Vill skoða að takmarka fjölda flugfélaga til Íslands Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 18:22 Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Anton Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að skoðað verði hvort hægt sé að takmarka þann fjölda flugfélaga sem fljúga til Íslands. Með því væri hægt að bregðast við fjölgun ferðamanna undanfarin ár sem stefnir að hans mati í óefni. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um 30 prósent frá síðasta ári. Síðastliðin ár hafa forsvarsmenn ferðaþjónustunnar frekar bent á tækifærin sem felast í þessari ævintýralegu fjölgun frekar en að þetta sé einhvers konar vandamál. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að nú sé hins vegar rétt að staldra við, enda stefni þessi mikli vöxtur í óefni. „Ef að við færum að horfa á 30 prósent vöxt í fjölda ferðamanna ofan á 2,3 milljónir ferðamanna, þá verðum við komin í 3 milljónir ferðamanna á næsta ári. Ég held að við hljótum öll að sjá að það er eitthvað sem að miðað við stöðuna eins og hún er á vinnumarkaði, húsnæðismarkaði, vegakerfinu, hvað varðar félagslega sátt, álag á náttúru, að þá held ég að við værum nú komin í ógöngur ef að það yrði niðurstaðan,” segir Grímur.Tryggja hóflega fjölgun á næstu árum Hann segir að þessi fjölgun ferðamanna sé hvorki sjálfbær né heilbrigð til framtíðar. Hann vill að gripið verði til aðgerða til að tryggja hóflega fjölgun ferðamanna á næstu árum, í stað þeirra hömlulausu fjölgunar sem verið hefur síðustu ár. „Meðal annars gæti það falist í því að skoða aðgangsstýringu með miklu markvissari hætti heldur en við höfum áður gert. Og þá kannski til að byrja með aðgangsstýringu hvað varðar eftirspurn erlendra flugfélaga eftir því að fá að fljúga til Íslands.” Væri þá hægt að takmarka með einhverjum hætti þann fjölda flugfélaga sem fljúga hingað? „Ég er bara að kasta þessu fram sem hugmynd og til að hefja umræðuna,” segir Grímur.Þurfum að staldra við Hann segir að fjöldi ferðamanna ráðist að stærstum hluta af framboði flugs til landsins. „Og þegar að þú ert kominn með 10 flug á dag til London, og við erum að tala um að það er flogið til Íslands frá 90 áfangastöðum í sumar, að þá hlýtur þú að staldra við og fara að velta fyrir þér hvernig þú getur höndlað þessa eftirspurn,” segir Grímur. Tengdar fréttir Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. 19. mars 2017 12:48 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að skoðað verði hvort hægt sé að takmarka þann fjölda flugfélaga sem fljúga til Íslands. Með því væri hægt að bregðast við fjölgun ferðamanna undanfarin ár sem stefnir að hans mati í óefni. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um 30 prósent frá síðasta ári. Síðastliðin ár hafa forsvarsmenn ferðaþjónustunnar frekar bent á tækifærin sem felast í þessari ævintýralegu fjölgun frekar en að þetta sé einhvers konar vandamál. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að nú sé hins vegar rétt að staldra við, enda stefni þessi mikli vöxtur í óefni. „Ef að við færum að horfa á 30 prósent vöxt í fjölda ferðamanna ofan á 2,3 milljónir ferðamanna, þá verðum við komin í 3 milljónir ferðamanna á næsta ári. Ég held að við hljótum öll að sjá að það er eitthvað sem að miðað við stöðuna eins og hún er á vinnumarkaði, húsnæðismarkaði, vegakerfinu, hvað varðar félagslega sátt, álag á náttúru, að þá held ég að við værum nú komin í ógöngur ef að það yrði niðurstaðan,” segir Grímur.Tryggja hóflega fjölgun á næstu árum Hann segir að þessi fjölgun ferðamanna sé hvorki sjálfbær né heilbrigð til framtíðar. Hann vill að gripið verði til aðgerða til að tryggja hóflega fjölgun ferðamanna á næstu árum, í stað þeirra hömlulausu fjölgunar sem verið hefur síðustu ár. „Meðal annars gæti það falist í því að skoða aðgangsstýringu með miklu markvissari hætti heldur en við höfum áður gert. Og þá kannski til að byrja með aðgangsstýringu hvað varðar eftirspurn erlendra flugfélaga eftir því að fá að fljúga til Íslands.” Væri þá hægt að takmarka með einhverjum hætti þann fjölda flugfélaga sem fljúga hingað? „Ég er bara að kasta þessu fram sem hugmynd og til að hefja umræðuna,” segir Grímur.Þurfum að staldra við Hann segir að fjöldi ferðamanna ráðist að stærstum hluta af framboði flugs til landsins. „Og þegar að þú ert kominn með 10 flug á dag til London, og við erum að tala um að það er flogið til Íslands frá 90 áfangastöðum í sumar, að þá hlýtur þú að staldra við og fara að velta fyrir þér hvernig þú getur höndlað þessa eftirspurn,” segir Grímur.
Tengdar fréttir Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. 19. mars 2017 12:48 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42
Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. 19. mars 2017 12:48