Þriðja konan sakar Roman Polanski um kynferðisbrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 23:46 Robin, sem sést hér til hægri á mynd, er þriðja konan sem stígur fram og sakar leikstjórann Roman Polanski um kynferðisbrot. Vísir/AFP Þriðja konan hefur stigið fram og sakað leikstjórann og kynferðisafbrotamanninn Roman Polanski um að hafa brotið á sér kynferðislega þegar hún var unglingur. Um er að ræða þriðja kynferðisbrotamálið gegn Polanski þar sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn manneskju undir lögaldri. Konan, sem hefur einungis verið nafngreind opinberlega sem „Robin“, segir Roman Polanski hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi þegar hún var sextán ára gömul. Hún steig fram á blaðamannafundi í Los Angeles í Kaliforníu í dag og sagði Polanski hafa brotið á sér árið 1973, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Guardian. Rétt tæp fjörutíu ár eru nú liðin síðan Polanski, sem fæddist í París en átti pólska foreldra, flúði Bandaríkin eftir að hafa játað að hafa nauðgað hinni þrettán ára gömlu Samönthu Geimer. Hann var ákærður fyrir að hafa byrlað henni ólyfjan á heimili leikarans Jack Nicholson og brotið svo á henni.Sagði ekki frá fyrr en nú vegna föður síns „Daginn eftir sagði ég einum vini mínum frá því sem Polanski hafði gert mér,“ las Robin upp úr fyrirfram skrifaðri yfirlýsingu „Ástæðan fyrir því, með þessari undantekningu hér, að ég hélt þessu út af fyrir mig var að ég vildi ekki að faðir minn gerði eitthvað sem gæti komið honum í fangelsi það sem eftir lifði.“ Lögfræðingur Robin, Gloria Allred, sagði Polanski hafa brotið á skjólstæðingi sínum í suðurhluta Kaliforníu en vildi ekki veita fjölmiðlum nánari upplýsingar um staðarhætti. Þá kom fram á blaðamannafundinum í dag fram að mál Robin sé fyrnt en Allred sagði hana þó geta borið vitni í væntanlegum réttarhöldum. Polanski hefur ítrekað neitað að snúa aftur til Bandaríkjanna nema hann fái tryggingu fyrir því að þurfa ekki að afplána fangelsisdóm. Árið 2010 sakaði breska leikkonan Charlotte Lewis Polanski um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi þegar hún var nýorðin sextán ára gömul. Tengdar fréttir Fórnarlamb Polanskis segir sögu sína Samantha Geimer, fórnarlamb leikstjórans Romans Polanski, hefur gefið út bók. 25. júlí 2013 17:15 Vill fella niður nauðgunarmál gegn Roman Polanski Kona sem var nauðgað af leikstjóranum Roman Polanski þegar hún var þrettán ára gömul hefur beðið um að mál sitt gegn Polanski verði fellt niður. 9. júní 2017 21:19 Roman Polanski ekki framseldur til Bandaríkjanna Pólskur dómstóll úrskurðaði að framsal leikstjórans væri ekki heimilt. 30. október 2015 14:31 Dómstóll hafnar beiðni Polanski um enga fangelsisvist Dómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni leikstjórans Romans Polanski um að hann verði ekki settur í fangelsi ef hann snýr aftur til Bandaríkjanna. 4. apríl 2017 07:17 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Þriðja konan hefur stigið fram og sakað leikstjórann og kynferðisafbrotamanninn Roman Polanski um að hafa brotið á sér kynferðislega þegar hún var unglingur. Um er að ræða þriðja kynferðisbrotamálið gegn Polanski þar sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn manneskju undir lögaldri. Konan, sem hefur einungis verið nafngreind opinberlega sem „Robin“, segir Roman Polanski hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi þegar hún var sextán ára gömul. Hún steig fram á blaðamannafundi í Los Angeles í Kaliforníu í dag og sagði Polanski hafa brotið á sér árið 1973, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Guardian. Rétt tæp fjörutíu ár eru nú liðin síðan Polanski, sem fæddist í París en átti pólska foreldra, flúði Bandaríkin eftir að hafa játað að hafa nauðgað hinni þrettán ára gömlu Samönthu Geimer. Hann var ákærður fyrir að hafa byrlað henni ólyfjan á heimili leikarans Jack Nicholson og brotið svo á henni.Sagði ekki frá fyrr en nú vegna föður síns „Daginn eftir sagði ég einum vini mínum frá því sem Polanski hafði gert mér,“ las Robin upp úr fyrirfram skrifaðri yfirlýsingu „Ástæðan fyrir því, með þessari undantekningu hér, að ég hélt þessu út af fyrir mig var að ég vildi ekki að faðir minn gerði eitthvað sem gæti komið honum í fangelsi það sem eftir lifði.“ Lögfræðingur Robin, Gloria Allred, sagði Polanski hafa brotið á skjólstæðingi sínum í suðurhluta Kaliforníu en vildi ekki veita fjölmiðlum nánari upplýsingar um staðarhætti. Þá kom fram á blaðamannafundinum í dag fram að mál Robin sé fyrnt en Allred sagði hana þó geta borið vitni í væntanlegum réttarhöldum. Polanski hefur ítrekað neitað að snúa aftur til Bandaríkjanna nema hann fái tryggingu fyrir því að þurfa ekki að afplána fangelsisdóm. Árið 2010 sakaði breska leikkonan Charlotte Lewis Polanski um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi þegar hún var nýorðin sextán ára gömul.
Tengdar fréttir Fórnarlamb Polanskis segir sögu sína Samantha Geimer, fórnarlamb leikstjórans Romans Polanski, hefur gefið út bók. 25. júlí 2013 17:15 Vill fella niður nauðgunarmál gegn Roman Polanski Kona sem var nauðgað af leikstjóranum Roman Polanski þegar hún var þrettán ára gömul hefur beðið um að mál sitt gegn Polanski verði fellt niður. 9. júní 2017 21:19 Roman Polanski ekki framseldur til Bandaríkjanna Pólskur dómstóll úrskurðaði að framsal leikstjórans væri ekki heimilt. 30. október 2015 14:31 Dómstóll hafnar beiðni Polanski um enga fangelsisvist Dómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni leikstjórans Romans Polanski um að hann verði ekki settur í fangelsi ef hann snýr aftur til Bandaríkjanna. 4. apríl 2017 07:17 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Fórnarlamb Polanskis segir sögu sína Samantha Geimer, fórnarlamb leikstjórans Romans Polanski, hefur gefið út bók. 25. júlí 2013 17:15
Vill fella niður nauðgunarmál gegn Roman Polanski Kona sem var nauðgað af leikstjóranum Roman Polanski þegar hún var þrettán ára gömul hefur beðið um að mál sitt gegn Polanski verði fellt niður. 9. júní 2017 21:19
Roman Polanski ekki framseldur til Bandaríkjanna Pólskur dómstóll úrskurðaði að framsal leikstjórans væri ekki heimilt. 30. október 2015 14:31
Dómstóll hafnar beiðni Polanski um enga fangelsisvist Dómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni leikstjórans Romans Polanski um að hann verði ekki settur í fangelsi ef hann snýr aftur til Bandaríkjanna. 4. apríl 2017 07:17