Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar segir að gera þurfi breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu svo bæjarfélög á landsbyggðinni geti varið aflaheimildir. Í stað veiðigjalda verði settar veiðiheimildir til þess að sporna við því að kvóti sé seldur úr bæjarfélögum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Þar verður einnig rætt við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann utanríkismálanefndar um stöðu mála í Tyrklandi. Ljóst er að samstaða er um það milli allra flokka á Alþingi að íslensk stjórnvöld haldi á lofti málstað mannréttinda og lýðræðis gagnvart Tyrklandi.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað Hinsegin daga sem hófust í dag og litríka Hinsegin-sögu Reykjavíkur. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×