Innlent

Óku á brúarstólpa og ultu nokkrar veltur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Slysið varð á veginum nærri Seljalandsfossi.
Slysið varð á veginum nærri Seljalandsfossi. Vísir/Anton Brink
Tveir ungir piltar voru fluttir á sjúkrahús í nótt með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir bílveltu á Þórsmerkurvegi, skammt norðan við Seljalandsfoss, um klukkan fjögur í nótt. Útlit er fyrir að bifreiðinni hafi verið ekið utan í brúarstólpa og hún oltið nokkrar veltur. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Þá var lögregla kölluð til vegna elds sem kom upp í fjórhjóli við skemmu á sveitabæ á Skeiðum snemma í morgun. Eldurinn læsti sér í grindverk og síðan í hús á bænum. Tvennt var í húsinu sem kom sér út úr húsi.

Mikill erill hefur verið um helgina og þá einkum á Flúðum. Ýmis tilvik hafa kallað á afskipti lögreglu en þar hefur verið um að ræða hluti tengda ölvun og óspektum. Þrír gistu fangageymslur lögreglunnar á Selfossi í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×