Loftslagsvísindamenn segja upp New York Times Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2017 10:30 New York Times liggur undir gagnrýni vegna ráðningar á þekktum loftslagsafneitara. Vísir/EPA Bandaríska dagblaðið New York Times hefur misst áskrifendur eftir að stjórnendur þess ákváðu að ráða þekktan afneitara loftslagsvísinda til að skrifa skoðanapistla í blaðið. Vísindamenn hafa lýst vonbrigðum sínum með afstöðu blaðsins. Times réði nýlega íhaldssama álitsgjafann Bret Stephens sem áður skrifaði pistla í Wall Street Journal. Hann er einn fjölda íhaldsmanna sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum og orsökum þeirra. Ráðningin vakti strax hörð viðbrögð, meðal annars þekktra loftslagsvísindamanna. Viðkvæði þeirra var að sjálfsagt væri að blaðið birti ólíkar skoðanir á síðum sínum en að það sem Stephens hefði fram að færa væru hreinar rangfærslur um loftslagsmál. Ekki bætti úr skák þegar einn ritstjóra blaðsins varði ráðninguna, meðal annars með þeim orðum að hún hefði vakið reiði „vinstrisinnaðra gagnrýnenda“. Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eins og Michael Mann og Stefan Rahmstorf sögðu áskrift sinni að blaðinu upp í kjölfarið. The @NYTimes hiring of climate denier didn't lead me to cancel subscription. Public editor's offensive response did: https://t.co/BRnmwKIBmX pic.twitter.com/En14mZVYoD— Michael E. Mann (@MichaelEMann) April 25, 2017 Aðrir, eins og tölfræðispekingurinn Nate Silver sem rekur síðuna FiveThirtyEight, bentu á kaldhæðni ráðningar Stephens í ljósi þess að slagorð New York Times eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur verið „Sannleikurinn er mikilvægari en nokkru sinni fyrr“.The Truth Is More Important Now Than Ever, Except If You're Reading Our Op-Ed Page pic.twitter.com/1bWM9IPM1k— Nate Silver (@NateSilver538) April 28, 2017 Þó að New York Times hafi sent lesendum sínum sérstaka tilkynningu þegar fyrsti pistill Stephens birtist virtust ekki allir starfsmenn blaðsins sáttir við ráðninguna. Útibússtjóri blaðsins í Kaíró deildi til dæmis á Stephens á Twitter vegna umdeildra ummæla hans um að Arabar þjáist af „sjúkdómi hugans“. Loftslagsblaðamenn New York Times vöktu einnig athygli á umfjöllun blaðsins um loftslagsmál á samfélagsmiðlum sama dag og pistill Stephens birtist. Þar mátti til dæmis nálgast upplýsingar sem hröktu fullyrðingar Stephens í pistlinum.Where to find NYT reporting on climate change: https://t.co/Q9izvisJSo pic.twitter.com/NsLw4S7heF— NYT Climate (@nytclimate) April 28, 2017 Stephens hefur ekki aðeins verið umdeildur vegna skrifa sinna um loftslagsmál. Í pistlum sínum í gegnum tíðina hefur hann meðal annars hamast gegn hreyfingunni Svört líf skipta máli í Bandaríkjunum og lýst vaxandi tíðni nauðgana í bandarískum háskólum sem „ímynduðum óvini“.CNN fékk loftslagsafneitara í viðtal á degi jarðarNew York Times er ekki eini fjölmiðillinn sem sætir gagnrýni fyrir hvernig hann hefur nálgast loftslagsmál undanfarið. Þannig vakti það athygli að CNN fékk annan þekktan loftslagsafneitara, William Happer, til að rökræða við „vísindagaurinn“ Bill Nye daginn sem fjölmenn vísindaganga var gengin víða um heim á degi jarðar um síðustu helgi. Lýsti Nye vonbrigðum sínum með að CNN hefði fengið Happer að borðinu. Happer, sem meðal annars hefur verið orðaður við stöðu aðalvísindaráðgjafa Donalds Trump, hefur meðal annars sagt að verið sé að „skrímslavæða“ koltvísýring á sama hátt og nasistar gerðu við gyðinga í Þýskalandi á sínum tíma. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Bandaríska dagblaðið New York Times hefur misst áskrifendur eftir að stjórnendur þess ákváðu að ráða þekktan afneitara loftslagsvísinda til að skrifa skoðanapistla í blaðið. Vísindamenn hafa lýst vonbrigðum sínum með afstöðu blaðsins. Times réði nýlega íhaldssama álitsgjafann Bret Stephens sem áður skrifaði pistla í Wall Street Journal. Hann er einn fjölda íhaldsmanna sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum og orsökum þeirra. Ráðningin vakti strax hörð viðbrögð, meðal annars þekktra loftslagsvísindamanna. Viðkvæði þeirra var að sjálfsagt væri að blaðið birti ólíkar skoðanir á síðum sínum en að það sem Stephens hefði fram að færa væru hreinar rangfærslur um loftslagsmál. Ekki bætti úr skák þegar einn ritstjóra blaðsins varði ráðninguna, meðal annars með þeim orðum að hún hefði vakið reiði „vinstrisinnaðra gagnrýnenda“. Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eins og Michael Mann og Stefan Rahmstorf sögðu áskrift sinni að blaðinu upp í kjölfarið. The @NYTimes hiring of climate denier didn't lead me to cancel subscription. Public editor's offensive response did: https://t.co/BRnmwKIBmX pic.twitter.com/En14mZVYoD— Michael E. Mann (@MichaelEMann) April 25, 2017 Aðrir, eins og tölfræðispekingurinn Nate Silver sem rekur síðuna FiveThirtyEight, bentu á kaldhæðni ráðningar Stephens í ljósi þess að slagorð New York Times eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur verið „Sannleikurinn er mikilvægari en nokkru sinni fyrr“.The Truth Is More Important Now Than Ever, Except If You're Reading Our Op-Ed Page pic.twitter.com/1bWM9IPM1k— Nate Silver (@NateSilver538) April 28, 2017 Þó að New York Times hafi sent lesendum sínum sérstaka tilkynningu þegar fyrsti pistill Stephens birtist virtust ekki allir starfsmenn blaðsins sáttir við ráðninguna. Útibússtjóri blaðsins í Kaíró deildi til dæmis á Stephens á Twitter vegna umdeildra ummæla hans um að Arabar þjáist af „sjúkdómi hugans“. Loftslagsblaðamenn New York Times vöktu einnig athygli á umfjöllun blaðsins um loftslagsmál á samfélagsmiðlum sama dag og pistill Stephens birtist. Þar mátti til dæmis nálgast upplýsingar sem hröktu fullyrðingar Stephens í pistlinum.Where to find NYT reporting on climate change: https://t.co/Q9izvisJSo pic.twitter.com/NsLw4S7heF— NYT Climate (@nytclimate) April 28, 2017 Stephens hefur ekki aðeins verið umdeildur vegna skrifa sinna um loftslagsmál. Í pistlum sínum í gegnum tíðina hefur hann meðal annars hamast gegn hreyfingunni Svört líf skipta máli í Bandaríkjunum og lýst vaxandi tíðni nauðgana í bandarískum háskólum sem „ímynduðum óvini“.CNN fékk loftslagsafneitara í viðtal á degi jarðarNew York Times er ekki eini fjölmiðillinn sem sætir gagnrýni fyrir hvernig hann hefur nálgast loftslagsmál undanfarið. Þannig vakti það athygli að CNN fékk annan þekktan loftslagsafneitara, William Happer, til að rökræða við „vísindagaurinn“ Bill Nye daginn sem fjölmenn vísindaganga var gengin víða um heim á degi jarðar um síðustu helgi. Lýsti Nye vonbrigðum sínum með að CNN hefði fengið Happer að borðinu. Happer, sem meðal annars hefur verið orðaður við stöðu aðalvísindaráðgjafa Donalds Trump, hefur meðal annars sagt að verið sé að „skrímslavæða“ koltvísýring á sama hátt og nasistar gerðu við gyðinga í Þýskalandi á sínum tíma.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira