Börn fá ókeypis námsgögn í Hveragerði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. júlí 2017 19:55 Aldís Hafsteinsdóttir segir íbúum fjölga hratt í Hveragerði Vísir/Pjetur Sigurðsson Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að öll börn í Grunnskólanum í Hveragerði fái ókeypis námsgögn þegar skólastarf hefjist að loknu sumarfríi. Að sögn Aldísar er þetta liður í því að gera Hveragerði að enn betri búsetukosti. „Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk með börn sjái hag sínum best borgið með því að búa í Hveragerði. Við teljum okkur geta boðið mjög gott umhverfi og barnvænt,“ segir Aldís. Námsgögn á borð við stílabækur, plastvasa, liti, teygjumöppur, strokleður og reglustikur verða ókeypis þegar börnin setjast á skólabekkinn á ný. Nú sér bæjarfélagið börnunum um námsgögnin. Tekin var ákvörðun um þetta við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 og var tillagan samþykkt af öllum bæjarfulltrúum.Þungur róður hjá barnafjölskyldum Aldís segir bæjarstjórnina sífellt reyna að gera betur. Að sögn Aldísar er reynt að koma til móts við fólk á öllum aldri en hún horfir sérstaklega til barnafjölskyldna því hún viti að þar geti róðurinn verið þungur. Hún segir íbúum hafa fjölgað hratt í Hveragerði á síðustu misserum og finnur hún greinilega fyrir húsnæðisskortinum á höfuðborgarsvæðinu. Margir sem séu í fasteignahugleiðingum horfi í auknum mæli til Hveragerðis.Aldís Hafsteinsdóttir segir Hveragerði bjóða upp á gott og barnvænt umhverfi.Aldís HafsteinsdóttirTekur tillit til foreldra sem vinna á höfuðborgarsvæðinu Aðspurð segist Aldís taka fullt tillit til þeirra sem hafi atvinnu á höfuðborgarsvæðinu. Því til stuðnings segir hún að könnun hafi verið gerð á meðal Hvergerðinga á því hvenær þeir vildu helst að leikskólinn opnaði á morgnanna. Hún segir að það hafi komið í ljós að þó nokkur fjöldi Hvergerðinga vildi að leikskólinn opnaði fyrr á morgnanna. Að sögn Aldísar hafi þau breytt opnunartímanum til að íbúarnir næðu strætisvagninum til Reykjavíkur í tæka tíð fyrir vinnu. Þá bætir bæjarstjórinn við að bærinn hafi staðið fyrir ævintýranámskeiði á sumrin fyrir börn frá 08.00-17.00 til að fólk geti sinnt vinnunni og jafnframt verið óhrædd um börnin á meðan. „Við erum sífellt að reyna að gera betur,“ segir Aldís, bæjarstjóri í Hveragerði. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að öll börn í Grunnskólanum í Hveragerði fái ókeypis námsgögn þegar skólastarf hefjist að loknu sumarfríi. Að sögn Aldísar er þetta liður í því að gera Hveragerði að enn betri búsetukosti. „Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk með börn sjái hag sínum best borgið með því að búa í Hveragerði. Við teljum okkur geta boðið mjög gott umhverfi og barnvænt,“ segir Aldís. Námsgögn á borð við stílabækur, plastvasa, liti, teygjumöppur, strokleður og reglustikur verða ókeypis þegar börnin setjast á skólabekkinn á ný. Nú sér bæjarfélagið börnunum um námsgögnin. Tekin var ákvörðun um þetta við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 og var tillagan samþykkt af öllum bæjarfulltrúum.Þungur róður hjá barnafjölskyldum Aldís segir bæjarstjórnina sífellt reyna að gera betur. Að sögn Aldísar er reynt að koma til móts við fólk á öllum aldri en hún horfir sérstaklega til barnafjölskyldna því hún viti að þar geti róðurinn verið þungur. Hún segir íbúum hafa fjölgað hratt í Hveragerði á síðustu misserum og finnur hún greinilega fyrir húsnæðisskortinum á höfuðborgarsvæðinu. Margir sem séu í fasteignahugleiðingum horfi í auknum mæli til Hveragerðis.Aldís Hafsteinsdóttir segir Hveragerði bjóða upp á gott og barnvænt umhverfi.Aldís HafsteinsdóttirTekur tillit til foreldra sem vinna á höfuðborgarsvæðinu Aðspurð segist Aldís taka fullt tillit til þeirra sem hafi atvinnu á höfuðborgarsvæðinu. Því til stuðnings segir hún að könnun hafi verið gerð á meðal Hvergerðinga á því hvenær þeir vildu helst að leikskólinn opnaði á morgnanna. Hún segir að það hafi komið í ljós að þó nokkur fjöldi Hvergerðinga vildi að leikskólinn opnaði fyrr á morgnanna. Að sögn Aldísar hafi þau breytt opnunartímanum til að íbúarnir næðu strætisvagninum til Reykjavíkur í tæka tíð fyrir vinnu. Þá bætir bæjarstjórinn við að bærinn hafi staðið fyrir ævintýranámskeiði á sumrin fyrir börn frá 08.00-17.00 til að fólk geti sinnt vinnunni og jafnframt verið óhrædd um börnin á meðan. „Við erum sífellt að reyna að gera betur,“ segir Aldís, bæjarstjóri í Hveragerði.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira