Salek-samstarfið sett á ís Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2016 18:45 Frá undirritun Salek-samkomulagsins í Iðnó í október á síðasta ári. vísir/pjetur Salek hópurinn, sem hefur haft formlegt samstarf í þrjú ár um bætta kjarasamningagerð, tók ákvörðun í morgun um að frekara samstarf verði ekki fyrr en niðurstaða liggi fyrir varðandi jöfnun lífeyrisréttinda. SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Samstarfið er á milli stórs hluta vinnumarkaðsins, hins almenna og hins opinbera, og er ætlað að stuðla að friði á vinnumarkaði og auknum stöðugleika. Hið nýja samningalíkan era ð norrænni fyrirmynd og hefur verið stefnt að upptöku þess fyrir árið 2019. Ein forsenda fyrir friði á vinnumarkaði hefur verið að jafna lífeyrisréttindi almennra og opinberra starfsmanna en tilraunir til slíks hafa ekki tekist. „Hópurinn kom saman í morgun í fyrsta skipti eftir að það lá fyrir að samkomulagið væri ekki í höfn. Þá var þessi umræða tekin upp og það er kalt mat hópsins að það sé betra að setja þessa vinnu á ís,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari og bætir við að allir í hópnum hafi verið sammála um ákvörðunina.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir málið alvarlegt.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir ljóst að sátt náist ekki fyrir þessar kosningar enda hafi ríkisstjórnin afturkallað frumvarp um lífeyrisréttindi. „En á sama fundi ákveður ríkisstjórnin að hækka lífeyrisaldur okkar hinna, almennings, í gegnum almannatryggingakerfið. Það á að herða þar á, gera það á tólf árum í stað 24 ára. Það gengur ekki upp að okkar mati, að binda meginþorra launamanna við þetta en slá skjaldborg um aðra. Það er ójafnræði í því og því ekki grundvöllur um sátt.“ Gylfi segir þó ekki útséð með samstarf í framtíðinni en að boltinn sé hjá næstu ríkisstjórn. Aftur á móti sé bæði alvarlegt og dapurlegt að samstarfið hafi nú verið sett á ís. „Það er ljóst að ef þetta fer svona fram þá megum við búast við því að það verði meiri ágreiningur og væntanlega þá átök á vinnumarkaði. Málið er því grafalvarlegt,“ segir Gylfi. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Salek hópurinn, sem hefur haft formlegt samstarf í þrjú ár um bætta kjarasamningagerð, tók ákvörðun í morgun um að frekara samstarf verði ekki fyrr en niðurstaða liggi fyrir varðandi jöfnun lífeyrisréttinda. SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Samstarfið er á milli stórs hluta vinnumarkaðsins, hins almenna og hins opinbera, og er ætlað að stuðla að friði á vinnumarkaði og auknum stöðugleika. Hið nýja samningalíkan era ð norrænni fyrirmynd og hefur verið stefnt að upptöku þess fyrir árið 2019. Ein forsenda fyrir friði á vinnumarkaði hefur verið að jafna lífeyrisréttindi almennra og opinberra starfsmanna en tilraunir til slíks hafa ekki tekist. „Hópurinn kom saman í morgun í fyrsta skipti eftir að það lá fyrir að samkomulagið væri ekki í höfn. Þá var þessi umræða tekin upp og það er kalt mat hópsins að það sé betra að setja þessa vinnu á ís,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari og bætir við að allir í hópnum hafi verið sammála um ákvörðunina.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir málið alvarlegt.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir ljóst að sátt náist ekki fyrir þessar kosningar enda hafi ríkisstjórnin afturkallað frumvarp um lífeyrisréttindi. „En á sama fundi ákveður ríkisstjórnin að hækka lífeyrisaldur okkar hinna, almennings, í gegnum almannatryggingakerfið. Það á að herða þar á, gera það á tólf árum í stað 24 ára. Það gengur ekki upp að okkar mati, að binda meginþorra launamanna við þetta en slá skjaldborg um aðra. Það er ójafnræði í því og því ekki grundvöllur um sátt.“ Gylfi segir þó ekki útséð með samstarf í framtíðinni en að boltinn sé hjá næstu ríkisstjórn. Aftur á móti sé bæði alvarlegt og dapurlegt að samstarfið hafi nú verið sett á ís. „Það er ljóst að ef þetta fer svona fram þá megum við búast við því að það verði meiri ágreiningur og væntanlega þá átök á vinnumarkaði. Málið er því grafalvarlegt,“ segir Gylfi.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira