Erlent

Vill fella niður nauðgunarmál gegn Roman Polanski

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Polanski hafði áður viðurkennt verknaðinn og sat í 42 daga í fangelsi áður en hann flúði Bandaríkin.
Polanski hafði áður viðurkennt verknaðinn og sat í 42 daga í fangelsi áður en hann flúði Bandaríkin. Vísir/Getty
Kona sem var nauðgað af leikstjóranum Roman Polanski þegar hún var þrettán ára gömul hefur beðið um að mál sitt gegn Polanski verði fellt niður.

„Ég hvet þig til að gera það fyrir mig, til að sýna mér miskunn,“ sagði Samantha Geimer við dómara í Los Angeles í dag.

Hún hefur áður sagt að hún hafi fyrirgefið Polanski fyrir árásina sem átti sér stað fyrir 40 árum síðan.

Polanski hafði áður viðurkennt verknaðinn og sat í 42 daga í fangelsi áður en hann flúði Bandaríkin. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð frá Bandaríkjunum síðan hann játaði fyrir dómi árið 1977 af ótta við að vera aftur dæmdur í fangelsi.

Árásin átti sér stað að heimili leikarans Jack Nicholson þegar leikarinn var ekki heima.

„Ég er ekki að tala fyrir hönd Romans, heldur réttlætis,“ sagði Geimer í dag.  „Ég hvet þig til að fjalla um málið án þess að fangelsa 83 ára gamlan mann.“

Málið er nú fyrir dómstólum að beiðni lögmanns Polanski svo hægt sé að fá aðgang að vitnisburði frá árinu 1977. Ætlunin er að sannfæra evrópsk yfirvöld að afturkalla alþjóðlega handtökuheimild á hendur Polanski.

Hann var handtekinn árið 2009 í Sviss að beiðni bandaríska yfirvalda en sleppt úr haldi ári seinni eftir að yfirvöld í Sviss ákváðu að leikstjórinn skyldi ekki framseldur


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×