Innlent

Árni Páll boðar til blaðamannafundar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Pjetur
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15 í dag. Á fundinum mun hann tilkynna um framtíð sína í stjórnmálum samkvæmt upplýsingum frá Evu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar.

Boðað hefur verið til landsfundar hjá Samfylkingunni þann 4. júní næstkomandi þar sem formannskjör mun fara fram. Árni Páll hefur enn ekkert gefið út varðandi það hvort hann hyggst sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins en allar líkur eru á því að hann tilkynni það í dag.

Á meðal þeirra sem gefið hafa kost á sér í embætti formanns Samfylkingarinnar eru þingmennirnir Oddný Harðardóttir og Helgi Hjörvar auk Magnúsar Orra Schram, varaþingmanns. Í könnun sem Gallup gerði á dögunum kom fram að Oddný nýtur mests fylgis í stöðu formanns Samfylkingarinnar samkvæmt könnun Gallups.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×