Hanning reiknar með brotthvarfi Dags Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 11:30 Vísir/Getty Sem kunnugt er íhugar Dagur Sigurðsson nú að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við þýska handknattleikssambandið og hætta sem þjálfari þýska liðsins næsta sumar. Dagur tók við starfinu fyrir tveimur árum síðan og hefur síðan þá tekist að gera Þýskaland að Evrópumeistara og bronsliði Ólympíuleikanna í sumar. Dagur er samningsbundinn Þjóðverjum til 2020 en á þann möguleika að stíga frá borði í lok júní í sumar. Ljóst er að hann mun stýra Þýskalandi á HM í Frakklandi í janúar en svo gæti farið að það verði hans síðasta stórmót með Þýskalandi. Sjá einnig: „Ekkert stress þó Dagur hætti“ Bob Hanning er varaforseti þýska handknattleikssambandsins og maðurinn sem réði Dag til Füchse Berlin fyrir sjö árum síðan. Saman náðu þeir frábærum árangri með Berlínarrefina og velgengni Dags hefur svo haldið áfram með þýska landsliðinu.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/GettyHanning tjáði sig um stöðu Dags í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina Sport 1 í gær og sagði að það væri enn allt óákveðið og allir möguleikar opnir teldi hann líklegra að Dagur myndi hætta. „Ég hef það á tilfinningunni að Dagur sé mjög langt kominn með að taka ákvörðun um að gera grundvallarbreytingu á sínu lífi,“ sagði Hanning. Sjá einnig: Brand: Þýðir ekkert að gráta Dag Hann segir að Dagur hafi í ýmsa möguleika í huga. „Hann íhugar að flytja, eyða meiri tíma með fjölskyldunni eða feta allt aðra slóð - eitthvað ótengt handbolta,“ sagði hann. „Þegar kemur að lífsskipulagi Dags þá hef ég ekkert um málið að segja. Ég á engan möguleika. Og Japan snýst á engan hátt um peninga.“Dagur Sigurðsson er enn landsliðsþjálfari Þýskalands og stýrir liðinu á HM í Frakklandi.Vísir/GettyHanning vísaði til þess að Dagur hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Japan, þar sem hann starfaði sem spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003, en Japan verður gestgjafi á Ólympíuleikunum árið 2020. Sjá einnig: Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Sjálfur hefur Dagur staðfest að hann sé kominn með tilboð sem hann sé að skoða og muni nota næstu vikur til þess. En Yuji Harano, framkvæmdastjóri handknattleikssamands Japans, sagði við DPA-fréttaveituna í Þýskalandi í vikunni að þar á bæ könnuðust menn ekki við mögulega ráðningu Dags í landsliðsþjálfarastarfið. Handbolti Tengdar fréttir „Ekkert stress þó að Dagur hætti“ Þjóðverjar vonast til að halda Degi Sigurðssyni en lífið heldur áfram þó að Íslendingurinn hætti með landsliðið. 9. nóvember 2016 13:00 Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Handknattleikssamband Japans segist ekki kannast við sögusagnir þess efnis að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japana. 9. nóvember 2016 11:00 Kiel vill ekki missa Alfreð til landsliðsins Ekki kemur til greina að Alfreð Gíslason taki við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. 9. nóvember 2016 17:45 Guðmundur spenntur fyrir þýska liðinu en segir ekkert á meðan Dagur er enn þá þjálfari Guðmundur Guðmundsson hættir með danska landsliðið næsta sumar en starfið hjá Þýskalandi gæti verið að losna. 10. nóvember 2016 10:30 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Sem kunnugt er íhugar Dagur Sigurðsson nú að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við þýska handknattleikssambandið og hætta sem þjálfari þýska liðsins næsta sumar. Dagur tók við starfinu fyrir tveimur árum síðan og hefur síðan þá tekist að gera Þýskaland að Evrópumeistara og bronsliði Ólympíuleikanna í sumar. Dagur er samningsbundinn Þjóðverjum til 2020 en á þann möguleika að stíga frá borði í lok júní í sumar. Ljóst er að hann mun stýra Þýskalandi á HM í Frakklandi í janúar en svo gæti farið að það verði hans síðasta stórmót með Þýskalandi. Sjá einnig: „Ekkert stress þó Dagur hætti“ Bob Hanning er varaforseti þýska handknattleikssambandsins og maðurinn sem réði Dag til Füchse Berlin fyrir sjö árum síðan. Saman náðu þeir frábærum árangri með Berlínarrefina og velgengni Dags hefur svo haldið áfram með þýska landsliðinu.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/GettyHanning tjáði sig um stöðu Dags í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina Sport 1 í gær og sagði að það væri enn allt óákveðið og allir möguleikar opnir teldi hann líklegra að Dagur myndi hætta. „Ég hef það á tilfinningunni að Dagur sé mjög langt kominn með að taka ákvörðun um að gera grundvallarbreytingu á sínu lífi,“ sagði Hanning. Sjá einnig: Brand: Þýðir ekkert að gráta Dag Hann segir að Dagur hafi í ýmsa möguleika í huga. „Hann íhugar að flytja, eyða meiri tíma með fjölskyldunni eða feta allt aðra slóð - eitthvað ótengt handbolta,“ sagði hann. „Þegar kemur að lífsskipulagi Dags þá hef ég ekkert um málið að segja. Ég á engan möguleika. Og Japan snýst á engan hátt um peninga.“Dagur Sigurðsson er enn landsliðsþjálfari Þýskalands og stýrir liðinu á HM í Frakklandi.Vísir/GettyHanning vísaði til þess að Dagur hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Japan, þar sem hann starfaði sem spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003, en Japan verður gestgjafi á Ólympíuleikunum árið 2020. Sjá einnig: Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Sjálfur hefur Dagur staðfest að hann sé kominn með tilboð sem hann sé að skoða og muni nota næstu vikur til þess. En Yuji Harano, framkvæmdastjóri handknattleikssamands Japans, sagði við DPA-fréttaveituna í Þýskalandi í vikunni að þar á bæ könnuðust menn ekki við mögulega ráðningu Dags í landsliðsþjálfarastarfið.
Handbolti Tengdar fréttir „Ekkert stress þó að Dagur hætti“ Þjóðverjar vonast til að halda Degi Sigurðssyni en lífið heldur áfram þó að Íslendingurinn hætti með landsliðið. 9. nóvember 2016 13:00 Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Handknattleikssamband Japans segist ekki kannast við sögusagnir þess efnis að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japana. 9. nóvember 2016 11:00 Kiel vill ekki missa Alfreð til landsliðsins Ekki kemur til greina að Alfreð Gíslason taki við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. 9. nóvember 2016 17:45 Guðmundur spenntur fyrir þýska liðinu en segir ekkert á meðan Dagur er enn þá þjálfari Guðmundur Guðmundsson hættir með danska landsliðið næsta sumar en starfið hjá Þýskalandi gæti verið að losna. 10. nóvember 2016 10:30 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
„Ekkert stress þó að Dagur hætti“ Þjóðverjar vonast til að halda Degi Sigurðssyni en lífið heldur áfram þó að Íslendingurinn hætti með landsliðið. 9. nóvember 2016 13:00
Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Handknattleikssamband Japans segist ekki kannast við sögusagnir þess efnis að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japana. 9. nóvember 2016 11:00
Kiel vill ekki missa Alfreð til landsliðsins Ekki kemur til greina að Alfreð Gíslason taki við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. 9. nóvember 2016 17:45
Guðmundur spenntur fyrir þýska liðinu en segir ekkert á meðan Dagur er enn þá þjálfari Guðmundur Guðmundsson hættir með danska landsliðið næsta sumar en starfið hjá Þýskalandi gæti verið að losna. 10. nóvember 2016 10:30
Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00