Handbolti

Guðmundur spenntur fyrir þýska liðinu en segir ekkert á meðan Dagur er enn þá þjálfari

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Guðmundsson verður laus allra mála frá Dönum í júlí.
Guðmundur Guðmundsson verður laus allra mála frá Dönum í júlí. vísir/getty
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, lokar ekki á að taka við þýska landsliðinu en starfið þar gæti verið að losna.

Guðmundur mun ekki endurnýja samning sinn við danska sambandið eftir allt sem á undan er gengið þar en með hnífinn í bakinu frá íþróttastjóra danska handboltasambandsins gerði Guðmundur Dani að Ólympíumeisturum í Ríó í sumar.

Annar íslenskur þjálfari sem vann stórmót á árinu, Dagur Sigurðsson, er líklega að hætta með Evrópumeistara Þýskalands en hann mun stýra Þjóðverjum á HM í Frakklandi þar sem Guðmundur verður með Danina í síðasta sinn.

„Þýska liðið er áhugavert og hefur mikla möguleika,“ segir Guðmundur í viðtali við þýska blaðið Mannheimer Morgen en hann hefur einnig viðrað þá hugmynd um að hætta alfarið í handbolta.

Þó Guðmundur sé alveg mátulega spenntur fyrir þýska liðinu dettur honum ekki í hug að troða Degi um tær á meðan hann er enn þá þjálfari liðsins.

„Dagur hefur staðið sig frábærlega og á allt hrós skilið. Á meðan Dagur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð sína og ekki gefið út að hann muni hætta segi ég ekkert til um hvort ég hafi áhuga á að taka við þýska landsliðinu. Það væri ekki sanngjarnt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.


Tengdar fréttir

Guðmundur: Getur vel farið svo að ég hætti í handbolta

"Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég var búinn að velta þessu lengi fyrir mér,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson í samtali við Vísi en það var tilkynnt í morgun að hann muni hætta með danska landsliðið á næsta ári.

Gott fyrir Guðmund að hann gat tekið þessa ákvörðun sjálfur

Einn þekktasti íþróttafréttamaður Danmerkur telur að Guðmundur Guðmundsson hafi verið kominn í ómögulega stöðu með danska landsliðinu og að hann hafi ekki átt annan góðan kost en að framlengja ekki samning sinn við danska handknattl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×