Ferðalög eru hugleiðsla Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 7. október 2017 13:00 Halldór Friðrik Þorsteinsson segist njóta þess að vera kominn heim eftir langt ferðalag um Afríku. Visir/Laufey Halldór fær sér að drekka í Tógó. „Áliðinn sunnudag í september 2013 tínast farþegar í brottfararsalinn á Charles de Gaulle-flugvellinum í París. Þeir eru á leið í flug 451 til Dakar, höfuðborgar Senegal, og draga dám af áfangastað sínum. Klæðnaður í öllum regnbogans litum, karlar með fez-hatt á höfði og konur með slæður. Framandi skeggsnið. Stúlka á heimleið sest við hlið mér og tekur upp úr skjóðu sinni nýútkomna ævisögu Steve Jobs. Maðurinn gegnt okkur les Kóraninn. Áætlaður flugtími sex klukkustundir.“ Með þessum orðum hefst ferðasaga Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, Rétt undir sólinni. Frásögn af sex mánaða ferðalagi hans um Afríku. Halldór starfaði á verðbréfamarkaði um árabil áður en hann hóf að ferðast um heiminn. Hann fann fyrir kulnunareinkennum í starfi. „Ég varð að skipta um gír og breyta um rútínu. Ég var farinn að finna fyrir kulnunareinkennum,“ segir Halldór sem fór fyrst í langar ferðir um Asíu og Eyjaálfu. „Ég ferðast einn, það er svo merkilegt hvað það styrkir mann og stælir. Ég ferðaðist með það markmið að læra eitthvað nýtt og komst að því hvað ströng ferðalög eru góð menntun. Þau breyta manni. Breyta hugsun, þankagangi og lífsstíl,“ segir Halldór. Þetta er í fyrsta sinn sem hann skrifar ferðasögu sína. Hann ferðaðist til Afríku með dagbók og punktaði hjá sér á ferðalaginu. „Ég ætlaði mér alltaf að skrifa ferðasögu um þessa ferð. Fyrir mér þarf ferðasagan að vera þannig að þú ferðast með höfundinum. Það eru engar ljósmyndir í bókinni og það er með ráðum gert. Ljósmyndirnar trufla ímyndunaraflið. Bókin snýst heldur ekki um mig, þetta er leiðangur sem ég fer í með lesandanum,“ segir Halldór.Börn í Gana.Ólík veröld Halldór hóf ferðalagið vestast í álfunni. „Þetta eru ólíkar heimsálfur sem ég hef ferðast til. Allar hafa þær sinn sjarma. En Afríka var áhrifamest. Það eru andstæðurnar í henni og fjölbreytileikinn. Þessi ólíka veröld sem Afríka er frá því sem við þekkjum í Evrópu. Afríka kennir manni svo margt. Ég byrjaði í Vestur-Afríku og var þar í þrjá mánuði. Vestur-Afríka er krefjandi og það er erfitt að ferðast þar af ýmsum ástæðum. Helst vegna innviðanna sem eru veikari heldur en í Austur-Afríku, til dæmis. Þú sérð ekki marga ferðamenn í Vestur-Afríku, nema þá sem tengjast góðgerðarmálum. Ég var tilbúinn í svo krefjandi ferð eftir reisur mínar um heiminn, en fyrir byrjendur þá mæli ég ekki með því að byrja í Vestur-Afríku,“ segir Halldór. „En þessi hluti ferðarinnar var mjög sterk og eftirminnileg upplifun. Mér finnst eftirsóknarvert að vera þar sem er lítill túrismi. Ég átti mjög góða daga í Gabon, landi sem fáir Íslendingar þekkja en kemur á óvart.“Halldór heilsar heimamanni í Tógó.Vísað úr landi Halldór lenti í ýmsum skrítnum, spaugilegum og forvitnilegum aðstæðum. „Það voru alls konar uppákomur auðvitað. Ég tók eitt sinn leigubíl að kvöldlagi og leigubílstjórinn rúntaði með mig og ferðafélaga minn í bílnum í góðan klukkutíma að hótelinu. Þegar ég vakna um morguninn átta ég mig á því að staðurinn sem ég tók leigubílinn frá var nánast við hliðina á hótelinu,“ segir hann og hlær. „Svo var mér vísað úr landi í Kamerún, ég var í þeirri trú að ég fengi vegabréfsáritun en ég fékk hana ekki. Það var auðmýkjandi. Að vera vísað úr landi. Þeim leiddist ekkert að leiða mig, hvíta karlmanninn, út í flugvélina, það gleymist seint glottið á þeim,“ segir Halldór. Hann ferðaðist síðan austar og fór svo suður og lauk ferðalaginu í Suður-Afríku. „Eþíópía er eitt af þessum löndum sem stendur upp úr sökum fjölbreytileika. Ég var með ákveðnar ranghugmyndir um landið sem byggðust á gömlum fréttum um hungursneyð og fátækt. Maður hélt að þetta væri guðsvolað land en þarna er mikil menning, saga og yndislegt mannlíf,“ segir Halldór.Mannlíf í Senegal.Að kynnast sjálfum sér Hann er nýkominn heim og segir að þótt hann dvelji langdvölum frá fjölskyldu sinni njóti hún ferðareynslunnar með óbeinum hætti. „Ég á þrjú börn á aldrinum 15 ára til 25 ára og hvet þau til ferðalaga og víðsýni. Ég átta mig betur á því sem skiptir máli í lífinu og vonandi nýtur fjölskyldan þess. Ég hvet þau að minnsta kosti til sama lífs og ég sé að þetta er vaxandi hjá ungu fólki. Að ferðast til að mennta sig og víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Halldór. „Auðvitað eru ekki allir sem vilja fara út fyrir þægindarammann og ferðast einir. En ég mæli nú samt með því. Maður kynnist fleirum á leiðinni. Gömlum körlum eins og mér sjálfum,“ segir hann og hlær. „En best er þegar maður nær að dvelja með heimafólki. Ég get allavega sagt að ég hafi gengið í endurnýjun lífdaga. Það var mjög góð breyting að brjóta upp þetta mynstur sem ég var fastur í. Ferðalög eru hugleiðsla, ég er einn með sjálfum mér. Í rauninni eru ferðalög mjög góð leið til að kynnast sjálfum sér. Tilgangurinn með þessari ferðasögu er fyrst og fremst að kynna töfra Afríku og sýna fólki að það að ferðast einn getur verið mjög gefandi.“ Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Halldór fær sér að drekka í Tógó. „Áliðinn sunnudag í september 2013 tínast farþegar í brottfararsalinn á Charles de Gaulle-flugvellinum í París. Þeir eru á leið í flug 451 til Dakar, höfuðborgar Senegal, og draga dám af áfangastað sínum. Klæðnaður í öllum regnbogans litum, karlar með fez-hatt á höfði og konur með slæður. Framandi skeggsnið. Stúlka á heimleið sest við hlið mér og tekur upp úr skjóðu sinni nýútkomna ævisögu Steve Jobs. Maðurinn gegnt okkur les Kóraninn. Áætlaður flugtími sex klukkustundir.“ Með þessum orðum hefst ferðasaga Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, Rétt undir sólinni. Frásögn af sex mánaða ferðalagi hans um Afríku. Halldór starfaði á verðbréfamarkaði um árabil áður en hann hóf að ferðast um heiminn. Hann fann fyrir kulnunareinkennum í starfi. „Ég varð að skipta um gír og breyta um rútínu. Ég var farinn að finna fyrir kulnunareinkennum,“ segir Halldór sem fór fyrst í langar ferðir um Asíu og Eyjaálfu. „Ég ferðast einn, það er svo merkilegt hvað það styrkir mann og stælir. Ég ferðaðist með það markmið að læra eitthvað nýtt og komst að því hvað ströng ferðalög eru góð menntun. Þau breyta manni. Breyta hugsun, þankagangi og lífsstíl,“ segir Halldór. Þetta er í fyrsta sinn sem hann skrifar ferðasögu sína. Hann ferðaðist til Afríku með dagbók og punktaði hjá sér á ferðalaginu. „Ég ætlaði mér alltaf að skrifa ferðasögu um þessa ferð. Fyrir mér þarf ferðasagan að vera þannig að þú ferðast með höfundinum. Það eru engar ljósmyndir í bókinni og það er með ráðum gert. Ljósmyndirnar trufla ímyndunaraflið. Bókin snýst heldur ekki um mig, þetta er leiðangur sem ég fer í með lesandanum,“ segir Halldór.Börn í Gana.Ólík veröld Halldór hóf ferðalagið vestast í álfunni. „Þetta eru ólíkar heimsálfur sem ég hef ferðast til. Allar hafa þær sinn sjarma. En Afríka var áhrifamest. Það eru andstæðurnar í henni og fjölbreytileikinn. Þessi ólíka veröld sem Afríka er frá því sem við þekkjum í Evrópu. Afríka kennir manni svo margt. Ég byrjaði í Vestur-Afríku og var þar í þrjá mánuði. Vestur-Afríka er krefjandi og það er erfitt að ferðast þar af ýmsum ástæðum. Helst vegna innviðanna sem eru veikari heldur en í Austur-Afríku, til dæmis. Þú sérð ekki marga ferðamenn í Vestur-Afríku, nema þá sem tengjast góðgerðarmálum. Ég var tilbúinn í svo krefjandi ferð eftir reisur mínar um heiminn, en fyrir byrjendur þá mæli ég ekki með því að byrja í Vestur-Afríku,“ segir Halldór. „En þessi hluti ferðarinnar var mjög sterk og eftirminnileg upplifun. Mér finnst eftirsóknarvert að vera þar sem er lítill túrismi. Ég átti mjög góða daga í Gabon, landi sem fáir Íslendingar þekkja en kemur á óvart.“Halldór heilsar heimamanni í Tógó.Vísað úr landi Halldór lenti í ýmsum skrítnum, spaugilegum og forvitnilegum aðstæðum. „Það voru alls konar uppákomur auðvitað. Ég tók eitt sinn leigubíl að kvöldlagi og leigubílstjórinn rúntaði með mig og ferðafélaga minn í bílnum í góðan klukkutíma að hótelinu. Þegar ég vakna um morguninn átta ég mig á því að staðurinn sem ég tók leigubílinn frá var nánast við hliðina á hótelinu,“ segir hann og hlær. „Svo var mér vísað úr landi í Kamerún, ég var í þeirri trú að ég fengi vegabréfsáritun en ég fékk hana ekki. Það var auðmýkjandi. Að vera vísað úr landi. Þeim leiddist ekkert að leiða mig, hvíta karlmanninn, út í flugvélina, það gleymist seint glottið á þeim,“ segir Halldór. Hann ferðaðist síðan austar og fór svo suður og lauk ferðalaginu í Suður-Afríku. „Eþíópía er eitt af þessum löndum sem stendur upp úr sökum fjölbreytileika. Ég var með ákveðnar ranghugmyndir um landið sem byggðust á gömlum fréttum um hungursneyð og fátækt. Maður hélt að þetta væri guðsvolað land en þarna er mikil menning, saga og yndislegt mannlíf,“ segir Halldór.Mannlíf í Senegal.Að kynnast sjálfum sér Hann er nýkominn heim og segir að þótt hann dvelji langdvölum frá fjölskyldu sinni njóti hún ferðareynslunnar með óbeinum hætti. „Ég á þrjú börn á aldrinum 15 ára til 25 ára og hvet þau til ferðalaga og víðsýni. Ég átta mig betur á því sem skiptir máli í lífinu og vonandi nýtur fjölskyldan þess. Ég hvet þau að minnsta kosti til sama lífs og ég sé að þetta er vaxandi hjá ungu fólki. Að ferðast til að mennta sig og víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Halldór. „Auðvitað eru ekki allir sem vilja fara út fyrir þægindarammann og ferðast einir. En ég mæli nú samt með því. Maður kynnist fleirum á leiðinni. Gömlum körlum eins og mér sjálfum,“ segir hann og hlær. „En best er þegar maður nær að dvelja með heimafólki. Ég get allavega sagt að ég hafi gengið í endurnýjun lífdaga. Það var mjög góð breyting að brjóta upp þetta mynstur sem ég var fastur í. Ferðalög eru hugleiðsla, ég er einn með sjálfum mér. Í rauninni eru ferðalög mjög góð leið til að kynnast sjálfum sér. Tilgangurinn með þessari ferðasögu er fyrst og fremst að kynna töfra Afríku og sýna fólki að það að ferðast einn getur verið mjög gefandi.“
Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira