Erlent

Vilja banna sölu áfengis á netinu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð segja samfellu verða að vera í áfengispólítíkinni.
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð segja samfellu verða að vera í áfengispólítíkinni. vísir/getty
Sænska velferðarráðuneytið leggur til bann við netsölu á áfengi. Samfella verði að vera í stefnunni í áfengismálum og þá sé ekki hægt að leyfa nýjar viðskiptaleiðir samhliða áfengisverslun ríkisins.

Nú geta einstaklingar í Svíþjóð keypt áfengi á netinu frá um hundrað fyrirtækjum og fengið vöruna senda heim. Samkvæmt tillögu velferðarráðherra á að banna slík netviðskipti.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×