Innlent

Maður féll í Búrfellsvatn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vísir
Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út eftir að maður féll í Búrfellsvatn á Jökuldal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Í tilkynningunni segir að aðkoma að vatninu sé erfið og ekki fær nema breyttum bifreiðum. Ekki er vitað um aðstæður á vettvangi að öðru leiti.

Uppfært 19.10 Björgunarsveitarmenn hafa verið kallaðir til baka. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×