Næsti framkvæmdastjóri SÞ valinn í gegnum opið ferli í fyrsta sinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2016 17:03 Hingað til hefur framkvæmdastjórinn verið valinn í lokuðu ferli eftir samkomulagi stórveldanna. Vísir/Getty Frambjóðendur til embættis framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þurfa í fyrsta sinn frá stofnun samtakanna að fara í gegnum opið ferli til þess að hljóta embættið. Hingað til hafa valdamestu ríki heimsins sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna komið sér saman um hver verði valinn. Ban Ki-Moon núverandi framkvæmdastjóri hyggst láta af embætti í lok ársins og því þarf að kjósa nýjan framkvæmdastjóri á árinu. Ákveðið hefur verið að frambjóðendur þurfi í fyrsta sinn að skýra hugmyndir sínar og fyrirætlanir á opnum fundum sem haldnir verða í London og New York í apríl og júní. Þar munu almenningur og félagasamtök víðsvegar um heiminn fá tækifæri til að spyrja frambjóðendur spjörunum úr. Þá munu þeir einnig þurfa að koma frammi fyrir Allsherjarþinginu til þess að svara spurningum sem brenna á hinum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Er þetta talsverð breyting en hingað til hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verið valinn eftir samkomulagi stærstu og valdamestu ríkja heimsins sem sæti eiga í Öryggisráðinu.Hvíslað hefur verið um að Angela Merkel hafi hug á embættinu.Vísir/EPASjö frambjóðendur boðið sig fram Samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna skipar Allsherjarþingið framkvæmdastjóra samtakanna eftir tillögu Öryggisráðsins. Kína, Bandaríkin, Frakkland, Rússland og Bretland hafa þó neitunarvald í Öryggisráðinu og geta því komið í veg fyrir að frambjóðandi sem þeim líst ekki vel á verði kosinn. En, Öryggisráðið og Allsherjarþingið hafa nú gefið leyfi sitt fyrir því að opna ferlið en hingað til hefur kosningabarátta einstakra frambjóðenda nánast eingöngu átt sér stað á bak við luktar dyr. Að lokum mun þó sá sem verður fyrir valinu að hljóta samþykki allra ríkjanna sem hafa neitunarvald í Öryggisráðinu. Nú þegar hafa sjö frambjóðendur boðið sig fram, flestir þeirra frá ríkjum Austur-Evrópu, enda „röðin“ komin að þeim ríkjahópi að eiga fulltrúa í stóli framkvæmdastjóri. Ekki er þó talið víst að fulltrúi frá Austur-Evrópu verði valinn í þetta skiptið. Evrópa sem heild hefur átt þrjá af þeim átta sem gegnt hafa embætti framkvæmdastjóra. Þá er sterk krafa í þetta skipti að kona verði fyrir valinu enda hafa framkvæmdastjórarnir hingað til allir verið karlar. Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.Vísir/EPASlúðrað um að Merkel bjóði sig fram þær Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, leiða kapphlaupið um embættið. Vesna Pucic frá Króatíu, Srgjan Kerim frá Makedóníu, Natalia Gherman frá Moldavíu, Danilo Turk frá Slóveníu og Antiono Gutieress frá Portúgal hafa einnig boðið sig fram. Fleiri frambjóðendur hafa eru taldir líklegir til þess að stíga fram á næstu vikum og mánuðum. Undanfarið hefur verið hvíslað um það að Angela Merkel Þýskalandskanslari muni jafnvel bjóða sig fram. Þá er talið víst að Michelle Bachelet, forseti Chile og Helen Clark fyrrum forsætisráðherra Nýja-Sjálands muni fara fram.Kjörinn til fimm áraFramkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er kjörinn til fimm ára í senn og hefur yfirumsjón með starfseminni. Framkvæmdastjórinn getur ekki beitt neitunarvaldi gegn eða lagt fram bindandi ályktanir. Þó getur hann lagt fyrir öryggisráðið hvers kyns mál, sem hann telur að ógna kunni heimsfriðinum, auk þess að leggja fram tillögur um málefni, sem tekin skulu upp á allsherjarþinginu eða í öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Tengdar fréttir Tvær búlgarskar konur þykja líklegastar til að taka við af Ban Ki-moon Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verður valinn í september næstkomandi. 28. janúar 2016 14:05 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Frambjóðendur til embættis framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þurfa í fyrsta sinn frá stofnun samtakanna að fara í gegnum opið ferli til þess að hljóta embættið. Hingað til hafa valdamestu ríki heimsins sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna komið sér saman um hver verði valinn. Ban Ki-Moon núverandi framkvæmdastjóri hyggst láta af embætti í lok ársins og því þarf að kjósa nýjan framkvæmdastjóri á árinu. Ákveðið hefur verið að frambjóðendur þurfi í fyrsta sinn að skýra hugmyndir sínar og fyrirætlanir á opnum fundum sem haldnir verða í London og New York í apríl og júní. Þar munu almenningur og félagasamtök víðsvegar um heiminn fá tækifæri til að spyrja frambjóðendur spjörunum úr. Þá munu þeir einnig þurfa að koma frammi fyrir Allsherjarþinginu til þess að svara spurningum sem brenna á hinum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Er þetta talsverð breyting en hingað til hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verið valinn eftir samkomulagi stærstu og valdamestu ríkja heimsins sem sæti eiga í Öryggisráðinu.Hvíslað hefur verið um að Angela Merkel hafi hug á embættinu.Vísir/EPASjö frambjóðendur boðið sig fram Samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna skipar Allsherjarþingið framkvæmdastjóra samtakanna eftir tillögu Öryggisráðsins. Kína, Bandaríkin, Frakkland, Rússland og Bretland hafa þó neitunarvald í Öryggisráðinu og geta því komið í veg fyrir að frambjóðandi sem þeim líst ekki vel á verði kosinn. En, Öryggisráðið og Allsherjarþingið hafa nú gefið leyfi sitt fyrir því að opna ferlið en hingað til hefur kosningabarátta einstakra frambjóðenda nánast eingöngu átt sér stað á bak við luktar dyr. Að lokum mun þó sá sem verður fyrir valinu að hljóta samþykki allra ríkjanna sem hafa neitunarvald í Öryggisráðinu. Nú þegar hafa sjö frambjóðendur boðið sig fram, flestir þeirra frá ríkjum Austur-Evrópu, enda „röðin“ komin að þeim ríkjahópi að eiga fulltrúa í stóli framkvæmdastjóri. Ekki er þó talið víst að fulltrúi frá Austur-Evrópu verði valinn í þetta skiptið. Evrópa sem heild hefur átt þrjá af þeim átta sem gegnt hafa embætti framkvæmdastjóra. Þá er sterk krafa í þetta skipti að kona verði fyrir valinu enda hafa framkvæmdastjórarnir hingað til allir verið karlar. Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.Vísir/EPASlúðrað um að Merkel bjóði sig fram þær Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, leiða kapphlaupið um embættið. Vesna Pucic frá Króatíu, Srgjan Kerim frá Makedóníu, Natalia Gherman frá Moldavíu, Danilo Turk frá Slóveníu og Antiono Gutieress frá Portúgal hafa einnig boðið sig fram. Fleiri frambjóðendur hafa eru taldir líklegir til þess að stíga fram á næstu vikum og mánuðum. Undanfarið hefur verið hvíslað um það að Angela Merkel Þýskalandskanslari muni jafnvel bjóða sig fram. Þá er talið víst að Michelle Bachelet, forseti Chile og Helen Clark fyrrum forsætisráðherra Nýja-Sjálands muni fara fram.Kjörinn til fimm áraFramkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er kjörinn til fimm ára í senn og hefur yfirumsjón með starfseminni. Framkvæmdastjórinn getur ekki beitt neitunarvaldi gegn eða lagt fram bindandi ályktanir. Þó getur hann lagt fyrir öryggisráðið hvers kyns mál, sem hann telur að ógna kunni heimsfriðinum, auk þess að leggja fram tillögur um málefni, sem tekin skulu upp á allsherjarþinginu eða í öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna.
Tengdar fréttir Tvær búlgarskar konur þykja líklegastar til að taka við af Ban Ki-moon Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verður valinn í september næstkomandi. 28. janúar 2016 14:05 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Tvær búlgarskar konur þykja líklegastar til að taka við af Ban Ki-moon Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verður valinn í september næstkomandi. 28. janúar 2016 14:05