Swansea gekk í dag frá kaupum á tveimur leikmönnum fyrir komandi átök í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.
Tom Carroll kom frá Tottenham fyrir 4,5 milljónir punda og sænski bakvörðurinn Martin Olsson kom fyrir fjórar milljónir frá Norwich.
Olsson er 28 ára Svíi en hann á að baki 40 landsleiki. Hann kom frá Norwich til Blackburn árið 2013 og gerði nú samning við Swansea til loka tímabilsins 2019.
Sjá einnig: Meiri hjálp á leiðinni fyrir Gylfa og félaga
Gylfi Þór Sigurðsson þekkir vel til Carroll en þeir voru samherjar hjá Tottenham. Carroll gerði þriggja og hálfs árs samning við Swansea en hann var í láni hjá félaginu tímabilið 2014-15.
Carroll hefur lítið fengið að spila með Tottenham á tímabilinu og aðeins komið við sögu í þremur leikjum í öllum keppnum.
Hann er 24 ára miðjumaður sem er fyrrum fyrirliði U-21 liðs Englands.
Swansea samdi við Carroll og Olsson
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
