Fangar mega fá fjölskylduleyfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Á Kvíabryggju eru fangar sem fara í dags- eða fjölskylduleyfi oftast sóttir af fjölskyldu eða vinum. Mynd/Afstaða Nokkrir fangar á Íslandi hafa nýtt sér svokölluð fjölskylduleyfi en ný lög um fullnustu refsinga hafa að geyma nýmæli um slík leyfi. Áður gátu fangar einungis fengið dagsleyfi. Leyfið er allt að tveimur sólarhringum og geta þeir fangar, sem hafa fengið dagsleyfi samfellt í tvö ár og staðist skilyrði þeirra, nýtt sér það. Leyfin mega mest vera fjögur á ári og þurfa níutíu dagar að líða á milli þeirra. „Þetta er ágætt nýmæli og eitt af þeim nýju verkefnum sem fylgdu lögunum. Þessu er meðal annars ætlað að draga úr neikvæðum afleiðingum langrar innilokunar. Það er nánast engin reynsla komin á þessi leyfi,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Þrátt fyrir það að leyfið heiti fjölskylduleyfi er ekki skylt að fanginn eigi fjölskyldu til að heimsækja. Að sögn Tryggva Ágústssonar, staðgengils forstöðumanns á Litla-Hrauni, þarf fangi sem fær leyfið að upplýsa um það hvernig hann hyggst verja leyfinu, hvern hann hyggst heimsækja og hvar hann mun dvelja. „Við þurfum að samþykkja dagskrána og þurfa fangar að bera skírteini sem hefur að geyma upplýsingar um tilgang og skilyrði leyfisins,“ segir Tryggvi og bætir við að yfirleitt hafi dagsleyfi fanga gengið vel. Lítil reynsla sé komin á fjölskylduleyfin en þau hafi einnig gengið vel. „Hér hafa menn farið í dagsleyfi og verið staðnir að því að nýta þau í smygl á lyfjum eða fíkniefnum. En oftast gengur vel.“mynd/afstaðaGuðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir fyrirkomulagið gallað enda geti 99 prósent fanga aldrei nýtt leyfið. „Það að heimila fjölskylduleyfi er auðvitað frábært í sjálfu sér en þeir sem hlotið hafa allt að tólf ára dóm geta aldrei fengið fjölskylduleyfi. Ástæðan er sú að fangar fá ekki dagsleyfi fyrr en eftir tvö ár en til að fá dagsleyfi þurfa menn að hafa afplánað einn þriðja hluta dóms síns. Ef þú ert með minna en tólf ára dóm þýðir það að þú sért kominn í verndarúrræði þegar þú gætir byrjað að nýta leyfið,“ segir Guðmundur.Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að reynt sé að gera fangelsisvistina sem bærilegasta.vísir/andri marinóÞá bendir Guðmundur á að í Noregi, þar sem endurkomutíðni sé lág, séu sambærileg leyfi veitt miklu fyrr og oftar. Þar sé litið á leyfi frá fangelsi sem eitt mikilvægasta úrræðið í aðlögun fanga að samfélaginu að nýju. Páll Winkel segir skilyrði fjölskylduleyfisins vera lögbundin og að fangelsisyfirvöld hafi ekki svigrúm til að breyta reglunum með neinum hætti.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Nokkrir fangar á Íslandi hafa nýtt sér svokölluð fjölskylduleyfi en ný lög um fullnustu refsinga hafa að geyma nýmæli um slík leyfi. Áður gátu fangar einungis fengið dagsleyfi. Leyfið er allt að tveimur sólarhringum og geta þeir fangar, sem hafa fengið dagsleyfi samfellt í tvö ár og staðist skilyrði þeirra, nýtt sér það. Leyfin mega mest vera fjögur á ári og þurfa níutíu dagar að líða á milli þeirra. „Þetta er ágætt nýmæli og eitt af þeim nýju verkefnum sem fylgdu lögunum. Þessu er meðal annars ætlað að draga úr neikvæðum afleiðingum langrar innilokunar. Það er nánast engin reynsla komin á þessi leyfi,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Þrátt fyrir það að leyfið heiti fjölskylduleyfi er ekki skylt að fanginn eigi fjölskyldu til að heimsækja. Að sögn Tryggva Ágústssonar, staðgengils forstöðumanns á Litla-Hrauni, þarf fangi sem fær leyfið að upplýsa um það hvernig hann hyggst verja leyfinu, hvern hann hyggst heimsækja og hvar hann mun dvelja. „Við þurfum að samþykkja dagskrána og þurfa fangar að bera skírteini sem hefur að geyma upplýsingar um tilgang og skilyrði leyfisins,“ segir Tryggvi og bætir við að yfirleitt hafi dagsleyfi fanga gengið vel. Lítil reynsla sé komin á fjölskylduleyfin en þau hafi einnig gengið vel. „Hér hafa menn farið í dagsleyfi og verið staðnir að því að nýta þau í smygl á lyfjum eða fíkniefnum. En oftast gengur vel.“mynd/afstaðaGuðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir fyrirkomulagið gallað enda geti 99 prósent fanga aldrei nýtt leyfið. „Það að heimila fjölskylduleyfi er auðvitað frábært í sjálfu sér en þeir sem hlotið hafa allt að tólf ára dóm geta aldrei fengið fjölskylduleyfi. Ástæðan er sú að fangar fá ekki dagsleyfi fyrr en eftir tvö ár en til að fá dagsleyfi þurfa menn að hafa afplánað einn þriðja hluta dóms síns. Ef þú ert með minna en tólf ára dóm þýðir það að þú sért kominn í verndarúrræði þegar þú gætir byrjað að nýta leyfið,“ segir Guðmundur.Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að reynt sé að gera fangelsisvistina sem bærilegasta.vísir/andri marinóÞá bendir Guðmundur á að í Noregi, þar sem endurkomutíðni sé lág, séu sambærileg leyfi veitt miklu fyrr og oftar. Þar sé litið á leyfi frá fangelsi sem eitt mikilvægasta úrræðið í aðlögun fanga að samfélaginu að nýju. Páll Winkel segir skilyrði fjölskylduleyfisins vera lögbundin og að fangelsisyfirvöld hafi ekki svigrúm til að breyta reglunum með neinum hætti.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira