Keyrir hringinn á rafbíl með móður sinni á níræðisaldri Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. september 2017 20:00 Rafbílahalarófa hlykkjaðist út fyrir borgarmörkin í dag. Þar fylgdi fjöldi fólks tveimur Bretum sem hyggjast aka umhverfis Ísland á rafbílum. Félagarnir ætla norðurleiðina og vona að þjóðvegurinn verði kominn í lag svo þeir geti klárað hringinn í lok næstu viku. Þeir Mark og Stuart lögðu af stað í hringferðina frá rafstöðinni við Elliðaárdal í hádeginu. Markmið þeirra er að sýna fram á hve litlum vandkvæðum það sé bundið að fara allra sinna ferða á rafbíl, jafnvel þó um langferðir sé að ræða. Bakgrunnur þeirra er á sviði endurskoðunar og rekstrar, en undanfarið hafa þeir látið umhverfismál sig miklu varða. Áhuginn jókst til muna þegar þeir óku saman hringinn um Bretland á rafbíl í fyrra og sáu hve auðvelt það raunverulega var. Félagarnir eru hér á landi í tengslum við orkuráðstefnuna Charge Iceland sem fram fer dagana 9. og 10. október. Að henni koma m.a. opinberir aðilar og stórfyrirtæki frá ýmsum löndum og er áherslan á framtíðarmöguleika í nýtingu og markaðssetningu orku. Forsvarsmaðurinn Friðrik Larsen segir mikinn áhuga á orkuþjóðinni Íslandi og ætla ökuþórarnir að stoppa víða á leið sinni og kynna sér uppsprettur orkunnar. Bretarnir hyggjast aka umhverfis fleiri lönd á rafbílum á næstu misserum og hafa jafnvel í hyggju að þvera heilu heimsálfurnar. Annar þeirra fer þó hvergi án þess að hafa móður sína, sem er á níræðisaldri, með sér til halds og trausts. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Rafbílahalarófa hlykkjaðist út fyrir borgarmörkin í dag. Þar fylgdi fjöldi fólks tveimur Bretum sem hyggjast aka umhverfis Ísland á rafbílum. Félagarnir ætla norðurleiðina og vona að þjóðvegurinn verði kominn í lag svo þeir geti klárað hringinn í lok næstu viku. Þeir Mark og Stuart lögðu af stað í hringferðina frá rafstöðinni við Elliðaárdal í hádeginu. Markmið þeirra er að sýna fram á hve litlum vandkvæðum það sé bundið að fara allra sinna ferða á rafbíl, jafnvel þó um langferðir sé að ræða. Bakgrunnur þeirra er á sviði endurskoðunar og rekstrar, en undanfarið hafa þeir látið umhverfismál sig miklu varða. Áhuginn jókst til muna þegar þeir óku saman hringinn um Bretland á rafbíl í fyrra og sáu hve auðvelt það raunverulega var. Félagarnir eru hér á landi í tengslum við orkuráðstefnuna Charge Iceland sem fram fer dagana 9. og 10. október. Að henni koma m.a. opinberir aðilar og stórfyrirtæki frá ýmsum löndum og er áherslan á framtíðarmöguleika í nýtingu og markaðssetningu orku. Forsvarsmaðurinn Friðrik Larsen segir mikinn áhuga á orkuþjóðinni Íslandi og ætla ökuþórarnir að stoppa víða á leið sinni og kynna sér uppsprettur orkunnar. Bretarnir hyggjast aka umhverfis fleiri lönd á rafbílum á næstu misserum og hafa jafnvel í hyggju að þvera heilu heimsálfurnar. Annar þeirra fer þó hvergi án þess að hafa móður sína, sem er á níræðisaldri, með sér til halds og trausts.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira