Hefur greitt hálfa milljón vegna krabbameinsmeðferðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2016 10:36 Heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa þannig vaxið mun hraðar en útgjöld hins opnbera en um kostnaðarþátttökuna er fjallað í nýrri skýrslu ASÍ. Vísir/Vilhelm Heimilin í landinu standa í dag undir um 20 prósentum af öllum heilbrigðisútgjöldum með beinni greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu og hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga nær tvöfaldast á síðustu 30 árum. Heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa þannig vaxið mun hraðar en útgjöld hins opnbera en um kostnaðarþátttökuna er fjallað í nýrri skýrslu ASÍ. Í skýrslunni eru tekin raunveruleg dæmi um kostnaðarþátttöku sjúklinga á síðustu árum. Þannig er sagt frá 35 ára konu sem fór í aðgerð vegna vandamála í öxl í upphafi seinasta árs. Aðgerðin var framkvæmd af bæklunarskurðlækni ásamt svæfingarlækni á einkastofu og var myndgreining gerði bæði fyrir og eftir aðgerð. Í kjölfar aðgerðarinnar var konunni síðan vísað í sjúkraþjálfun en bein útgjöld konunnar vegna aðgerðarinnar námu samtals 156.700 krónum. Lækniskostnaður var 57.000 krónur, myndgreiningin kostaði 267.00 krónur, 13 skipti í sjúkraþjálfun kostuðu 66.000 krónur og lyf 7000 krónur.142.000 krónur í komugjöld og rannsóknir á einu ári Þá er tekið annað dæmi af konu sem greindist með illvígt krabbamein árið 2013 en langri meðferð hennar við meininu er ekki lokið. Á seinustu þremur árum hefur hún greitt um hálfa milljón vegna krabbameinsmeðferðarinnar en hún hefur að jafnaði þurft lyfjagjafir og rannsóknir 3-4 sinnum í mánuði síðan hún greindist. Á árinu 2013 greiddi konan ríflega 142.000 krónur í komugjöld og rannsóknir. Á árinu 2014 námu bein útgjöld hennar vegna þessara þátta um 154.000 krónum. Í september það ár er veikindaréttur hjá atvinnurekanda, réttindi úr sjúkrasjóði og réttur til sjúkradagpeninga hjá Sjúkratryggingum var fullnýttur fékk konan úrskurðaðan endurhæfingarlífeyri og fór þá að greiða samkvæmt gjaldskrá örorkulífeyrisþega. Á seinasta ári greiddi konan um 61.000 krónur vegna komugjalda og rannsókna en að auki hefur hún greitt um 50.000 krónur á ári í lyfjakostnað.3 prósent Íslendinga segjast ekki hafa sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu Eftir því sem bein kostnaðarþátttaka sjúklinga verður meiri „fylgir sú hætta að kostnaðurinn verði hindrun í aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa sem eykur misskiptingu, bæði fjárhagslega, félagslega og heilsufarslega,“ eins og segir í inngangi skýrslu ASÍ. Vísbendingar um þetta sjáist í tölum um fjölda þeirra sem sækja sér ekki nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en samkvæmt rannsókn sem Eurostat gerði er mun stærri hluti af fólki hér á landi sem sækir sér ekki heilbrigðisþjónustu vegna þess hvað það kostar sé það borið saman við nágrannalönd okkar. „Samkvæmt nýjustu tölum eru um 3% Íslendinga sem segjast ekki hafa sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en innan við 0,5% á hinum Norðurlöndunum. Það vekur líka athygli að mikill munur er á svörum eftir tekjum en meðal tekjulægsta hópsins hér á landi eru um 6% sem hafa ekki sótt sér læknisþjónustu vegna kostnaðar en 0,6% meðal þeirra tekjuhæstu. Þegar skoðaðar eru tölur um tannlæknaþjónustu er myndin enn verri en nærri fimmtungur tekjulægsta hópsins hér á landi segist ekki hafa sótt sér tannlæknaþjónustu vegna kostnaðar,“ segir í skýrslu ASÍ en hana má nálgast í heild sinni hér. Tengdar fréttir Kristján Þór segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um tæpa nítján milljarða á árinu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að útgjöld til heilbrigðismála aukist um tæpa nítján milljarða á milli áranna 2015 til 2016, það er að segja að meðtöldum launa- og verðlagsuppbótum. 28. janúar 2016 08:01 Landspítalinn fær 1.250 milljónir til viðbótar Milljarður fer í að bæta fráflæðivanda spítalans og 250 milljónir fara í viðhald. 18. desember 2015 20:47 Enn mikið álag á öllum deildum Landspítalans Einkum á þetta við um þá sjúklinga sem hafa fengið færni-og heilsumat og svo þá sem bíða endurhæfingar en Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, fer yfir þessa stöðu í pistli sem hann birti á vef spítalans í gær. 16. janúar 2016 10:41 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Heimilin í landinu standa í dag undir um 20 prósentum af öllum heilbrigðisútgjöldum með beinni greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu og hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga nær tvöfaldast á síðustu 30 árum. Heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa þannig vaxið mun hraðar en útgjöld hins opnbera en um kostnaðarþátttökuna er fjallað í nýrri skýrslu ASÍ. Í skýrslunni eru tekin raunveruleg dæmi um kostnaðarþátttöku sjúklinga á síðustu árum. Þannig er sagt frá 35 ára konu sem fór í aðgerð vegna vandamála í öxl í upphafi seinasta árs. Aðgerðin var framkvæmd af bæklunarskurðlækni ásamt svæfingarlækni á einkastofu og var myndgreining gerði bæði fyrir og eftir aðgerð. Í kjölfar aðgerðarinnar var konunni síðan vísað í sjúkraþjálfun en bein útgjöld konunnar vegna aðgerðarinnar námu samtals 156.700 krónum. Lækniskostnaður var 57.000 krónur, myndgreiningin kostaði 267.00 krónur, 13 skipti í sjúkraþjálfun kostuðu 66.000 krónur og lyf 7000 krónur.142.000 krónur í komugjöld og rannsóknir á einu ári Þá er tekið annað dæmi af konu sem greindist með illvígt krabbamein árið 2013 en langri meðferð hennar við meininu er ekki lokið. Á seinustu þremur árum hefur hún greitt um hálfa milljón vegna krabbameinsmeðferðarinnar en hún hefur að jafnaði þurft lyfjagjafir og rannsóknir 3-4 sinnum í mánuði síðan hún greindist. Á árinu 2013 greiddi konan ríflega 142.000 krónur í komugjöld og rannsóknir. Á árinu 2014 námu bein útgjöld hennar vegna þessara þátta um 154.000 krónum. Í september það ár er veikindaréttur hjá atvinnurekanda, réttindi úr sjúkrasjóði og réttur til sjúkradagpeninga hjá Sjúkratryggingum var fullnýttur fékk konan úrskurðaðan endurhæfingarlífeyri og fór þá að greiða samkvæmt gjaldskrá örorkulífeyrisþega. Á seinasta ári greiddi konan um 61.000 krónur vegna komugjalda og rannsókna en að auki hefur hún greitt um 50.000 krónur á ári í lyfjakostnað.3 prósent Íslendinga segjast ekki hafa sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu Eftir því sem bein kostnaðarþátttaka sjúklinga verður meiri „fylgir sú hætta að kostnaðurinn verði hindrun í aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa sem eykur misskiptingu, bæði fjárhagslega, félagslega og heilsufarslega,“ eins og segir í inngangi skýrslu ASÍ. Vísbendingar um þetta sjáist í tölum um fjölda þeirra sem sækja sér ekki nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en samkvæmt rannsókn sem Eurostat gerði er mun stærri hluti af fólki hér á landi sem sækir sér ekki heilbrigðisþjónustu vegna þess hvað það kostar sé það borið saman við nágrannalönd okkar. „Samkvæmt nýjustu tölum eru um 3% Íslendinga sem segjast ekki hafa sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en innan við 0,5% á hinum Norðurlöndunum. Það vekur líka athygli að mikill munur er á svörum eftir tekjum en meðal tekjulægsta hópsins hér á landi eru um 6% sem hafa ekki sótt sér læknisþjónustu vegna kostnaðar en 0,6% meðal þeirra tekjuhæstu. Þegar skoðaðar eru tölur um tannlæknaþjónustu er myndin enn verri en nærri fimmtungur tekjulægsta hópsins hér á landi segist ekki hafa sótt sér tannlæknaþjónustu vegna kostnaðar,“ segir í skýrslu ASÍ en hana má nálgast í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Kristján Þór segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um tæpa nítján milljarða á árinu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að útgjöld til heilbrigðismála aukist um tæpa nítján milljarða á milli áranna 2015 til 2016, það er að segja að meðtöldum launa- og verðlagsuppbótum. 28. janúar 2016 08:01 Landspítalinn fær 1.250 milljónir til viðbótar Milljarður fer í að bæta fráflæðivanda spítalans og 250 milljónir fara í viðhald. 18. desember 2015 20:47 Enn mikið álag á öllum deildum Landspítalans Einkum á þetta við um þá sjúklinga sem hafa fengið færni-og heilsumat og svo þá sem bíða endurhæfingar en Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, fer yfir þessa stöðu í pistli sem hann birti á vef spítalans í gær. 16. janúar 2016 10:41 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Kristján Þór segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um tæpa nítján milljarða á árinu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að útgjöld til heilbrigðismála aukist um tæpa nítján milljarða á milli áranna 2015 til 2016, það er að segja að meðtöldum launa- og verðlagsuppbótum. 28. janúar 2016 08:01
Landspítalinn fær 1.250 milljónir til viðbótar Milljarður fer í að bæta fráflæðivanda spítalans og 250 milljónir fara í viðhald. 18. desember 2015 20:47
Enn mikið álag á öllum deildum Landspítalans Einkum á þetta við um þá sjúklinga sem hafa fengið færni-og heilsumat og svo þá sem bíða endurhæfingar en Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, fer yfir þessa stöðu í pistli sem hann birti á vef spítalans í gær. 16. janúar 2016 10:41