Sterk fyrirmynd í fjörutíu ár Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. desember 2016 11:00 Carrie Fisher ásamt hundinum sínum, Gary Fisher, fyrr á árinu. Nordic Photos/Getty Carrie Fisher var hetja í augum ansi margra aðdáenda sinna enda er Leia prinsessa einn af þessum karakterum sem eru löngu orðnir íkonískir og Carrie sjálf algjörlega samgróin persónunni – það er erfitt að sjá fyrir sér nokkra aðra manneskju í hlutverki Leiu. Hún var og er ein besta kvenhetjan í kvikmyndasögunni, töffari með persónuleika sem því miður virðist enn vera sjaldgæft í karllægum heimi kvikmyndanna nú, einum fjörutíu árum síðar. En Carrie sjálf var líka merkileg kvenhetja og barðist við persónulega djöfla sem því miður virðast hafa dregið hana til dauða. Leia prinsessa var fyrsta stóra hlutverk Carrie Fisher, en áður hafði hún leikið í Shampoo, gamanmynd með Warren Beatty, Goldie Hawn og fleirum. Þar var hún í litlu hlutverki og myndin fékk ekkert sérstaklega góða dóma hjá gagnrýnendum. Nokkru síðar fékk hún í hendurnar handrit sem henni leist ansi vel á en bjóst ekki við að yrði neitt sérstaklega vinsælt, enda vísindaskáldskapur og hann er ekki alltaf allra. Þetta reyndist vera handritið að A New Hope, fyrstu Star Wars-myndinni, og það þarf ekkert að fjölyrða um það hvernig sú mynd gekk.Carrie gaf út bókina Postcards from the Edge árið 1987, hún seldist afar vel og var síðar kvikmynduð. Þar segir hún meðal annars frá glímu sinni við geðræn vandamál og eiturlyfjafíkn, en fíknin átti eftir að fylgja henni alla ævi. Hún hafði til að mynda tekið of stóran skammt tveimur árum áður en bókin kom út og var auk þess búin að nota kókaín í mörg ár á þeim tíma er hún gaf Postcards from the Edge út. Bókin er ekki eiginleg ævisaga, heldur eins konar satíra þar sem hún gantast með eigin vandamál, en Carrie Fisher var alla tíð mikill grínisti og spaugaði oft með fíknivanda sinn sem og geðsjúkdóma – án þess þó að gera lítið úr baráttunni. Síðustu ár ævi sinnar talaði Carrie mikið um fíkn sína og geðræn vandamál og áhrif þessara sjúkdóma á líf sitt. Hún var í ár verðlaunuð af Harvard fyrir starf sitt og sérstaklega fyrir það hve opinská hún hefur verið um vandamál sín en það hjálpar til við að draga umræðu um fíknisjúkdóma upp á yfirborðið og gera vandamálið minna tabú. Carrie Fisher lést úr hjartaáfalli og áralöng kókaínfíkn leikkonunnar hefur líklega átt þar hlut að máli – á árinu létust líka tónlistarmennirnir Prince og George Michael, en einnig má rekja dauða þeirra til eiturlyfjaneyslu. Carrie Fisher kenndi okkur að konur geta líka verið hetjur og ætti líka að hafa kennt okkur að fíkn er sjúkdómur sem dregur fjölda fólks til dauða á hverju ári og alls ekki eitthvað sem ætti að líta á eins og smánarblett á persónu fólks, það gæti haldið áfram að kosta dýrmæt mannslíf. Opinská umræða getur bjargað svo mörgum. Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Sjá meira
Carrie Fisher var hetja í augum ansi margra aðdáenda sinna enda er Leia prinsessa einn af þessum karakterum sem eru löngu orðnir íkonískir og Carrie sjálf algjörlega samgróin persónunni – það er erfitt að sjá fyrir sér nokkra aðra manneskju í hlutverki Leiu. Hún var og er ein besta kvenhetjan í kvikmyndasögunni, töffari með persónuleika sem því miður virðist enn vera sjaldgæft í karllægum heimi kvikmyndanna nú, einum fjörutíu árum síðar. En Carrie sjálf var líka merkileg kvenhetja og barðist við persónulega djöfla sem því miður virðast hafa dregið hana til dauða. Leia prinsessa var fyrsta stóra hlutverk Carrie Fisher, en áður hafði hún leikið í Shampoo, gamanmynd með Warren Beatty, Goldie Hawn og fleirum. Þar var hún í litlu hlutverki og myndin fékk ekkert sérstaklega góða dóma hjá gagnrýnendum. Nokkru síðar fékk hún í hendurnar handrit sem henni leist ansi vel á en bjóst ekki við að yrði neitt sérstaklega vinsælt, enda vísindaskáldskapur og hann er ekki alltaf allra. Þetta reyndist vera handritið að A New Hope, fyrstu Star Wars-myndinni, og það þarf ekkert að fjölyrða um það hvernig sú mynd gekk.Carrie gaf út bókina Postcards from the Edge árið 1987, hún seldist afar vel og var síðar kvikmynduð. Þar segir hún meðal annars frá glímu sinni við geðræn vandamál og eiturlyfjafíkn, en fíknin átti eftir að fylgja henni alla ævi. Hún hafði til að mynda tekið of stóran skammt tveimur árum áður en bókin kom út og var auk þess búin að nota kókaín í mörg ár á þeim tíma er hún gaf Postcards from the Edge út. Bókin er ekki eiginleg ævisaga, heldur eins konar satíra þar sem hún gantast með eigin vandamál, en Carrie Fisher var alla tíð mikill grínisti og spaugaði oft með fíknivanda sinn sem og geðsjúkdóma – án þess þó að gera lítið úr baráttunni. Síðustu ár ævi sinnar talaði Carrie mikið um fíkn sína og geðræn vandamál og áhrif þessara sjúkdóma á líf sitt. Hún var í ár verðlaunuð af Harvard fyrir starf sitt og sérstaklega fyrir það hve opinská hún hefur verið um vandamál sín en það hjálpar til við að draga umræðu um fíknisjúkdóma upp á yfirborðið og gera vandamálið minna tabú. Carrie Fisher lést úr hjartaáfalli og áralöng kókaínfíkn leikkonunnar hefur líklega átt þar hlut að máli – á árinu létust líka tónlistarmennirnir Prince og George Michael, en einnig má rekja dauða þeirra til eiturlyfjaneyslu. Carrie Fisher kenndi okkur að konur geta líka verið hetjur og ætti líka að hafa kennt okkur að fíkn er sjúkdómur sem dregur fjölda fólks til dauða á hverju ári og alls ekki eitthvað sem ætti að líta á eins og smánarblett á persónu fólks, það gæti haldið áfram að kosta dýrmæt mannslíf. Opinská umræða getur bjargað svo mörgum.
Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Sjá meira