Vill lóðir frá ríkinu undir íbúðir Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. mars 2017 07:00 Umræddar lóðir Borgarstjóri vill viðræður við ríkið um uppbyggingu á sex ríkislóðum í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar. Telur borgarstjóri að á lóðunum mætti reisa um 800 íbúðir. Þetta kemur fram í bréfi sem borgarstjóri sendi Þorsteini Víglundssyni, félags- og húsnæðismálaráðherra, fyrr í mánuðinum. „Við erum opin fyrir því hvort við leysum þær til okkar eða hvort ríkið gangist sjálft fyrir því að láta byggja á þeim eða að við gerum það einfaldlega í samstarfi. En með þessu bréfi vildum við einfaldlega þrýsta á þetta,“ segir Dagur. Hann segist vilja að ríki og borg nái samstöðu um að þessar íbúðir fari til uppbyggingar með þarfir ungs fólks í huga. „Það er sá hópur sem stendur höllustum fæti á húsnæðismarkaði. Annars vegar eru þarna nokkrar lóðir sem myndu henta mjög vel til þess að byggja stúdentaíbúðir en ég sé líka fyrir mér að það væri áhugavert að þróa þarna litlar og meðalstórar íbúðir sem væru hugsaðar fyrir kaupendamarkaðinn,“ segir Dagur. Ríki og borg myndu í sameiningu finna leiðir til að tryggja að sú uppbygging færi fram án hagnaðarsjónarmiða, eða því sem næst.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriÍ bréfi dags kemur fram að viðræður við fyrri ríkisstjórn hafi leitt til þess að borgin keypti lóð við Elliðaárvog sem var i eigu Sementsverksmiðjunnar og lóð Kennaraháskólans við Bólstaðarhlíð þar sem verður byggt upp fyrir stúdenta og eldri borgara. Viðræður um aðra mikilvæga reiti hafi ekki skilað árangri. Dagur segir við Fréttablaðið að því hafi verið borið við að ríkinu sé óheimilt að heimila uppbyggingu á þessum lóðum nema hámarksverð fáist fyrir. „Þá þarf hugsanlega lagabreytingu eða eitthvað en þá er bara að gera það. Borgin er að láta land undir uppbyggingu sem er ekki í hagnaðarskyni án þess að fá þar hámarksendurgjald fyrir,“ segir Dagur og vísar þar í lóðaúthlutanir vegna stúdentaíbúða og vegna íbúða sem borgin hyggst reisa í samvinnu við verkalýðshreyfinguna. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta verður aldrei afgerandi en samt eitt púsluspilið í því sem við erum að vinna með í húsnæðismálunum,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég reikna með að þetta verði í þeim aðgerðum sem við munum leggja til við aðgerðahóp ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál,“ segir Þorsteinn en nefndin mun móta tíu tillögur til lausnar á húsnæðisvandanum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Borgarstjóri vill viðræður við ríkið um uppbyggingu á sex ríkislóðum í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar. Telur borgarstjóri að á lóðunum mætti reisa um 800 íbúðir. Þetta kemur fram í bréfi sem borgarstjóri sendi Þorsteini Víglundssyni, félags- og húsnæðismálaráðherra, fyrr í mánuðinum. „Við erum opin fyrir því hvort við leysum þær til okkar eða hvort ríkið gangist sjálft fyrir því að láta byggja á þeim eða að við gerum það einfaldlega í samstarfi. En með þessu bréfi vildum við einfaldlega þrýsta á þetta,“ segir Dagur. Hann segist vilja að ríki og borg nái samstöðu um að þessar íbúðir fari til uppbyggingar með þarfir ungs fólks í huga. „Það er sá hópur sem stendur höllustum fæti á húsnæðismarkaði. Annars vegar eru þarna nokkrar lóðir sem myndu henta mjög vel til þess að byggja stúdentaíbúðir en ég sé líka fyrir mér að það væri áhugavert að þróa þarna litlar og meðalstórar íbúðir sem væru hugsaðar fyrir kaupendamarkaðinn,“ segir Dagur. Ríki og borg myndu í sameiningu finna leiðir til að tryggja að sú uppbygging færi fram án hagnaðarsjónarmiða, eða því sem næst.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriÍ bréfi dags kemur fram að viðræður við fyrri ríkisstjórn hafi leitt til þess að borgin keypti lóð við Elliðaárvog sem var i eigu Sementsverksmiðjunnar og lóð Kennaraháskólans við Bólstaðarhlíð þar sem verður byggt upp fyrir stúdenta og eldri borgara. Viðræður um aðra mikilvæga reiti hafi ekki skilað árangri. Dagur segir við Fréttablaðið að því hafi verið borið við að ríkinu sé óheimilt að heimila uppbyggingu á þessum lóðum nema hámarksverð fáist fyrir. „Þá þarf hugsanlega lagabreytingu eða eitthvað en þá er bara að gera það. Borgin er að láta land undir uppbyggingu sem er ekki í hagnaðarskyni án þess að fá þar hámarksendurgjald fyrir,“ segir Dagur og vísar þar í lóðaúthlutanir vegna stúdentaíbúða og vegna íbúða sem borgin hyggst reisa í samvinnu við verkalýðshreyfinguna. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta verður aldrei afgerandi en samt eitt púsluspilið í því sem við erum að vinna með í húsnæðismálunum,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég reikna með að þetta verði í þeim aðgerðum sem við munum leggja til við aðgerðahóp ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál,“ segir Þorsteinn en nefndin mun móta tíu tillögur til lausnar á húsnæðisvandanum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira