Vilja eyða neikvæðni með jákvæðni Guðný Hrönn skrifar 2. maí 2017 07:00 Brynjar Oddgeirsson er höfðingi ættbálksins Regnboga stríðsmenn en slagorð hópsins má sjá á húfunni hans. Vísir/Ernir „Træbið varð til þegar ég horfði í kringum mig 24 ára gamall og tengdi ekkert við stjórnmálaflokkana svo ég vildi búa til mitt eigið hugtak eða hóp. Ég áttaði mig á því að sólin og regnið væru uppspretta lífs og að þegar þau sameinast á himnum myndast regnboginn svo mér fannst Regnbogastríðsmenn tilvalið nafn sérstaklega þar sem mér fannst einnig vanta smá liti í tilveruna,“ útskýrir Bryngjar Oddgeirsson, forsprakki hópsins eða „træbsins“ Rainbow Warriors. Spurður út í tilgang hópsins segir Brynjar m.a. aukna jákvæðni vera markmiðið. „Tilgangurinn fyrir okkur sem heild er að eyða neikvæðni með jákvæðni og nota alla liti regnbogans til þess að mála heiminn. Fyrir einstaklinginn er það að elta draumana sína því við trúum að það geri okkur sem hamingjusömust. Og þegar maður er hamingjusamur þá er maður betur í stakk búinn til að mála heiminn, sem er myndlíking fyrir að deila jákvæðni. Svo styðja allir innan hópsins hver við annan, ekki þannig að öllum er boðið í afmælið þitt heldur bara almenn virðing og stuðningur því við höfum það sameiginlega markmið að lifa drauminn okkar og gera heiminn fallegan,“ útskýrir Brynjar. Hann segir svo mikilvægt að meðlimir hjálpi öðrum eftir bestu getu. „Þetta snýst um samvinnu en ekki samkeppni og við hjálpum þeim sem eru skrefinu fyrir aftan okkur.“ Brynjar segir að um 30 manns séu þegar búnir að skrá sig í félagsskapinn síðan heimasíða hópsins fór í loftið en einnig eru nokkuð fleiri, eða um 50, búnir að kaupa vörur af Regnbogastríðsmönnunum. „Það eru mjög margir hópar út um allan heim að spretta upp sem hafa sama markmið og við. Fólk er að átta sig á því að breytingar eru nauðsynlegar og að við getum ekki lengur treyst á stjórnmálamenn heldur þurfum við sjálf að vera breytingin. Ég er í sambandi við nokkra leiðtoga (eða höfðingja eins og ég kalla mig) slíkra hópa í Bandaríkjunum og í grunninn ganga allir hóparnir út á það að styrkja meðlimina með þekkingu, gleði og innblæstri svo að þeir sjálfir geti orðið leiðtogar eða höfðingjar í sínu eigin lífi. Enda er raunverulegt hlutverk leiðtoga að búa til fleiri leiðtoga.“ Brynjar bendir á að ekki þurfi að líta langt til að finna mikla neikvæðni – en hann segir einu leiðina til að eyða henni vera með jákvæðni. „Allt sem við hugsum, segjum og gerum er annaðhvort neikvætt eða jákvætt. Neikvætt er t.d. að dæma, öfunda, baktala, stela, ljúga og blekkja en jákvætt er t.d. að styðja, hrósa, gleðja, hlusta, skapa, rækta og deila. Annaðhvort ertu að spila fyrir neikvæða eða jákvæða liðið og Regnbogastríðsmenn er jákvæða liðið. Ef þú heldur að það sé ekki þörf fyrir þetta horfðu þá á fréttir og kíktu inn í alþingissal og spurðu þig hvort sé meira um jákvæðni eða neikvæðni. Eina leiðin til þess að eyða neikvæðni er með jákvæðni.“ Heimasíðu hópsins má finna á slóðinni www.rwtribe.com.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Sjá meira
„Træbið varð til þegar ég horfði í kringum mig 24 ára gamall og tengdi ekkert við stjórnmálaflokkana svo ég vildi búa til mitt eigið hugtak eða hóp. Ég áttaði mig á því að sólin og regnið væru uppspretta lífs og að þegar þau sameinast á himnum myndast regnboginn svo mér fannst Regnbogastríðsmenn tilvalið nafn sérstaklega þar sem mér fannst einnig vanta smá liti í tilveruna,“ útskýrir Bryngjar Oddgeirsson, forsprakki hópsins eða „træbsins“ Rainbow Warriors. Spurður út í tilgang hópsins segir Brynjar m.a. aukna jákvæðni vera markmiðið. „Tilgangurinn fyrir okkur sem heild er að eyða neikvæðni með jákvæðni og nota alla liti regnbogans til þess að mála heiminn. Fyrir einstaklinginn er það að elta draumana sína því við trúum að það geri okkur sem hamingjusömust. Og þegar maður er hamingjusamur þá er maður betur í stakk búinn til að mála heiminn, sem er myndlíking fyrir að deila jákvæðni. Svo styðja allir innan hópsins hver við annan, ekki þannig að öllum er boðið í afmælið þitt heldur bara almenn virðing og stuðningur því við höfum það sameiginlega markmið að lifa drauminn okkar og gera heiminn fallegan,“ útskýrir Brynjar. Hann segir svo mikilvægt að meðlimir hjálpi öðrum eftir bestu getu. „Þetta snýst um samvinnu en ekki samkeppni og við hjálpum þeim sem eru skrefinu fyrir aftan okkur.“ Brynjar segir að um 30 manns séu þegar búnir að skrá sig í félagsskapinn síðan heimasíða hópsins fór í loftið en einnig eru nokkuð fleiri, eða um 50, búnir að kaupa vörur af Regnbogastríðsmönnunum. „Það eru mjög margir hópar út um allan heim að spretta upp sem hafa sama markmið og við. Fólk er að átta sig á því að breytingar eru nauðsynlegar og að við getum ekki lengur treyst á stjórnmálamenn heldur þurfum við sjálf að vera breytingin. Ég er í sambandi við nokkra leiðtoga (eða höfðingja eins og ég kalla mig) slíkra hópa í Bandaríkjunum og í grunninn ganga allir hóparnir út á það að styrkja meðlimina með þekkingu, gleði og innblæstri svo að þeir sjálfir geti orðið leiðtogar eða höfðingjar í sínu eigin lífi. Enda er raunverulegt hlutverk leiðtoga að búa til fleiri leiðtoga.“ Brynjar bendir á að ekki þurfi að líta langt til að finna mikla neikvæðni – en hann segir einu leiðina til að eyða henni vera með jákvæðni. „Allt sem við hugsum, segjum og gerum er annaðhvort neikvætt eða jákvætt. Neikvætt er t.d. að dæma, öfunda, baktala, stela, ljúga og blekkja en jákvætt er t.d. að styðja, hrósa, gleðja, hlusta, skapa, rækta og deila. Annaðhvort ertu að spila fyrir neikvæða eða jákvæða liðið og Regnbogastríðsmenn er jákvæða liðið. Ef þú heldur að það sé ekki þörf fyrir þetta horfðu þá á fréttir og kíktu inn í alþingissal og spurðu þig hvort sé meira um jákvæðni eða neikvæðni. Eina leiðin til þess að eyða neikvæðni er með jákvæðni.“ Heimasíðu hópsins má finna á slóðinni www.rwtribe.com.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið