Börn fá ókeypis námsgögn í Hveragerði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. júlí 2017 19:55 Aldís Hafsteinsdóttir segir íbúum fjölga hratt í Hveragerði Vísir/Pjetur Sigurðsson Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að öll börn í Grunnskólanum í Hveragerði fái ókeypis námsgögn þegar skólastarf hefjist að loknu sumarfríi. Að sögn Aldísar er þetta liður í því að gera Hveragerði að enn betri búsetukosti. „Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk með börn sjái hag sínum best borgið með því að búa í Hveragerði. Við teljum okkur geta boðið mjög gott umhverfi og barnvænt,“ segir Aldís. Námsgögn á borð við stílabækur, plastvasa, liti, teygjumöppur, strokleður og reglustikur verða ókeypis þegar börnin setjast á skólabekkinn á ný. Nú sér bæjarfélagið börnunum um námsgögnin. Tekin var ákvörðun um þetta við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 og var tillagan samþykkt af öllum bæjarfulltrúum.Þungur róður hjá barnafjölskyldum Aldís segir bæjarstjórnina sífellt reyna að gera betur. Að sögn Aldísar er reynt að koma til móts við fólk á öllum aldri en hún horfir sérstaklega til barnafjölskyldna því hún viti að þar geti róðurinn verið þungur. Hún segir íbúum hafa fjölgað hratt í Hveragerði á síðustu misserum og finnur hún greinilega fyrir húsnæðisskortinum á höfuðborgarsvæðinu. Margir sem séu í fasteignahugleiðingum horfi í auknum mæli til Hveragerðis.Aldís Hafsteinsdóttir segir Hveragerði bjóða upp á gott og barnvænt umhverfi.Aldís HafsteinsdóttirTekur tillit til foreldra sem vinna á höfuðborgarsvæðinu Aðspurð segist Aldís taka fullt tillit til þeirra sem hafi atvinnu á höfuðborgarsvæðinu. Því til stuðnings segir hún að könnun hafi verið gerð á meðal Hvergerðinga á því hvenær þeir vildu helst að leikskólinn opnaði á morgnanna. Hún segir að það hafi komið í ljós að þó nokkur fjöldi Hvergerðinga vildi að leikskólinn opnaði fyrr á morgnanna. Að sögn Aldísar hafi þau breytt opnunartímanum til að íbúarnir næðu strætisvagninum til Reykjavíkur í tæka tíð fyrir vinnu. Þá bætir bæjarstjórinn við að bærinn hafi staðið fyrir ævintýranámskeiði á sumrin fyrir börn frá 08.00-17.00 til að fólk geti sinnt vinnunni og jafnframt verið óhrædd um börnin á meðan. „Við erum sífellt að reyna að gera betur,“ segir Aldís, bæjarstjóri í Hveragerði. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að öll börn í Grunnskólanum í Hveragerði fái ókeypis námsgögn þegar skólastarf hefjist að loknu sumarfríi. Að sögn Aldísar er þetta liður í því að gera Hveragerði að enn betri búsetukosti. „Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk með börn sjái hag sínum best borgið með því að búa í Hveragerði. Við teljum okkur geta boðið mjög gott umhverfi og barnvænt,“ segir Aldís. Námsgögn á borð við stílabækur, plastvasa, liti, teygjumöppur, strokleður og reglustikur verða ókeypis þegar börnin setjast á skólabekkinn á ný. Nú sér bæjarfélagið börnunum um námsgögnin. Tekin var ákvörðun um þetta við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 og var tillagan samþykkt af öllum bæjarfulltrúum.Þungur róður hjá barnafjölskyldum Aldís segir bæjarstjórnina sífellt reyna að gera betur. Að sögn Aldísar er reynt að koma til móts við fólk á öllum aldri en hún horfir sérstaklega til barnafjölskyldna því hún viti að þar geti róðurinn verið þungur. Hún segir íbúum hafa fjölgað hratt í Hveragerði á síðustu misserum og finnur hún greinilega fyrir húsnæðisskortinum á höfuðborgarsvæðinu. Margir sem séu í fasteignahugleiðingum horfi í auknum mæli til Hveragerðis.Aldís Hafsteinsdóttir segir Hveragerði bjóða upp á gott og barnvænt umhverfi.Aldís HafsteinsdóttirTekur tillit til foreldra sem vinna á höfuðborgarsvæðinu Aðspurð segist Aldís taka fullt tillit til þeirra sem hafi atvinnu á höfuðborgarsvæðinu. Því til stuðnings segir hún að könnun hafi verið gerð á meðal Hvergerðinga á því hvenær þeir vildu helst að leikskólinn opnaði á morgnanna. Hún segir að það hafi komið í ljós að þó nokkur fjöldi Hvergerðinga vildi að leikskólinn opnaði fyrr á morgnanna. Að sögn Aldísar hafi þau breytt opnunartímanum til að íbúarnir næðu strætisvagninum til Reykjavíkur í tæka tíð fyrir vinnu. Þá bætir bæjarstjórinn við að bærinn hafi staðið fyrir ævintýranámskeiði á sumrin fyrir börn frá 08.00-17.00 til að fólk geti sinnt vinnunni og jafnframt verið óhrædd um börnin á meðan. „Við erum sífellt að reyna að gera betur,“ segir Aldís, bæjarstjóri í Hveragerði.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent