Tvær búlgarskar konur þykja líklegastar til að taka við af Ban Ki-moon Atli ísleifsson skrifar 28. janúar 2016 14:05 Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Vísir/EPA Baráttan um hver taki næst við embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna er hafin og eru tvær búlgarskar konur nú taldar líklegastar til að taka við kyndlinum úr hendi Suður-Kóreumannsins Ban Ki-moon.Economist greinir frá því að þær Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, leiði nú kapphlaupið um embættið. Annað kjörtímabil Ban er á enda í ársbyrjun 2017 og verður nýr framkvæmdastjóri kjörinn í september.Hart deilt um stuðning í Búlgaríu Í grein Economist segir að hart sé deilt um það í Búlgaríu hvort ríkisstjórn landsins eigi að styðja Bokovu eða Georgievu. Segir að forsætisráðherrann Boyko Borisov sé náinn samstarfsmaður Georgievu en að hann vilji helst að hún vinni áfram að málum í Brussel. Bokova er hins vegar með tengsl við stjórnarandstöðuna í Búlgaríu, en einn af smærri stjórnarflokkunum í landinu vill að Borisov lýsi yfir stuðningi við hana. Um miðjan mánuðinn hótaði flokkurinn að draga sig úr ríkisstjórn, verði Bokova ekki fyrir valinu.Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu.Vísir/EpaRússar styðja Bokovu Bokova naut einu sinni stuðnings Bandaríkjastjórnar, en hefur sætt gagnrýni eftir að hún þrýsti á Bandaríkin að samþykkja aðild Palestínu að UNESCO árið 2011. Talið er að Rússar styðji þá hugmynd að Bokova taki við af Ban. Vesna Pusic, fráfarandi utanríkisráðherra Króatíu, hefur lengi haft augastað á embættinu, en ólíklegt þykir að ný ríkisstjórn Króatíu komi til með að styðja við bakið á slíku framboði. Aðrir frambjóðendur sem taldir eiga möguleika á embættinu eru Vuk Jeremic, fyrrverandi utanríkisráðherra Serbíu, og Miroslav Lajcak, utanríkisráðherra Slóvakíu. Líklegast er talið að frambjóðandi frá Austur-Evrópu verði fyrir valinu að þessu sinni, enda „röðin“ komin að þeim ríkjahópi að eiga fulltrúa í stóli framkvæmdastjóri. Þó er ekki útilokað að fulltrúi annars staðar frá verði valinn, náist ekki samstaða um fulltrúa frá Austur-Evrópu.Kjörinn til fimm ára Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er skipaður af allsherjarþinginu samkvæmt tillögu öryggisráðsins. Er hann kjörinn til fimm ára í senn og hefur yfirumsjón með starfseminni. Framkvæmdastjórinn getur ekki beitt neitunarvaldi gegn eða lagt fram bindandi ályktanir. Þó getur hann lagt fyrir öryggisráðið hvers kyns mál, sem hann telur að ógna kunni heimsfriðinum, auk þess að leggja fram tillögur um málefni, sem tekin skulu upp á allsherjarþinginu eða í öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Baráttan um hver taki næst við embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna er hafin og eru tvær búlgarskar konur nú taldar líklegastar til að taka við kyndlinum úr hendi Suður-Kóreumannsins Ban Ki-moon.Economist greinir frá því að þær Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, leiði nú kapphlaupið um embættið. Annað kjörtímabil Ban er á enda í ársbyrjun 2017 og verður nýr framkvæmdastjóri kjörinn í september.Hart deilt um stuðning í Búlgaríu Í grein Economist segir að hart sé deilt um það í Búlgaríu hvort ríkisstjórn landsins eigi að styðja Bokovu eða Georgievu. Segir að forsætisráðherrann Boyko Borisov sé náinn samstarfsmaður Georgievu en að hann vilji helst að hún vinni áfram að málum í Brussel. Bokova er hins vegar með tengsl við stjórnarandstöðuna í Búlgaríu, en einn af smærri stjórnarflokkunum í landinu vill að Borisov lýsi yfir stuðningi við hana. Um miðjan mánuðinn hótaði flokkurinn að draga sig úr ríkisstjórn, verði Bokova ekki fyrir valinu.Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu.Vísir/EpaRússar styðja Bokovu Bokova naut einu sinni stuðnings Bandaríkjastjórnar, en hefur sætt gagnrýni eftir að hún þrýsti á Bandaríkin að samþykkja aðild Palestínu að UNESCO árið 2011. Talið er að Rússar styðji þá hugmynd að Bokova taki við af Ban. Vesna Pusic, fráfarandi utanríkisráðherra Króatíu, hefur lengi haft augastað á embættinu, en ólíklegt þykir að ný ríkisstjórn Króatíu komi til með að styðja við bakið á slíku framboði. Aðrir frambjóðendur sem taldir eiga möguleika á embættinu eru Vuk Jeremic, fyrrverandi utanríkisráðherra Serbíu, og Miroslav Lajcak, utanríkisráðherra Slóvakíu. Líklegast er talið að frambjóðandi frá Austur-Evrópu verði fyrir valinu að þessu sinni, enda „röðin“ komin að þeim ríkjahópi að eiga fulltrúa í stóli framkvæmdastjóri. Þó er ekki útilokað að fulltrúi annars staðar frá verði valinn, náist ekki samstaða um fulltrúa frá Austur-Evrópu.Kjörinn til fimm ára Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er skipaður af allsherjarþinginu samkvæmt tillögu öryggisráðsins. Er hann kjörinn til fimm ára í senn og hefur yfirumsjón með starfseminni. Framkvæmdastjórinn getur ekki beitt neitunarvaldi gegn eða lagt fram bindandi ályktanir. Þó getur hann lagt fyrir öryggisráðið hvers kyns mál, sem hann telur að ógna kunni heimsfriðinum, auk þess að leggja fram tillögur um málefni, sem tekin skulu upp á allsherjarþinginu eða í öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira