Rússar segja NATO-fund á Svalbarða brot á sáttmála Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2017 18:45 Ákvörðun NATO um að halda þingmannafund á Svalbarða í næstu viku hefur vakið hörð viðbrögð Rússa. Þeir telja slíkan fund brot á Svalbarðasáttmálanum, sem bannar hernaðarumsvif á heimskautaeyjunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vegna Svalbarðasáttmálans frá árinu 1920 er staða eyjaklasans einstök að þjóðarétti. Sáttmálinn viðurkennir umráðarétt Noregs yfir Svalbarða en heimilar jafnframt öðrum aðildarþjóðum sáttmálans að nýta auðlindir Svalbarða til jafns við Norðmenn og koma sér þar upp aðstöðu. Skýrt er þó tekið fram í sáttmálanum að Svalbarðasvæðið megi aldrei nota í hernaðarlegum tilgangi.Frá fjarskiptastöð við Longyearbyen á Svalbarða.Mynd/Bjarki Kaldalóns Friis.Ákvörðun norskra stjórnvalda að bjóða Svalbarða undir fund NATO-þingsins dagana 9. og 10. maí hefur nú aukið á spennu í samskiptum Noregs og Rússlands og hafa rússnesk stjórnvöld brugðist hart við og fordæmt fundarhaldið. Þau segja NATO-fund á Svalbarða ögrun og gegn anda Svalbarðasáttmálans og hafa jafnframt ýjað að því að forræði Noregs yfir Svalbarða sé ekki ótvírætt. Atlantshafsbandalagið ver ákvörðunina með því að NATO-þingið sé sjálfstætt og hafi enga beina aðkomu að stefnumörkun NATO né hernaðaraðgerðum þess en á fundinum á að ræða umhverfis- og efnahagsmál norðurslóða.Frá Barentsburg, rússneska kolanámubænum á Svalbarða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fulltrúi Íslands á Svalbarðafundinum verður Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, en hún er varaformaður Íslandsdeildar NATO-þingsins. Samkvæmt upplýsingum Alþingis mun Lilja jafnframt stýra málstofu á fundinum. Einhverjir myndu telja Rússa kasta steini úr glerhúsi því löngum hefur leikið grunur á að í rússneska kolanámubænum Barentsburg á Svalbarða hafi fleira verið stundað en bara kolavinnsla. Ræðismannsskrifstofan þar þótti grunsamlega fjölmenn á kaldastríðsárunum og þyrluflugvöllur Rússa þar þótti líkari herflugvelli með flóknum tækjum, ratsjám og loftnetum.Ræðismannsskrifstofa Sovétríkjanna á Svalbarða þótti grunsamlega fjölmenn á dögum kalda stríðsins.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Tengdar fréttir Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Sjá meira
Ákvörðun NATO um að halda þingmannafund á Svalbarða í næstu viku hefur vakið hörð viðbrögð Rússa. Þeir telja slíkan fund brot á Svalbarðasáttmálanum, sem bannar hernaðarumsvif á heimskautaeyjunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vegna Svalbarðasáttmálans frá árinu 1920 er staða eyjaklasans einstök að þjóðarétti. Sáttmálinn viðurkennir umráðarétt Noregs yfir Svalbarða en heimilar jafnframt öðrum aðildarþjóðum sáttmálans að nýta auðlindir Svalbarða til jafns við Norðmenn og koma sér þar upp aðstöðu. Skýrt er þó tekið fram í sáttmálanum að Svalbarðasvæðið megi aldrei nota í hernaðarlegum tilgangi.Frá fjarskiptastöð við Longyearbyen á Svalbarða.Mynd/Bjarki Kaldalóns Friis.Ákvörðun norskra stjórnvalda að bjóða Svalbarða undir fund NATO-þingsins dagana 9. og 10. maí hefur nú aukið á spennu í samskiptum Noregs og Rússlands og hafa rússnesk stjórnvöld brugðist hart við og fordæmt fundarhaldið. Þau segja NATO-fund á Svalbarða ögrun og gegn anda Svalbarðasáttmálans og hafa jafnframt ýjað að því að forræði Noregs yfir Svalbarða sé ekki ótvírætt. Atlantshafsbandalagið ver ákvörðunina með því að NATO-þingið sé sjálfstætt og hafi enga beina aðkomu að stefnumörkun NATO né hernaðaraðgerðum þess en á fundinum á að ræða umhverfis- og efnahagsmál norðurslóða.Frá Barentsburg, rússneska kolanámubænum á Svalbarða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fulltrúi Íslands á Svalbarðafundinum verður Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, en hún er varaformaður Íslandsdeildar NATO-þingsins. Samkvæmt upplýsingum Alþingis mun Lilja jafnframt stýra málstofu á fundinum. Einhverjir myndu telja Rússa kasta steini úr glerhúsi því löngum hefur leikið grunur á að í rússneska kolanámubænum Barentsburg á Svalbarða hafi fleira verið stundað en bara kolavinnsla. Ræðismannsskrifstofan þar þótti grunsamlega fjölmenn á kaldastríðsárunum og þyrluflugvöllur Rússa þar þótti líkari herflugvelli með flóknum tækjum, ratsjám og loftnetum.Ræðismannsskrifstofa Sovétríkjanna á Svalbarða þótti grunsamlega fjölmenn á dögum kalda stríðsins.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.
Tengdar fréttir Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Sjá meira
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15