18 ára reykvísk YouTube-stjarna og með tugi milljóna áhorfa: „Fæ eitthvað borgað en ég vinn líka aðrar vinnur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2017 14:00 Didda er að slá í gegn á YouTube. „Ég byrjaði að gera myndbönd þegar ég var í kringum tíu eða ellefu ára. Áhuginn kom eftir að ég var með í stuttmynd sem krakkar úr árganginum voru að búa til. Ég byrjaði seinna að setja inn myndbönd á YouTube,“ segir Sigríður Þóra Flygenring, 18 ára ung kona sem búsett er í Reykjavík. Sigríður kallar sig Didda á YouTube og má segja að hún sé YouTube-stjarna. Didda byrjaði á YouTube árið 2010 og hefur hún um sextíu þúsund fylgjendur. Myndböndin hennar hafa yfir 36 milljónir áhorfa. „Ég gerði mér fyrst ekki grein fyrir því að hver sem er gæti horft á þessi myndbönd, en svo eignaðist ég vini og áhorfendur og þá fór ég að búa til myndbönd sérstaklega fyrir YouTube.“ Hún segir að flest myndböndin sé einhverskonar samanblanda af raunveruleikanum og ímyndunarafli hennar. „Mér finnst gaman að sýna heiminn á fyndinn hátt og skreyti oft myndböndin með teikningum. Ég hef eiginlega verið á YouTube síðan ég var barn og á það til að gera bara myndbönd eins og ég er vön að gera. Svo einmitt núna er ég að reyna að breyta til og fullorðnast aðeins og finna út hvað ég vil búa til.“ Hún segir að ekkert eitt sérstakt myndband hafi skapað vinsældir hennar og hafi rásin stækkað hægt og bítandi. Didda segist fá smávegis greitt frá YouTube.Þarf líka að vinna „Ég fæ eitthvað borgað en ég vinn líka aðrar vinnur og er í skóla. Ég gæti ef til vill gert YouTube að vinnunni minni í framtíðinni en ég veit ekki hvort það sé eitthvað sem ég stefni endilega á að gera.“ Didda segist eiga nokkra aðdáendur. „Ég hef séð nokkrar aðdáendasíður og komment. Ég hef líka hitt nokkra áhorfendur og þau eru öll frekar slök, sem er mjög næs því ég sé mig sjálfa ekkert sem neina YouTube stjörnu,“ segir Sigríður og bætir við að það sé virkilega gaman að standa í þessu. „Væri líklegast ekki að gera þetta nema það væri gaman. Helst er þá gaman bara að fá feedback frá áhorfendum og líka að kynnast öðru fólki sem er að gera það sama. Ég hef eignast marga vini í gegnum YouTube og hef líka verið svo heppin að fá að hitta þá. Ég hef líka verið boðin í að taka þátt í nokkrum pallborðsumræðum á VidCon í Bandaríkjunum og Amsterdam, sem er virkilega skemmtilegt og gott tækifæri.“ Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Diddu: Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kvennskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
„Ég byrjaði að gera myndbönd þegar ég var í kringum tíu eða ellefu ára. Áhuginn kom eftir að ég var með í stuttmynd sem krakkar úr árganginum voru að búa til. Ég byrjaði seinna að setja inn myndbönd á YouTube,“ segir Sigríður Þóra Flygenring, 18 ára ung kona sem búsett er í Reykjavík. Sigríður kallar sig Didda á YouTube og má segja að hún sé YouTube-stjarna. Didda byrjaði á YouTube árið 2010 og hefur hún um sextíu þúsund fylgjendur. Myndböndin hennar hafa yfir 36 milljónir áhorfa. „Ég gerði mér fyrst ekki grein fyrir því að hver sem er gæti horft á þessi myndbönd, en svo eignaðist ég vini og áhorfendur og þá fór ég að búa til myndbönd sérstaklega fyrir YouTube.“ Hún segir að flest myndböndin sé einhverskonar samanblanda af raunveruleikanum og ímyndunarafli hennar. „Mér finnst gaman að sýna heiminn á fyndinn hátt og skreyti oft myndböndin með teikningum. Ég hef eiginlega verið á YouTube síðan ég var barn og á það til að gera bara myndbönd eins og ég er vön að gera. Svo einmitt núna er ég að reyna að breyta til og fullorðnast aðeins og finna út hvað ég vil búa til.“ Hún segir að ekkert eitt sérstakt myndband hafi skapað vinsældir hennar og hafi rásin stækkað hægt og bítandi. Didda segist fá smávegis greitt frá YouTube.Þarf líka að vinna „Ég fæ eitthvað borgað en ég vinn líka aðrar vinnur og er í skóla. Ég gæti ef til vill gert YouTube að vinnunni minni í framtíðinni en ég veit ekki hvort það sé eitthvað sem ég stefni endilega á að gera.“ Didda segist eiga nokkra aðdáendur. „Ég hef séð nokkrar aðdáendasíður og komment. Ég hef líka hitt nokkra áhorfendur og þau eru öll frekar slök, sem er mjög næs því ég sé mig sjálfa ekkert sem neina YouTube stjörnu,“ segir Sigríður og bætir við að það sé virkilega gaman að standa í þessu. „Væri líklegast ekki að gera þetta nema það væri gaman. Helst er þá gaman bara að fá feedback frá áhorfendum og líka að kynnast öðru fólki sem er að gera það sama. Ég hef eignast marga vini í gegnum YouTube og hef líka verið svo heppin að fá að hitta þá. Ég hef líka verið boðin í að taka þátt í nokkrum pallborðsumræðum á VidCon í Bandaríkjunum og Amsterdam, sem er virkilega skemmtilegt og gott tækifæri.“ Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Diddu:
Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kvennskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning