Vilja eyða neikvæðni með jákvæðni Guðný Hrönn skrifar 2. maí 2017 07:00 Brynjar Oddgeirsson er höfðingi ættbálksins Regnboga stríðsmenn en slagorð hópsins má sjá á húfunni hans. Vísir/Ernir „Træbið varð til þegar ég horfði í kringum mig 24 ára gamall og tengdi ekkert við stjórnmálaflokkana svo ég vildi búa til mitt eigið hugtak eða hóp. Ég áttaði mig á því að sólin og regnið væru uppspretta lífs og að þegar þau sameinast á himnum myndast regnboginn svo mér fannst Regnbogastríðsmenn tilvalið nafn sérstaklega þar sem mér fannst einnig vanta smá liti í tilveruna,“ útskýrir Bryngjar Oddgeirsson, forsprakki hópsins eða „træbsins“ Rainbow Warriors. Spurður út í tilgang hópsins segir Brynjar m.a. aukna jákvæðni vera markmiðið. „Tilgangurinn fyrir okkur sem heild er að eyða neikvæðni með jákvæðni og nota alla liti regnbogans til þess að mála heiminn. Fyrir einstaklinginn er það að elta draumana sína því við trúum að það geri okkur sem hamingjusömust. Og þegar maður er hamingjusamur þá er maður betur í stakk búinn til að mála heiminn, sem er myndlíking fyrir að deila jákvæðni. Svo styðja allir innan hópsins hver við annan, ekki þannig að öllum er boðið í afmælið þitt heldur bara almenn virðing og stuðningur því við höfum það sameiginlega markmið að lifa drauminn okkar og gera heiminn fallegan,“ útskýrir Brynjar. Hann segir svo mikilvægt að meðlimir hjálpi öðrum eftir bestu getu. „Þetta snýst um samvinnu en ekki samkeppni og við hjálpum þeim sem eru skrefinu fyrir aftan okkur.“ Brynjar segir að um 30 manns séu þegar búnir að skrá sig í félagsskapinn síðan heimasíða hópsins fór í loftið en einnig eru nokkuð fleiri, eða um 50, búnir að kaupa vörur af Regnbogastríðsmönnunum. „Það eru mjög margir hópar út um allan heim að spretta upp sem hafa sama markmið og við. Fólk er að átta sig á því að breytingar eru nauðsynlegar og að við getum ekki lengur treyst á stjórnmálamenn heldur þurfum við sjálf að vera breytingin. Ég er í sambandi við nokkra leiðtoga (eða höfðingja eins og ég kalla mig) slíkra hópa í Bandaríkjunum og í grunninn ganga allir hóparnir út á það að styrkja meðlimina með þekkingu, gleði og innblæstri svo að þeir sjálfir geti orðið leiðtogar eða höfðingjar í sínu eigin lífi. Enda er raunverulegt hlutverk leiðtoga að búa til fleiri leiðtoga.“ Brynjar bendir á að ekki þurfi að líta langt til að finna mikla neikvæðni – en hann segir einu leiðina til að eyða henni vera með jákvæðni. „Allt sem við hugsum, segjum og gerum er annaðhvort neikvætt eða jákvætt. Neikvætt er t.d. að dæma, öfunda, baktala, stela, ljúga og blekkja en jákvætt er t.d. að styðja, hrósa, gleðja, hlusta, skapa, rækta og deila. Annaðhvort ertu að spila fyrir neikvæða eða jákvæða liðið og Regnbogastríðsmenn er jákvæða liðið. Ef þú heldur að það sé ekki þörf fyrir þetta horfðu þá á fréttir og kíktu inn í alþingissal og spurðu þig hvort sé meira um jákvæðni eða neikvæðni. Eina leiðin til þess að eyða neikvæðni er með jákvæðni.“ Heimasíðu hópsins má finna á slóðinni www.rwtribe.com.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
„Træbið varð til þegar ég horfði í kringum mig 24 ára gamall og tengdi ekkert við stjórnmálaflokkana svo ég vildi búa til mitt eigið hugtak eða hóp. Ég áttaði mig á því að sólin og regnið væru uppspretta lífs og að þegar þau sameinast á himnum myndast regnboginn svo mér fannst Regnbogastríðsmenn tilvalið nafn sérstaklega þar sem mér fannst einnig vanta smá liti í tilveruna,“ útskýrir Bryngjar Oddgeirsson, forsprakki hópsins eða „træbsins“ Rainbow Warriors. Spurður út í tilgang hópsins segir Brynjar m.a. aukna jákvæðni vera markmiðið. „Tilgangurinn fyrir okkur sem heild er að eyða neikvæðni með jákvæðni og nota alla liti regnbogans til þess að mála heiminn. Fyrir einstaklinginn er það að elta draumana sína því við trúum að það geri okkur sem hamingjusömust. Og þegar maður er hamingjusamur þá er maður betur í stakk búinn til að mála heiminn, sem er myndlíking fyrir að deila jákvæðni. Svo styðja allir innan hópsins hver við annan, ekki þannig að öllum er boðið í afmælið þitt heldur bara almenn virðing og stuðningur því við höfum það sameiginlega markmið að lifa drauminn okkar og gera heiminn fallegan,“ útskýrir Brynjar. Hann segir svo mikilvægt að meðlimir hjálpi öðrum eftir bestu getu. „Þetta snýst um samvinnu en ekki samkeppni og við hjálpum þeim sem eru skrefinu fyrir aftan okkur.“ Brynjar segir að um 30 manns séu þegar búnir að skrá sig í félagsskapinn síðan heimasíða hópsins fór í loftið en einnig eru nokkuð fleiri, eða um 50, búnir að kaupa vörur af Regnbogastríðsmönnunum. „Það eru mjög margir hópar út um allan heim að spretta upp sem hafa sama markmið og við. Fólk er að átta sig á því að breytingar eru nauðsynlegar og að við getum ekki lengur treyst á stjórnmálamenn heldur þurfum við sjálf að vera breytingin. Ég er í sambandi við nokkra leiðtoga (eða höfðingja eins og ég kalla mig) slíkra hópa í Bandaríkjunum og í grunninn ganga allir hóparnir út á það að styrkja meðlimina með þekkingu, gleði og innblæstri svo að þeir sjálfir geti orðið leiðtogar eða höfðingjar í sínu eigin lífi. Enda er raunverulegt hlutverk leiðtoga að búa til fleiri leiðtoga.“ Brynjar bendir á að ekki þurfi að líta langt til að finna mikla neikvæðni – en hann segir einu leiðina til að eyða henni vera með jákvæðni. „Allt sem við hugsum, segjum og gerum er annaðhvort neikvætt eða jákvætt. Neikvætt er t.d. að dæma, öfunda, baktala, stela, ljúga og blekkja en jákvætt er t.d. að styðja, hrósa, gleðja, hlusta, skapa, rækta og deila. Annaðhvort ertu að spila fyrir neikvæða eða jákvæða liðið og Regnbogastríðsmenn er jákvæða liðið. Ef þú heldur að það sé ekki þörf fyrir þetta horfðu þá á fréttir og kíktu inn í alþingissal og spurðu þig hvort sé meira um jákvæðni eða neikvæðni. Eina leiðin til þess að eyða neikvæðni er með jákvæðni.“ Heimasíðu hópsins má finna á slóðinni www.rwtribe.com.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira