18 ára reykvísk YouTube-stjarna og með tugi milljóna áhorfa: „Fæ eitthvað borgað en ég vinn líka aðrar vinnur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2017 14:00 Didda er að slá í gegn á YouTube. „Ég byrjaði að gera myndbönd þegar ég var í kringum tíu eða ellefu ára. Áhuginn kom eftir að ég var með í stuttmynd sem krakkar úr árganginum voru að búa til. Ég byrjaði seinna að setja inn myndbönd á YouTube,“ segir Sigríður Þóra Flygenring, 18 ára ung kona sem búsett er í Reykjavík. Sigríður kallar sig Didda á YouTube og má segja að hún sé YouTube-stjarna. Didda byrjaði á YouTube árið 2010 og hefur hún um sextíu þúsund fylgjendur. Myndböndin hennar hafa yfir 36 milljónir áhorfa. „Ég gerði mér fyrst ekki grein fyrir því að hver sem er gæti horft á þessi myndbönd, en svo eignaðist ég vini og áhorfendur og þá fór ég að búa til myndbönd sérstaklega fyrir YouTube.“ Hún segir að flest myndböndin sé einhverskonar samanblanda af raunveruleikanum og ímyndunarafli hennar. „Mér finnst gaman að sýna heiminn á fyndinn hátt og skreyti oft myndböndin með teikningum. Ég hef eiginlega verið á YouTube síðan ég var barn og á það til að gera bara myndbönd eins og ég er vön að gera. Svo einmitt núna er ég að reyna að breyta til og fullorðnast aðeins og finna út hvað ég vil búa til.“ Hún segir að ekkert eitt sérstakt myndband hafi skapað vinsældir hennar og hafi rásin stækkað hægt og bítandi. Didda segist fá smávegis greitt frá YouTube.Þarf líka að vinna „Ég fæ eitthvað borgað en ég vinn líka aðrar vinnur og er í skóla. Ég gæti ef til vill gert YouTube að vinnunni minni í framtíðinni en ég veit ekki hvort það sé eitthvað sem ég stefni endilega á að gera.“ Didda segist eiga nokkra aðdáendur. „Ég hef séð nokkrar aðdáendasíður og komment. Ég hef líka hitt nokkra áhorfendur og þau eru öll frekar slök, sem er mjög næs því ég sé mig sjálfa ekkert sem neina YouTube stjörnu,“ segir Sigríður og bætir við að það sé virkilega gaman að standa í þessu. „Væri líklegast ekki að gera þetta nema það væri gaman. Helst er þá gaman bara að fá feedback frá áhorfendum og líka að kynnast öðru fólki sem er að gera það sama. Ég hef eignast marga vini í gegnum YouTube og hef líka verið svo heppin að fá að hitta þá. Ég hef líka verið boðin í að taka þátt í nokkrum pallborðsumræðum á VidCon í Bandaríkjunum og Amsterdam, sem er virkilega skemmtilegt og gott tækifæri.“ Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Diddu: Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira
„Ég byrjaði að gera myndbönd þegar ég var í kringum tíu eða ellefu ára. Áhuginn kom eftir að ég var með í stuttmynd sem krakkar úr árganginum voru að búa til. Ég byrjaði seinna að setja inn myndbönd á YouTube,“ segir Sigríður Þóra Flygenring, 18 ára ung kona sem búsett er í Reykjavík. Sigríður kallar sig Didda á YouTube og má segja að hún sé YouTube-stjarna. Didda byrjaði á YouTube árið 2010 og hefur hún um sextíu þúsund fylgjendur. Myndböndin hennar hafa yfir 36 milljónir áhorfa. „Ég gerði mér fyrst ekki grein fyrir því að hver sem er gæti horft á þessi myndbönd, en svo eignaðist ég vini og áhorfendur og þá fór ég að búa til myndbönd sérstaklega fyrir YouTube.“ Hún segir að flest myndböndin sé einhverskonar samanblanda af raunveruleikanum og ímyndunarafli hennar. „Mér finnst gaman að sýna heiminn á fyndinn hátt og skreyti oft myndböndin með teikningum. Ég hef eiginlega verið á YouTube síðan ég var barn og á það til að gera bara myndbönd eins og ég er vön að gera. Svo einmitt núna er ég að reyna að breyta til og fullorðnast aðeins og finna út hvað ég vil búa til.“ Hún segir að ekkert eitt sérstakt myndband hafi skapað vinsældir hennar og hafi rásin stækkað hægt og bítandi. Didda segist fá smávegis greitt frá YouTube.Þarf líka að vinna „Ég fæ eitthvað borgað en ég vinn líka aðrar vinnur og er í skóla. Ég gæti ef til vill gert YouTube að vinnunni minni í framtíðinni en ég veit ekki hvort það sé eitthvað sem ég stefni endilega á að gera.“ Didda segist eiga nokkra aðdáendur. „Ég hef séð nokkrar aðdáendasíður og komment. Ég hef líka hitt nokkra áhorfendur og þau eru öll frekar slök, sem er mjög næs því ég sé mig sjálfa ekkert sem neina YouTube stjörnu,“ segir Sigríður og bætir við að það sé virkilega gaman að standa í þessu. „Væri líklegast ekki að gera þetta nema það væri gaman. Helst er þá gaman bara að fá feedback frá áhorfendum og líka að kynnast öðru fólki sem er að gera það sama. Ég hef eignast marga vini í gegnum YouTube og hef líka verið svo heppin að fá að hitta þá. Ég hef líka verið boðin í að taka þátt í nokkrum pallborðsumræðum á VidCon í Bandaríkjunum og Amsterdam, sem er virkilega skemmtilegt og gott tækifæri.“ Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Diddu:
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira