Óður til íslenskra bifvélavirkja Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. desember 2016 19:30 Íslenskur bílaáhugamaður hefur undanfarin þrjú ár tekið yfir fimmtán hundruð myndir af hinu ýmsu bílum sem hafa verið gerðir upp hér á landi. Afraksturinn birtir hann svo á Instagram þar sem næstu þrjátíu þúsund manns fylgjast með. Hann segir myndirnar vera óð til íslenskra bifvélavirkja og hugvitsmanna. Gylfi Blöndal hefur undanfarin þrjú ár haldið úti Instagramsíðunni Iceland Car Culture, þar sem hann deilir myndum af gömlum uppgerðum bílum. Hann segir bílaáhugann hafa kviknað á uppvaxtarárunum í ferjubænum Seyðisfirði.Uppgerðir bílar sem Gylfi hefur myndað. Eins og sést eru þeir hver öðrum litríkari og fallegri.„Sem krakki og unglingur vann ég við að dæla bensíni á bíla þarna. Þá sá ég alla gömlu flottu bílana vera að fara inn og út úr landinu. Þá serstaklega svona gamla ferðabíla, mikið breytta bíla og bíla sem fólk getur búið í. Þá hugsaði ég með mér að einhvern daginn ætlaði ég að eignast svona bíl,“ segir Gylfi. Hann á nú sjálfur tvo uppgerða bíla sem hann er duglegur að ferðast í um landið. Þegar sá draumur hafði ræst fór hann að taka myndir af öðrum ökutækjum sem vöktu athygli hans. „Ég hef áhuga líka á að varðveita eitthvað af heimildum um þessa skrítnu bíla sem eru að fara að hverfa af vettvangi á nýrri bílaöld. Það dreif mig áfram í þessu, en líka bara minn persónulegi áhugi. Áhuginn sem ég hef fundið að utan hefur eiginlega bara komið mér á óvart.“Fagurgulur uppgerður Volvo.Yfir 26.000 fylgjendur á Instagram Yfir tuttugu og sex þúsund manns fylgja Gylfa á Instagram, en hvar finnur hann alla þessa bíla? „Ég leita að bílum. Þetta rennur ekkert í innkeyrsluna hjá manni af sjálfsdáðum. Oft þarf að hafa svolítið mikið fyrir að finna bestu bílana. Stundum finn ég þá í myrkri og þarf að koma aftur seinna, og þá er hann kannski farinn. Þá þarf ég að koma aftur og þá er hann kannski kominn aftur og birtan rétt. Þetta er svolítið veiði. Ég þarf að veiða þá. Nú er ég búin að mynda hátt í fimmtán hundruð bíla svo þetta er orðið ágætis safn.“ Gylfi segist líta á bílamyndirnar sem mikilvæga heimildaöflun. „Á vissan máta má í raun segja að þetta sé hálfgerður óður til íslenskra bifvélavirkja og hugvitsmanna. Og á vissan hátt er þetta líka svona „icelandic design“. Ef ég finn bílinn og finn eigandann nálægt þá reyni ég alltaf að tala við hann og fá einhverjar frekari upplýsingar og skemmtilegar sögur sem ég reyni að deila svo áfram með mínum fylgjendum á Instagram.“ Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Íslenskur bílaáhugamaður hefur undanfarin þrjú ár tekið yfir fimmtán hundruð myndir af hinu ýmsu bílum sem hafa verið gerðir upp hér á landi. Afraksturinn birtir hann svo á Instagram þar sem næstu þrjátíu þúsund manns fylgjast með. Hann segir myndirnar vera óð til íslenskra bifvélavirkja og hugvitsmanna. Gylfi Blöndal hefur undanfarin þrjú ár haldið úti Instagramsíðunni Iceland Car Culture, þar sem hann deilir myndum af gömlum uppgerðum bílum. Hann segir bílaáhugann hafa kviknað á uppvaxtarárunum í ferjubænum Seyðisfirði.Uppgerðir bílar sem Gylfi hefur myndað. Eins og sést eru þeir hver öðrum litríkari og fallegri.„Sem krakki og unglingur vann ég við að dæla bensíni á bíla þarna. Þá sá ég alla gömlu flottu bílana vera að fara inn og út úr landinu. Þá serstaklega svona gamla ferðabíla, mikið breytta bíla og bíla sem fólk getur búið í. Þá hugsaði ég með mér að einhvern daginn ætlaði ég að eignast svona bíl,“ segir Gylfi. Hann á nú sjálfur tvo uppgerða bíla sem hann er duglegur að ferðast í um landið. Þegar sá draumur hafði ræst fór hann að taka myndir af öðrum ökutækjum sem vöktu athygli hans. „Ég hef áhuga líka á að varðveita eitthvað af heimildum um þessa skrítnu bíla sem eru að fara að hverfa af vettvangi á nýrri bílaöld. Það dreif mig áfram í þessu, en líka bara minn persónulegi áhugi. Áhuginn sem ég hef fundið að utan hefur eiginlega bara komið mér á óvart.“Fagurgulur uppgerður Volvo.Yfir 26.000 fylgjendur á Instagram Yfir tuttugu og sex þúsund manns fylgja Gylfa á Instagram, en hvar finnur hann alla þessa bíla? „Ég leita að bílum. Þetta rennur ekkert í innkeyrsluna hjá manni af sjálfsdáðum. Oft þarf að hafa svolítið mikið fyrir að finna bestu bílana. Stundum finn ég þá í myrkri og þarf að koma aftur seinna, og þá er hann kannski farinn. Þá þarf ég að koma aftur og þá er hann kannski kominn aftur og birtan rétt. Þetta er svolítið veiði. Ég þarf að veiða þá. Nú er ég búin að mynda hátt í fimmtán hundruð bíla svo þetta er orðið ágætis safn.“ Gylfi segist líta á bílamyndirnar sem mikilvæga heimildaöflun. „Á vissan máta má í raun segja að þetta sé hálfgerður óður til íslenskra bifvélavirkja og hugvitsmanna. Og á vissan hátt er þetta líka svona „icelandic design“. Ef ég finn bílinn og finn eigandann nálægt þá reyni ég alltaf að tala við hann og fá einhverjar frekari upplýsingar og skemmtilegar sögur sem ég reyni að deila svo áfram með mínum fylgjendum á Instagram.“
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira