegin íþróttafólks, sagðist O‘Callaghan hafa verið í framhaldsskóla þegar hann áttað sig á því að hann væri samkynhneigður.Í frétt BBC segir enn fremur að samkynhneigðin hafi verið O'Callaghan svo þungbær að hann hugðist fremja sjálfsmorð vegna hennar. Til þess hafði hann byggt kofa í grennd við heimili sitt og keypt byssur sem hann notaði blessunarlega aldrei.Fótboltalið fullkominn felustaðurO'Callaghan sagðist jafnframt hafa falið kynhneigð sína af ótta við höfnun og sagði karllæga veröld ameríska fótboltans fullkominn felustað. „Enginn er að fara að gera ráð fyrir því að stóri fótboltamaðurinn sé hommi,“ sagði hann. „Það er þess vegna sem fótboltalið er svona góður felustaður.“ O‘Callaghan glímdi lengi við íþróttameiðsli en hann varð í kjölfarið háður verkjalyfjum. „Þau hjálpuðu til við sársaukann vegna meiðslanna og líka vegna sársaukans sem fylgdi því að vera samkynhneigður,“ tjáði O‘Callaghan blaðamanni Outsports. Mjög fáir íþróttamenn í efstu deildum í Bandaríkjunum koma út úr skápnum. O‘Callaghan er aðeins sá sjöundi í röð fyrrverandi NFL-leikmanna sem opinberar samkynhneigð sína. Enginn þeirra hefur verið opinberlega samkynhneigður á meðan spilamennskunni í deildinni stendur.
Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira