Erlent

Hamborg bannar kaup á kaffihylkjum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Erfitt getur reynst að endurvinna hylkin sem eru oftar en ekki framleidd úr blöndu af áli og plasti.
Erfitt getur reynst að endurvinna hylkin sem eru oftar en ekki framleidd úr blöndu af áli og plasti. vísir/getty
Hamborg, næststærsta borg Þýskalands, hefur bannað kaup á kaffihylkjum og öðrum einnota vörum til notkunar í opinberum byggingum í borginni. Bannið er liður í grænum skrefum Hamborgar til að minnka ruslið sem verður til við rekstur borgarinnar.

Umverfisátakið er kynnt í 150 blaðsíðna skýrslu sem ber nafnið „Leiðarvísir að grænum innkaupum“ þar sem kveðið er á um að starfsmenn Hamborgar skuli ekki kaupa „tilteknar mengandi vörur“ fyrir fé borgarinnar.

Bannið tekur einnig til vara á borð við vatn og bjór í plastflöskum, hreinsivörur sem innihalda klór og borðbúnað úr plasti.

Í skýrslunni segir: „Þessar skammtastærðir fela í sér óþarfa auðlindanotkun, búa til mikið rusl og innihalda stundum ál sem er mengandi.“

Jan Dube, talsmaður umverfisdeildar Hamborgarar segir í samtali við BBC að erfitt sé að endurvinna kaffihlykin því þau oftar en ekki gerð úr blöndu af plasti og áli. „Þetta eru 6 grömm af kaffi í 3 gramma þungum umbúðum. Við í Hamborg erum þeirrar skoðunar að skattfé borgaranna skuli ekki varið í slík innkaup.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×