Sterk fyrirmynd í fjörutíu ár Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. desember 2016 11:00 Carrie Fisher ásamt hundinum sínum, Gary Fisher, fyrr á árinu. Nordic Photos/Getty Carrie Fisher var hetja í augum ansi margra aðdáenda sinna enda er Leia prinsessa einn af þessum karakterum sem eru löngu orðnir íkonískir og Carrie sjálf algjörlega samgróin persónunni – það er erfitt að sjá fyrir sér nokkra aðra manneskju í hlutverki Leiu. Hún var og er ein besta kvenhetjan í kvikmyndasögunni, töffari með persónuleika sem því miður virðist enn vera sjaldgæft í karllægum heimi kvikmyndanna nú, einum fjörutíu árum síðar. En Carrie sjálf var líka merkileg kvenhetja og barðist við persónulega djöfla sem því miður virðast hafa dregið hana til dauða. Leia prinsessa var fyrsta stóra hlutverk Carrie Fisher, en áður hafði hún leikið í Shampoo, gamanmynd með Warren Beatty, Goldie Hawn og fleirum. Þar var hún í litlu hlutverki og myndin fékk ekkert sérstaklega góða dóma hjá gagnrýnendum. Nokkru síðar fékk hún í hendurnar handrit sem henni leist ansi vel á en bjóst ekki við að yrði neitt sérstaklega vinsælt, enda vísindaskáldskapur og hann er ekki alltaf allra. Þetta reyndist vera handritið að A New Hope, fyrstu Star Wars-myndinni, og það þarf ekkert að fjölyrða um það hvernig sú mynd gekk.Carrie gaf út bókina Postcards from the Edge árið 1987, hún seldist afar vel og var síðar kvikmynduð. Þar segir hún meðal annars frá glímu sinni við geðræn vandamál og eiturlyfjafíkn, en fíknin átti eftir að fylgja henni alla ævi. Hún hafði til að mynda tekið of stóran skammt tveimur árum áður en bókin kom út og var auk þess búin að nota kókaín í mörg ár á þeim tíma er hún gaf Postcards from the Edge út. Bókin er ekki eiginleg ævisaga, heldur eins konar satíra þar sem hún gantast með eigin vandamál, en Carrie Fisher var alla tíð mikill grínisti og spaugaði oft með fíknivanda sinn sem og geðsjúkdóma – án þess þó að gera lítið úr baráttunni. Síðustu ár ævi sinnar talaði Carrie mikið um fíkn sína og geðræn vandamál og áhrif þessara sjúkdóma á líf sitt. Hún var í ár verðlaunuð af Harvard fyrir starf sitt og sérstaklega fyrir það hve opinská hún hefur verið um vandamál sín en það hjálpar til við að draga umræðu um fíknisjúkdóma upp á yfirborðið og gera vandamálið minna tabú. Carrie Fisher lést úr hjartaáfalli og áralöng kókaínfíkn leikkonunnar hefur líklega átt þar hlut að máli – á árinu létust líka tónlistarmennirnir Prince og George Michael, en einnig má rekja dauða þeirra til eiturlyfjaneyslu. Carrie Fisher kenndi okkur að konur geta líka verið hetjur og ætti líka að hafa kennt okkur að fíkn er sjúkdómur sem dregur fjölda fólks til dauða á hverju ári og alls ekki eitthvað sem ætti að líta á eins og smánarblett á persónu fólks, það gæti haldið áfram að kosta dýrmæt mannslíf. Opinská umræða getur bjargað svo mörgum. Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Carrie Fisher var hetja í augum ansi margra aðdáenda sinna enda er Leia prinsessa einn af þessum karakterum sem eru löngu orðnir íkonískir og Carrie sjálf algjörlega samgróin persónunni – það er erfitt að sjá fyrir sér nokkra aðra manneskju í hlutverki Leiu. Hún var og er ein besta kvenhetjan í kvikmyndasögunni, töffari með persónuleika sem því miður virðist enn vera sjaldgæft í karllægum heimi kvikmyndanna nú, einum fjörutíu árum síðar. En Carrie sjálf var líka merkileg kvenhetja og barðist við persónulega djöfla sem því miður virðast hafa dregið hana til dauða. Leia prinsessa var fyrsta stóra hlutverk Carrie Fisher, en áður hafði hún leikið í Shampoo, gamanmynd með Warren Beatty, Goldie Hawn og fleirum. Þar var hún í litlu hlutverki og myndin fékk ekkert sérstaklega góða dóma hjá gagnrýnendum. Nokkru síðar fékk hún í hendurnar handrit sem henni leist ansi vel á en bjóst ekki við að yrði neitt sérstaklega vinsælt, enda vísindaskáldskapur og hann er ekki alltaf allra. Þetta reyndist vera handritið að A New Hope, fyrstu Star Wars-myndinni, og það þarf ekkert að fjölyrða um það hvernig sú mynd gekk.Carrie gaf út bókina Postcards from the Edge árið 1987, hún seldist afar vel og var síðar kvikmynduð. Þar segir hún meðal annars frá glímu sinni við geðræn vandamál og eiturlyfjafíkn, en fíknin átti eftir að fylgja henni alla ævi. Hún hafði til að mynda tekið of stóran skammt tveimur árum áður en bókin kom út og var auk þess búin að nota kókaín í mörg ár á þeim tíma er hún gaf Postcards from the Edge út. Bókin er ekki eiginleg ævisaga, heldur eins konar satíra þar sem hún gantast með eigin vandamál, en Carrie Fisher var alla tíð mikill grínisti og spaugaði oft með fíknivanda sinn sem og geðsjúkdóma – án þess þó að gera lítið úr baráttunni. Síðustu ár ævi sinnar talaði Carrie mikið um fíkn sína og geðræn vandamál og áhrif þessara sjúkdóma á líf sitt. Hún var í ár verðlaunuð af Harvard fyrir starf sitt og sérstaklega fyrir það hve opinská hún hefur verið um vandamál sín en það hjálpar til við að draga umræðu um fíknisjúkdóma upp á yfirborðið og gera vandamálið minna tabú. Carrie Fisher lést úr hjartaáfalli og áralöng kókaínfíkn leikkonunnar hefur líklega átt þar hlut að máli – á árinu létust líka tónlistarmennirnir Prince og George Michael, en einnig má rekja dauða þeirra til eiturlyfjaneyslu. Carrie Fisher kenndi okkur að konur geta líka verið hetjur og ætti líka að hafa kennt okkur að fíkn er sjúkdómur sem dregur fjölda fólks til dauða á hverju ári og alls ekki eitthvað sem ætti að líta á eins og smánarblett á persónu fólks, það gæti haldið áfram að kosta dýrmæt mannslíf. Opinská umræða getur bjargað svo mörgum.
Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira