Næsti framkvæmdastjóri SÞ valinn í gegnum opið ferli í fyrsta sinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2016 17:03 Hingað til hefur framkvæmdastjórinn verið valinn í lokuðu ferli eftir samkomulagi stórveldanna. Vísir/Getty Frambjóðendur til embættis framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þurfa í fyrsta sinn frá stofnun samtakanna að fara í gegnum opið ferli til þess að hljóta embættið. Hingað til hafa valdamestu ríki heimsins sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna komið sér saman um hver verði valinn. Ban Ki-Moon núverandi framkvæmdastjóri hyggst láta af embætti í lok ársins og því þarf að kjósa nýjan framkvæmdastjóri á árinu. Ákveðið hefur verið að frambjóðendur þurfi í fyrsta sinn að skýra hugmyndir sínar og fyrirætlanir á opnum fundum sem haldnir verða í London og New York í apríl og júní. Þar munu almenningur og félagasamtök víðsvegar um heiminn fá tækifæri til að spyrja frambjóðendur spjörunum úr. Þá munu þeir einnig þurfa að koma frammi fyrir Allsherjarþinginu til þess að svara spurningum sem brenna á hinum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Er þetta talsverð breyting en hingað til hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verið valinn eftir samkomulagi stærstu og valdamestu ríkja heimsins sem sæti eiga í Öryggisráðinu.Hvíslað hefur verið um að Angela Merkel hafi hug á embættinu.Vísir/EPASjö frambjóðendur boðið sig fram Samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna skipar Allsherjarþingið framkvæmdastjóra samtakanna eftir tillögu Öryggisráðsins. Kína, Bandaríkin, Frakkland, Rússland og Bretland hafa þó neitunarvald í Öryggisráðinu og geta því komið í veg fyrir að frambjóðandi sem þeim líst ekki vel á verði kosinn. En, Öryggisráðið og Allsherjarþingið hafa nú gefið leyfi sitt fyrir því að opna ferlið en hingað til hefur kosningabarátta einstakra frambjóðenda nánast eingöngu átt sér stað á bak við luktar dyr. Að lokum mun þó sá sem verður fyrir valinu að hljóta samþykki allra ríkjanna sem hafa neitunarvald í Öryggisráðinu. Nú þegar hafa sjö frambjóðendur boðið sig fram, flestir þeirra frá ríkjum Austur-Evrópu, enda „röðin“ komin að þeim ríkjahópi að eiga fulltrúa í stóli framkvæmdastjóri. Ekki er þó talið víst að fulltrúi frá Austur-Evrópu verði valinn í þetta skiptið. Evrópa sem heild hefur átt þrjá af þeim átta sem gegnt hafa embætti framkvæmdastjóra. Þá er sterk krafa í þetta skipti að kona verði fyrir valinu enda hafa framkvæmdastjórarnir hingað til allir verið karlar. Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.Vísir/EPASlúðrað um að Merkel bjóði sig fram þær Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, leiða kapphlaupið um embættið. Vesna Pucic frá Króatíu, Srgjan Kerim frá Makedóníu, Natalia Gherman frá Moldavíu, Danilo Turk frá Slóveníu og Antiono Gutieress frá Portúgal hafa einnig boðið sig fram. Fleiri frambjóðendur hafa eru taldir líklegir til þess að stíga fram á næstu vikum og mánuðum. Undanfarið hefur verið hvíslað um það að Angela Merkel Þýskalandskanslari muni jafnvel bjóða sig fram. Þá er talið víst að Michelle Bachelet, forseti Chile og Helen Clark fyrrum forsætisráðherra Nýja-Sjálands muni fara fram.Kjörinn til fimm áraFramkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er kjörinn til fimm ára í senn og hefur yfirumsjón með starfseminni. Framkvæmdastjórinn getur ekki beitt neitunarvaldi gegn eða lagt fram bindandi ályktanir. Þó getur hann lagt fyrir öryggisráðið hvers kyns mál, sem hann telur að ógna kunni heimsfriðinum, auk þess að leggja fram tillögur um málefni, sem tekin skulu upp á allsherjarþinginu eða í öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Tengdar fréttir Tvær búlgarskar konur þykja líklegastar til að taka við af Ban Ki-moon Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verður valinn í september næstkomandi. 28. janúar 2016 14:05 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Frambjóðendur til embættis framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þurfa í fyrsta sinn frá stofnun samtakanna að fara í gegnum opið ferli til þess að hljóta embættið. Hingað til hafa valdamestu ríki heimsins sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna komið sér saman um hver verði valinn. Ban Ki-Moon núverandi framkvæmdastjóri hyggst láta af embætti í lok ársins og því þarf að kjósa nýjan framkvæmdastjóri á árinu. Ákveðið hefur verið að frambjóðendur þurfi í fyrsta sinn að skýra hugmyndir sínar og fyrirætlanir á opnum fundum sem haldnir verða í London og New York í apríl og júní. Þar munu almenningur og félagasamtök víðsvegar um heiminn fá tækifæri til að spyrja frambjóðendur spjörunum úr. Þá munu þeir einnig þurfa að koma frammi fyrir Allsherjarþinginu til þess að svara spurningum sem brenna á hinum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Er þetta talsverð breyting en hingað til hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verið valinn eftir samkomulagi stærstu og valdamestu ríkja heimsins sem sæti eiga í Öryggisráðinu.Hvíslað hefur verið um að Angela Merkel hafi hug á embættinu.Vísir/EPASjö frambjóðendur boðið sig fram Samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna skipar Allsherjarþingið framkvæmdastjóra samtakanna eftir tillögu Öryggisráðsins. Kína, Bandaríkin, Frakkland, Rússland og Bretland hafa þó neitunarvald í Öryggisráðinu og geta því komið í veg fyrir að frambjóðandi sem þeim líst ekki vel á verði kosinn. En, Öryggisráðið og Allsherjarþingið hafa nú gefið leyfi sitt fyrir því að opna ferlið en hingað til hefur kosningabarátta einstakra frambjóðenda nánast eingöngu átt sér stað á bak við luktar dyr. Að lokum mun þó sá sem verður fyrir valinu að hljóta samþykki allra ríkjanna sem hafa neitunarvald í Öryggisráðinu. Nú þegar hafa sjö frambjóðendur boðið sig fram, flestir þeirra frá ríkjum Austur-Evrópu, enda „röðin“ komin að þeim ríkjahópi að eiga fulltrúa í stóli framkvæmdastjóri. Ekki er þó talið víst að fulltrúi frá Austur-Evrópu verði valinn í þetta skiptið. Evrópa sem heild hefur átt þrjá af þeim átta sem gegnt hafa embætti framkvæmdastjóra. Þá er sterk krafa í þetta skipti að kona verði fyrir valinu enda hafa framkvæmdastjórarnir hingað til allir verið karlar. Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.Vísir/EPASlúðrað um að Merkel bjóði sig fram þær Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, leiða kapphlaupið um embættið. Vesna Pucic frá Króatíu, Srgjan Kerim frá Makedóníu, Natalia Gherman frá Moldavíu, Danilo Turk frá Slóveníu og Antiono Gutieress frá Portúgal hafa einnig boðið sig fram. Fleiri frambjóðendur hafa eru taldir líklegir til þess að stíga fram á næstu vikum og mánuðum. Undanfarið hefur verið hvíslað um það að Angela Merkel Þýskalandskanslari muni jafnvel bjóða sig fram. Þá er talið víst að Michelle Bachelet, forseti Chile og Helen Clark fyrrum forsætisráðherra Nýja-Sjálands muni fara fram.Kjörinn til fimm áraFramkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er kjörinn til fimm ára í senn og hefur yfirumsjón með starfseminni. Framkvæmdastjórinn getur ekki beitt neitunarvaldi gegn eða lagt fram bindandi ályktanir. Þó getur hann lagt fyrir öryggisráðið hvers kyns mál, sem hann telur að ógna kunni heimsfriðinum, auk þess að leggja fram tillögur um málefni, sem tekin skulu upp á allsherjarþinginu eða í öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna.
Tengdar fréttir Tvær búlgarskar konur þykja líklegastar til að taka við af Ban Ki-moon Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verður valinn í september næstkomandi. 28. janúar 2016 14:05 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Tvær búlgarskar konur þykja líklegastar til að taka við af Ban Ki-moon Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verður valinn í september næstkomandi. 28. janúar 2016 14:05