Sterk fyrirmynd í fjörutíu ár Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. desember 2016 11:00 Carrie Fisher ásamt hundinum sínum, Gary Fisher, fyrr á árinu. Nordic Photos/Getty Carrie Fisher var hetja í augum ansi margra aðdáenda sinna enda er Leia prinsessa einn af þessum karakterum sem eru löngu orðnir íkonískir og Carrie sjálf algjörlega samgróin persónunni – það er erfitt að sjá fyrir sér nokkra aðra manneskju í hlutverki Leiu. Hún var og er ein besta kvenhetjan í kvikmyndasögunni, töffari með persónuleika sem því miður virðist enn vera sjaldgæft í karllægum heimi kvikmyndanna nú, einum fjörutíu árum síðar. En Carrie sjálf var líka merkileg kvenhetja og barðist við persónulega djöfla sem því miður virðast hafa dregið hana til dauða. Leia prinsessa var fyrsta stóra hlutverk Carrie Fisher, en áður hafði hún leikið í Shampoo, gamanmynd með Warren Beatty, Goldie Hawn og fleirum. Þar var hún í litlu hlutverki og myndin fékk ekkert sérstaklega góða dóma hjá gagnrýnendum. Nokkru síðar fékk hún í hendurnar handrit sem henni leist ansi vel á en bjóst ekki við að yrði neitt sérstaklega vinsælt, enda vísindaskáldskapur og hann er ekki alltaf allra. Þetta reyndist vera handritið að A New Hope, fyrstu Star Wars-myndinni, og það þarf ekkert að fjölyrða um það hvernig sú mynd gekk.Carrie gaf út bókina Postcards from the Edge árið 1987, hún seldist afar vel og var síðar kvikmynduð. Þar segir hún meðal annars frá glímu sinni við geðræn vandamál og eiturlyfjafíkn, en fíknin átti eftir að fylgja henni alla ævi. Hún hafði til að mynda tekið of stóran skammt tveimur árum áður en bókin kom út og var auk þess búin að nota kókaín í mörg ár á þeim tíma er hún gaf Postcards from the Edge út. Bókin er ekki eiginleg ævisaga, heldur eins konar satíra þar sem hún gantast með eigin vandamál, en Carrie Fisher var alla tíð mikill grínisti og spaugaði oft með fíknivanda sinn sem og geðsjúkdóma – án þess þó að gera lítið úr baráttunni. Síðustu ár ævi sinnar talaði Carrie mikið um fíkn sína og geðræn vandamál og áhrif þessara sjúkdóma á líf sitt. Hún var í ár verðlaunuð af Harvard fyrir starf sitt og sérstaklega fyrir það hve opinská hún hefur verið um vandamál sín en það hjálpar til við að draga umræðu um fíknisjúkdóma upp á yfirborðið og gera vandamálið minna tabú. Carrie Fisher lést úr hjartaáfalli og áralöng kókaínfíkn leikkonunnar hefur líklega átt þar hlut að máli – á árinu létust líka tónlistarmennirnir Prince og George Michael, en einnig má rekja dauða þeirra til eiturlyfjaneyslu. Carrie Fisher kenndi okkur að konur geta líka verið hetjur og ætti líka að hafa kennt okkur að fíkn er sjúkdómur sem dregur fjölda fólks til dauða á hverju ári og alls ekki eitthvað sem ætti að líta á eins og smánarblett á persónu fólks, það gæti haldið áfram að kosta dýrmæt mannslíf. Opinská umræða getur bjargað svo mörgum. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Carrie Fisher var hetja í augum ansi margra aðdáenda sinna enda er Leia prinsessa einn af þessum karakterum sem eru löngu orðnir íkonískir og Carrie sjálf algjörlega samgróin persónunni – það er erfitt að sjá fyrir sér nokkra aðra manneskju í hlutverki Leiu. Hún var og er ein besta kvenhetjan í kvikmyndasögunni, töffari með persónuleika sem því miður virðist enn vera sjaldgæft í karllægum heimi kvikmyndanna nú, einum fjörutíu árum síðar. En Carrie sjálf var líka merkileg kvenhetja og barðist við persónulega djöfla sem því miður virðast hafa dregið hana til dauða. Leia prinsessa var fyrsta stóra hlutverk Carrie Fisher, en áður hafði hún leikið í Shampoo, gamanmynd með Warren Beatty, Goldie Hawn og fleirum. Þar var hún í litlu hlutverki og myndin fékk ekkert sérstaklega góða dóma hjá gagnrýnendum. Nokkru síðar fékk hún í hendurnar handrit sem henni leist ansi vel á en bjóst ekki við að yrði neitt sérstaklega vinsælt, enda vísindaskáldskapur og hann er ekki alltaf allra. Þetta reyndist vera handritið að A New Hope, fyrstu Star Wars-myndinni, og það þarf ekkert að fjölyrða um það hvernig sú mynd gekk.Carrie gaf út bókina Postcards from the Edge árið 1987, hún seldist afar vel og var síðar kvikmynduð. Þar segir hún meðal annars frá glímu sinni við geðræn vandamál og eiturlyfjafíkn, en fíknin átti eftir að fylgja henni alla ævi. Hún hafði til að mynda tekið of stóran skammt tveimur árum áður en bókin kom út og var auk þess búin að nota kókaín í mörg ár á þeim tíma er hún gaf Postcards from the Edge út. Bókin er ekki eiginleg ævisaga, heldur eins konar satíra þar sem hún gantast með eigin vandamál, en Carrie Fisher var alla tíð mikill grínisti og spaugaði oft með fíknivanda sinn sem og geðsjúkdóma – án þess þó að gera lítið úr baráttunni. Síðustu ár ævi sinnar talaði Carrie mikið um fíkn sína og geðræn vandamál og áhrif þessara sjúkdóma á líf sitt. Hún var í ár verðlaunuð af Harvard fyrir starf sitt og sérstaklega fyrir það hve opinská hún hefur verið um vandamál sín en það hjálpar til við að draga umræðu um fíknisjúkdóma upp á yfirborðið og gera vandamálið minna tabú. Carrie Fisher lést úr hjartaáfalli og áralöng kókaínfíkn leikkonunnar hefur líklega átt þar hlut að máli – á árinu létust líka tónlistarmennirnir Prince og George Michael, en einnig má rekja dauða þeirra til eiturlyfjaneyslu. Carrie Fisher kenndi okkur að konur geta líka verið hetjur og ætti líka að hafa kennt okkur að fíkn er sjúkdómur sem dregur fjölda fólks til dauða á hverju ári og alls ekki eitthvað sem ætti að líta á eins og smánarblett á persónu fólks, það gæti haldið áfram að kosta dýrmæt mannslíf. Opinská umræða getur bjargað svo mörgum.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“