Húllað af skærri gleði Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 25. apríl 2017 13:00 Unnur María Bergsveinsdóttir. Vísir/GVA Unnur María Bergsveinsdóttir lærði sagnfræði en hefur nú sirkuslistir að aðalstarfi. Hún hefur náð undraverðum tökum á því að húlla og sýnir nú og kennir öðrum listina.Húllatrixin skemmtileg Unnur var að kenna loftfimleika og sirkuslistir við Æskusirkusinn þegar hún ákvað að læra nokkur húllatrix til að bæta við sig sem kennari. „Ég fattaði fljótt hvað húllahringurinn er ótrúlega skemmtilegur og það varð ekki aftur snúið. Húllað er mjög fjölbreytilegt, bæði hvað varðar tækni og stíl og möguleikarnir á því að blanda saman trixum eru óendanlegir,“ segir Unnur en hún mælir með að húlla daglega til að ná góðri leikni í listinni. „Og njóta þess að húlla, leyfa hringnum að taka stjórnina og leiða þig trix frá trixi.“ Spurð um hvað henni finnist skemmtilegast við að húlla segir Unnur að það geri hana einfaldlega mjög glaða að húlla við skemmtilega tónlist. „Svo finnst mér líka mjög vænt um hvað ég hef kynnst mörgu og góðu fólki í gegnum húllað. Ég er dugleg að fara á námstefnur erlendis, bæði til að læra og sýna. Mikilvægt er að sækja sér sífellt nýja þekkingu. Það er gott að læra af Youtube en ekkert jafnast á við það að læra af góðum kennara í hópi áhugasamra nemenda. Svo eru húllarar líka svo frábær og samheldinn hópur. Ég á núna góðar húllavinkonur um allan heim og í því er heilmikill stuðningur fólginn og gleði. Það er gaman að fylgjast með hverri annari vaxa sem húllarar í gegnum Facebook og Instagram og hittast á húllanámstefnum um allan heim.“Húllað er mjög fjölbreytilegt, bæði hvað varðar tækni og stíl, að sögn Unnar. MYND/GVAGott fyrir heilsuna Húllað er ekki aðeins skemmtilegt, það hefur líka góð áhrif á líkamlega jafnt sem andlega heilsu. „Húllað bæði eykur þol og styrkir vöðva, sérstaklega miðjuvöðva líkamans; bak, maga og hliðar. Húllað liðkar hreyfingar og bætir líkamsstöðu, jafnvægisskyn og líkamsvitund. Svo brennir húllað auðvitað líka heilmörgum hitaeiningum, eða álíka og skokk eða hröð ganga. Síðan er húllað gott fyrir andlega heilsu. Mér finnst erfitt að hugleiða en á afar auðvelt með að tæma hugann þegar ég húlla, svo það er mín hugleiðsla,“ segir Unnur.Er komið húllaæði á Íslandi? „Veistu, ég sé hilla í það! Og ég mun að sjálfsögðu gera allt það sem ég get til að kynda undir því. Ég held úti mánaðarlegu Húllafjöri á eigin vegum. Seltjarnarnesbær hefur reynst mér afar vel og ljáð mér afnot af Eiðistorgi og aðgang að hljóðkerfi til að lífga upp á Húllafjörið með góðri tónlist. Allir eru velkomnir á Húllafjör, bæði stórir og litlir. Ég á fullt af húllahringjum; litla krakkahringi, fullorðinshringi og risahringi. Þátttakendur prófa að húlla, ég geng á milli, gef góð ráð og kenni skemmtileg trix. Mér finnst gaman að sjá krakka og fullorðna fyllast gleði yfir því að húllahringurinn sé farinn að láta að stjórn. Það er mikilvægt að allir sem hafa áhuga á að húlla geti komið og lært grunnatriðin hjá góðum kennara án fyrirhafnar eða kostnaðar. Mér skilst svo að ég sé eini fullorðinshúllahringjasali landsins en það er mikilvægt að fólk sé með húllahring við hæfi og hann sé ekki of lítill og léttur,“ segir Unnur sem stefnir á að halda húllanámskeið síðla sumars fyrir fólk á öllum aldri. „Svo er sífellt að færast í aukana að fyrirtæki og stofnanir, t.d. skólar, ráði mig til sín með húllasýningu og Húllafjör í kjölfarið. Síðan fer ég líka í fyrirtæki með Húllafjör sem hópefli og blanda þá inn í leikjum og áskorunum. Það geta allir húllað með réttum leiðbeiningum og það er ótrúlega gaman.“ Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Unnur María Bergsveinsdóttir lærði sagnfræði en hefur nú sirkuslistir að aðalstarfi. Hún hefur náð undraverðum tökum á því að húlla og sýnir nú og kennir öðrum listina.Húllatrixin skemmtileg Unnur var að kenna loftfimleika og sirkuslistir við Æskusirkusinn þegar hún ákvað að læra nokkur húllatrix til að bæta við sig sem kennari. „Ég fattaði fljótt hvað húllahringurinn er ótrúlega skemmtilegur og það varð ekki aftur snúið. Húllað er mjög fjölbreytilegt, bæði hvað varðar tækni og stíl og möguleikarnir á því að blanda saman trixum eru óendanlegir,“ segir Unnur en hún mælir með að húlla daglega til að ná góðri leikni í listinni. „Og njóta þess að húlla, leyfa hringnum að taka stjórnina og leiða þig trix frá trixi.“ Spurð um hvað henni finnist skemmtilegast við að húlla segir Unnur að það geri hana einfaldlega mjög glaða að húlla við skemmtilega tónlist. „Svo finnst mér líka mjög vænt um hvað ég hef kynnst mörgu og góðu fólki í gegnum húllað. Ég er dugleg að fara á námstefnur erlendis, bæði til að læra og sýna. Mikilvægt er að sækja sér sífellt nýja þekkingu. Það er gott að læra af Youtube en ekkert jafnast á við það að læra af góðum kennara í hópi áhugasamra nemenda. Svo eru húllarar líka svo frábær og samheldinn hópur. Ég á núna góðar húllavinkonur um allan heim og í því er heilmikill stuðningur fólginn og gleði. Það er gaman að fylgjast með hverri annari vaxa sem húllarar í gegnum Facebook og Instagram og hittast á húllanámstefnum um allan heim.“Húllað er mjög fjölbreytilegt, bæði hvað varðar tækni og stíl, að sögn Unnar. MYND/GVAGott fyrir heilsuna Húllað er ekki aðeins skemmtilegt, það hefur líka góð áhrif á líkamlega jafnt sem andlega heilsu. „Húllað bæði eykur þol og styrkir vöðva, sérstaklega miðjuvöðva líkamans; bak, maga og hliðar. Húllað liðkar hreyfingar og bætir líkamsstöðu, jafnvægisskyn og líkamsvitund. Svo brennir húllað auðvitað líka heilmörgum hitaeiningum, eða álíka og skokk eða hröð ganga. Síðan er húllað gott fyrir andlega heilsu. Mér finnst erfitt að hugleiða en á afar auðvelt með að tæma hugann þegar ég húlla, svo það er mín hugleiðsla,“ segir Unnur.Er komið húllaæði á Íslandi? „Veistu, ég sé hilla í það! Og ég mun að sjálfsögðu gera allt það sem ég get til að kynda undir því. Ég held úti mánaðarlegu Húllafjöri á eigin vegum. Seltjarnarnesbær hefur reynst mér afar vel og ljáð mér afnot af Eiðistorgi og aðgang að hljóðkerfi til að lífga upp á Húllafjörið með góðri tónlist. Allir eru velkomnir á Húllafjör, bæði stórir og litlir. Ég á fullt af húllahringjum; litla krakkahringi, fullorðinshringi og risahringi. Þátttakendur prófa að húlla, ég geng á milli, gef góð ráð og kenni skemmtileg trix. Mér finnst gaman að sjá krakka og fullorðna fyllast gleði yfir því að húllahringurinn sé farinn að láta að stjórn. Það er mikilvægt að allir sem hafa áhuga á að húlla geti komið og lært grunnatriðin hjá góðum kennara án fyrirhafnar eða kostnaðar. Mér skilst svo að ég sé eini fullorðinshúllahringjasali landsins en það er mikilvægt að fólk sé með húllahring við hæfi og hann sé ekki of lítill og léttur,“ segir Unnur sem stefnir á að halda húllanámskeið síðla sumars fyrir fólk á öllum aldri. „Svo er sífellt að færast í aukana að fyrirtæki og stofnanir, t.d. skólar, ráði mig til sín með húllasýningu og Húllafjör í kjölfarið. Síðan fer ég líka í fyrirtæki með Húllafjör sem hópefli og blanda þá inn í leikjum og áskorunum. Það geta allir húllað með réttum leiðbeiningum og það er ótrúlega gaman.“
Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira