Þróttur frá Neskaupstað vann fyrsta leik tímabilsins í Mizunodeild kvenna í blaki þegar Völsungur kom í heimsókn í gær.
Þróttur vann þrjár hrinur gegn einni sem Völsungar tóku. Heimamenn tóku fyrstu tvær hrinurnar 25-15 og 25-18. Völsungur sigraði þriðju hrinuna 23-25 áður en Þróttarar kláruðu leikinn í fjórðu hrinu 25-21.
Paula Del Olmo Gomez var stigahæst heimamanna með 18 stig og Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir gerði 14.
Hjá gestunum var Sladjana Smiljanic stigahæst með 17 stig og næst var Þórunn Harðardóttir með 9 stig.

